„Þetta er ekki hugsað til að þú getir haldið partíið sem þig hefur langað til að halda“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2021 13:42 Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að staðan sé viðkvæm í faraldrinum. Tilslakanir séu fyrst og fremst hugsaðar fyrir atvinnulífið. Nú sé ekki tími veisluhalda. Vísir/vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að tilslakanir á sóttvarnareglum séu alls ekki hugsaðar til þess að fólk geti haldið veislur og partí. Með nýjum reglum sé síður en svo verið að gefa græna ljósið gagnvart slíkum samkomum. Tilslakanir séu fyrst og fremst hugsaðar til að auðvelda atvinnustarfsemi í landinu eftir að langþráðum árangri hefur verið náð í faraldrinum innanlands. „Þótt verið sé að létta núna [á takmörkunum] og að sé verið að fara úr tíu manns í tuttugu manna takmarkanir, þá þýðir það alls ekki að fólk eigi að halda partí. Síður en svo. Einmitt af því staðan er svo viðkvæm. Þetta er gert til að létta á þjóðfélaginu. Víða á mörgum vinnustöðum hefur reynst mjög erfitt að vera með tíu manna hólf og að fara í tuttugu manna hólf gerir lífið töluvert auðveldara fyrir vinnustaðinn.“ Rögnvaldur var afar afdráttarlaus þegar hann útskýrði þá hugsun sem liggur að baki nýjum reglum. „Það er fyrst og fremst það sem við erum að hugsa um. Þetta er ekki hugsað til þess að þú getir haldið partíið sem þig hefur langað til að halda. Allar samkomur og hópamyndanir viljum við hafa sem allra, allra minnsta. Það gildir áfram.“ Hann var spurður hvernig eftirliti lögreglu og almannavarna verður háttað með gildistöku nýrra reglna. „Staðarlögregla á hverjum stað hefur séð um eftirlitið og svo fáum við töluvert um ábendingar sem við fylgjum eftir. Við eigum von á því að það verði aðeins meira eftirlit, við fáum líka oft fleiri tilkynningar til okkar þegar verið er að breyta, hvort sem það eru afléttingar er þrengingar á reglunum.“ Rögnvaldur segir að sumir séu gjarnir á að túlka nýjar reglur ansi frjálslega og að á stundum virðist óskhyggjan ein ráða för. „Við biðlum til fólks að falla ekki í þá freistni að túlka reglurnar víðar heldur en þær eru hugsaðar, frekar að hugsa þær þrengra því við erum á viðkvæmum tíma þótt staðan sé góð hjá okkur í augnablikinu sérstaklega samanborið við nágrannalöndin. Þetta er ekki búið. Enn eru smit í samfélaginu og það þarf ekki mikið til að veiran fari í útbreiðslu.“ Verði það raunin blasi aðeins eitt við. „Þá þarf að þrengja aftur og það vill náttúrlega enginn standa í því. Þess vegna er þetta bara enn meiri hvatning til okkar allra að passa okkur, bæði rekstraraðila, viðskiptavina og allra, að ganga frekar lengra heldur hitt í sóttvörnum.“ Rögnvaldur bendir á að þrátt fyrir að bólusetning viðkvæmra hópa sé hafin þá séu alls ekki allir í þeim hóp komnir með bólusetningu. Þess vegna sé mikilvægt að sýna nærgætni og varkárni. „Staða Íslands er mjög sérstök. Við stöndum frammi fyrir því að geta létt á takmörkunum á meðan aðrir eru að herða þær og jafnvel umtalsvert. Svona árangur kemur ekki að sjálfu sér. Hann næst því allir hafa staðið sig og hjálpast að og á sama tíma er fólk orðið langeygt eftir því að fá umbun fyrir. Það er það sem við sjáum núna en á sama tíma þýðir þessi umbun að við þurfum að fara ennþá varlegar og passa okkur ennþá betur því þetta getur breyst fljótt. Við fylgjumst gríðarlega vel með því sem gerist inn í samfélaginu og ætlum okkur að bregðast hratt við ef breyting verður til verri vegar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Svona eru reglurnar á skíðasvæðunum sem opna á morgun eftir tíu mánaða hlé Skíðasvæði á Íslandi opna á morgun þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi. Ekki má þó taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju svæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu. 12. janúar 2021 15:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Með nýjum reglum sé síður en svo verið að gefa græna ljósið gagnvart slíkum samkomum. Tilslakanir séu fyrst og fremst hugsaðar til að auðvelda atvinnustarfsemi í landinu eftir að langþráðum árangri hefur verið náð í faraldrinum innanlands. „Þótt verið sé að létta núna [á takmörkunum] og að sé verið að fara úr tíu manns í tuttugu manna takmarkanir, þá þýðir það alls ekki að fólk eigi að halda partí. Síður en svo. Einmitt af því staðan er svo viðkvæm. Þetta er gert til að létta á þjóðfélaginu. Víða á mörgum vinnustöðum hefur reynst mjög erfitt að vera með tíu manna hólf og að fara í tuttugu manna hólf gerir lífið töluvert auðveldara fyrir vinnustaðinn.“ Rögnvaldur var afar afdráttarlaus þegar hann útskýrði þá hugsun sem liggur að baki nýjum reglum. „Það er fyrst og fremst það sem við erum að hugsa um. Þetta er ekki hugsað til þess að þú getir haldið partíið sem þig hefur langað til að halda. Allar samkomur og hópamyndanir viljum við hafa sem allra, allra minnsta. Það gildir áfram.“ Hann var spurður hvernig eftirliti lögreglu og almannavarna verður háttað með gildistöku nýrra reglna. „Staðarlögregla á hverjum stað hefur séð um eftirlitið og svo fáum við töluvert um ábendingar sem við fylgjum eftir. Við eigum von á því að það verði aðeins meira eftirlit, við fáum líka oft fleiri tilkynningar til okkar þegar verið er að breyta, hvort sem það eru afléttingar er þrengingar á reglunum.“ Rögnvaldur segir að sumir séu gjarnir á að túlka nýjar reglur ansi frjálslega og að á stundum virðist óskhyggjan ein ráða för. „Við biðlum til fólks að falla ekki í þá freistni að túlka reglurnar víðar heldur en þær eru hugsaðar, frekar að hugsa þær þrengra því við erum á viðkvæmum tíma þótt staðan sé góð hjá okkur í augnablikinu sérstaklega samanborið við nágrannalöndin. Þetta er ekki búið. Enn eru smit í samfélaginu og það þarf ekki mikið til að veiran fari í útbreiðslu.“ Verði það raunin blasi aðeins eitt við. „Þá þarf að þrengja aftur og það vill náttúrlega enginn standa í því. Þess vegna er þetta bara enn meiri hvatning til okkar allra að passa okkur, bæði rekstraraðila, viðskiptavina og allra, að ganga frekar lengra heldur hitt í sóttvörnum.“ Rögnvaldur bendir á að þrátt fyrir að bólusetning viðkvæmra hópa sé hafin þá séu alls ekki allir í þeim hóp komnir með bólusetningu. Þess vegna sé mikilvægt að sýna nærgætni og varkárni. „Staða Íslands er mjög sérstök. Við stöndum frammi fyrir því að geta létt á takmörkunum á meðan aðrir eru að herða þær og jafnvel umtalsvert. Svona árangur kemur ekki að sjálfu sér. Hann næst því allir hafa staðið sig og hjálpast að og á sama tíma er fólk orðið langeygt eftir því að fá umbun fyrir. Það er það sem við sjáum núna en á sama tíma þýðir þessi umbun að við þurfum að fara ennþá varlegar og passa okkur ennþá betur því þetta getur breyst fljótt. Við fylgjumst gríðarlega vel með því sem gerist inn í samfélaginu og ætlum okkur að bregðast hratt við ef breyting verður til verri vegar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Svona eru reglurnar á skíðasvæðunum sem opna á morgun eftir tíu mánaða hlé Skíðasvæði á Íslandi opna á morgun þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi. Ekki má þó taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju svæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu. 12. janúar 2021 15:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19
Svona eru reglurnar á skíðasvæðunum sem opna á morgun eftir tíu mánaða hlé Skíðasvæði á Íslandi opna á morgun þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi. Ekki má þó taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju svæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu. 12. janúar 2021 15:36