Búist við nýjum reglum á landamærunum innan nokkurra daga Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2021 19:21 Sóttvarnalæknir segir þann fjölda sem greinst hafi á landamærunum að undanförnu endurspegla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í öðrum löndum. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar sóttvarnareglur við landamærin á næstu dögum. Undanfarna daga og vikur hefur nokkur fjöldi fólks greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Í gær greindust til að mynda tuttugu og sex einstaklingar en þá komu þrjár flugvélar til landsins frá Varsjá, Kaupmannahöfn og Riga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga þessarra einstaklinga ekki endilega með virkt smit, heldur gamalt. „En þetta náttúrlega speglar útbreiðslu faraldursins erlendis. Það er mikil útbreiðsla þar. Þess vegna smitast margir á ferðalagi í útlöndum og koma heim með veiruna. Annað hvort veikjast í útlöndum eða koma heim með veiruna,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason hefur skilað nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra eftir að efasemdir komu fram um að tillaga hans um að skylda fólk sem ekki vill fara í tvöfalda skimun til að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi.Vísir/Vilhelm Aðallega sé um fólk með íslenska kennitölu og þá búsett hér að ræða. „En ríkisfang þessa fólks getur verið mismunandi. Það eru flestir Íslendingar. Það eru mjög margir Pólverjar í þessu hópi og önnur þjóðerni líka. Þess vegna er mjög mikilvægt að við höfum gott skipulag á skimunum og öðru slíku á landamærunum. Þær skimanir sem hafa verið í gangi hafa algerlega sannað gildi sitt,“ segir sóttvarnalæknir. Án þessara skimana væri ástandið hér mun verra. Efasemdir eru uppi um lagastoð fyrir tillögu Þórólfs til heilbrigðisráðherra um að skylda þá sem ekki velja tvær skimanir við komuna til landsins að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnarhúsi. „Þannig að þá þarf ég bara að koma með nýjar tillögur til að reyna að skerpa enn frekar á því að við lágmörkum áhættuna á smiti hingað inn. Það er verkefni dagsins í dag,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Almannavarnir Tengdar fréttir Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50 Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hefur nokkur fjöldi fólks greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Í gær greindust til að mynda tuttugu og sex einstaklingar en þá komu þrjár flugvélar til landsins frá Varsjá, Kaupmannahöfn og Riga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga þessarra einstaklinga ekki endilega með virkt smit, heldur gamalt. „En þetta náttúrlega speglar útbreiðslu faraldursins erlendis. Það er mikil útbreiðsla þar. Þess vegna smitast margir á ferðalagi í útlöndum og koma heim með veiruna. Annað hvort veikjast í útlöndum eða koma heim með veiruna,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason hefur skilað nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra eftir að efasemdir komu fram um að tillaga hans um að skylda fólk sem ekki vill fara í tvöfalda skimun til að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi.Vísir/Vilhelm Aðallega sé um fólk með íslenska kennitölu og þá búsett hér að ræða. „En ríkisfang þessa fólks getur verið mismunandi. Það eru flestir Íslendingar. Það eru mjög margir Pólverjar í þessu hópi og önnur þjóðerni líka. Þess vegna er mjög mikilvægt að við höfum gott skipulag á skimunum og öðru slíku á landamærunum. Þær skimanir sem hafa verið í gangi hafa algerlega sannað gildi sitt,“ segir sóttvarnalæknir. Án þessara skimana væri ástandið hér mun verra. Efasemdir eru uppi um lagastoð fyrir tillögu Þórólfs til heilbrigðisráðherra um að skylda þá sem ekki velja tvær skimanir við komuna til landsins að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnarhúsi. „Þannig að þá þarf ég bara að koma með nýjar tillögur til að reyna að skerpa enn frekar á því að við lágmörkum áhættuna á smiti hingað inn. Það er verkefni dagsins í dag,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Almannavarnir Tengdar fréttir Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50 Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50
Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59