Áslaug Arna skipar í embætti fjögurra héraðsdómara Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2021 11:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Björn L. Bergsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 14. janúar næstkomandi. Þá hefur hún skipað Arnbjörgu Sigurðardóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 14. janúar og Huldu Árnadóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness frá 19. janúar. F.v. Hulda Árnadóttir, Arnbjörg Sigurðardóttir, Björn L. Bergsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson.Mynd/Aðsend Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en skipanirnar eru í samræmi við hæfnismat dómnefndar á umsækjendum. Samkvæmt niðurstöðum hennar voru Björn og Jóhannes hæfastir umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Reykjanes og að ekki væri efni til að greina á milli hæfni þeirra. Þá sagði dómnefndin að Hulda og Björn Þorvaldsson kæmu næst þeim tveimur og ekki væri efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja. Loks taldi hún að Arnbjörg og Hlynur Jónsson væru hæfust umsækjenda um embætti dómara fyrir norðan og ekki væri efni til að greina á milli þeirra. Luku öll embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að Arnbjörg Sigurðardóttir hafi lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 og öðlaðst réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2007 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2013. Hún starfaði sem aðstoðarmaður héraðsdómara árin 2005-2007 en frá þeim tíma og til ársins 2018 sem lögmaður. Árið 2018 tók hún að nýju við starfi aðstoðarmanns héraðsdómara og hefur gegnt því síðan. Þá hefur Arnbjörg gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kærunefndum fjöleignahúsarmála og húsaleigumála og síðar kærunefndar húsamála, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Björn L. Bergsson lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1990 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1992 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 1999. Hann starfaði sem lögmaður frá árinu 1999 til ársins 2017 en það ár tók hann við starfi skrifstofustjóra Landsréttar sem hann hefur gegnt síðan. Þá hefur Björn gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kærunefnd jafnréttismála og endurupptökunefnd, auk þess sem hann hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Hulda Árnadóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2001 og framhaldsnámi í lögfræði frá Bristol-háskóla árið 2006. Hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2003 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2018. Árin 2001 – 2005 starfaði hún sem lögfræðingur hjá óbyggðanefnd en frá þeim tíma sem lögmaður. Þá hefur Hulda gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í fjölmiðlanefnd og yfirfasteignamatsnefnd, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Jóhannes Rúnar Jóhannsson lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og meistaraprófi á sviði stjórnunar og rekstrar frá Cambridge-háskóla árið 2019. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi ári 1995 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2002. Hann starfaði sem fulltrúi hjá embætti ríkissaksóknara frá árinu 1993 - 1994 en frá þeim tíma sem lögmaður. Þá hefur Jóhannes gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í skilanefnd og slitastjórn Kaupþings banka og setu í stjórn Arion banka, auk þess sem hann hefur um langt skeið komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þá hefur hún skipað Arnbjörgu Sigurðardóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 14. janúar og Huldu Árnadóttur í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness frá 19. janúar. F.v. Hulda Árnadóttir, Arnbjörg Sigurðardóttir, Björn L. Bergsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson.Mynd/Aðsend Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en skipanirnar eru í samræmi við hæfnismat dómnefndar á umsækjendum. Samkvæmt niðurstöðum hennar voru Björn og Jóhannes hæfastir umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Reykjanes og að ekki væri efni til að greina á milli hæfni þeirra. Þá sagði dómnefndin að Hulda og Björn Þorvaldsson kæmu næst þeim tveimur og ekki væri efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja. Loks taldi hún að Arnbjörg og Hlynur Jónsson væru hæfust umsækjenda um embætti dómara fyrir norðan og ekki væri efni til að greina á milli þeirra. Luku öll embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að Arnbjörg Sigurðardóttir hafi lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 og öðlaðst réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2007 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2013. Hún starfaði sem aðstoðarmaður héraðsdómara árin 2005-2007 en frá þeim tíma og til ársins 2018 sem lögmaður. Árið 2018 tók hún að nýju við starfi aðstoðarmanns héraðsdómara og hefur gegnt því síðan. Þá hefur Arnbjörg gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kærunefndum fjöleignahúsarmála og húsaleigumála og síðar kærunefndar húsamála, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Björn L. Bergsson lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1990 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1992 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 1999. Hann starfaði sem lögmaður frá árinu 1999 til ársins 2017 en það ár tók hann við starfi skrifstofustjóra Landsréttar sem hann hefur gegnt síðan. Þá hefur Björn gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kærunefnd jafnréttismála og endurupptökunefnd, auk þess sem hann hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Hulda Árnadóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2001 og framhaldsnámi í lögfræði frá Bristol-háskóla árið 2006. Hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2003 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2018. Árin 2001 – 2005 starfaði hún sem lögfræðingur hjá óbyggðanefnd en frá þeim tíma sem lögmaður. Þá hefur Hulda gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í fjölmiðlanefnd og yfirfasteignamatsnefnd, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi. Jóhannes Rúnar Jóhannsson lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og meistaraprófi á sviði stjórnunar og rekstrar frá Cambridge-háskóla árið 2019. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi ári 1995 og síðar fyrir Hæstarétti Íslands árið 2002. Hann starfaði sem fulltrúi hjá embætti ríkissaksóknara frá árinu 1993 - 1994 en frá þeim tíma sem lögmaður. Þá hefur Jóhannes gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í skilanefnd og slitastjórn Kaupþings banka og setu í stjórn Arion banka, auk þess sem hann hefur um langt skeið komið að kennslu í lögfræði á háskólastigi
Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira