Pep Guardiola bað sína menn um að hlaupa minna og allt fór að ganga betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 13:31 Pep Guardiola vildi að leikmennirnir sínir hættu að taka óþarfa hlaup. Getty/Fred Lee Knattspyrnustjórar pressa vanalega á það að leikmenn þeirra hlaupi sem mest inn á vellinum en einn sá besti í boltanum fór aftur á móti í þveröfuga átt á þessu tímabili. Manchester City hélt enn á nýju marki sínu hreinu í gær í 1-0 sigri á Brighton & Hove Albion og stigin þrjú færði liðið enn nærri toppliðum deildarinnar. Manchester City hefur nú unnið fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og sjö leiki í röð í öllum keppnum en liðið er nú komið upp í þriðja sæti deildarinnar auk þess að eiga leik inni á efstu tvö liðin. The surprising key to Manchester City's turnaround, according to Pep Guardiola yesterday: The only difference is we run less. We were running too much to play football you have to run much less. Story on this from last week: https://t.co/NnQaEtduGX— Joshua Robinson (@JoshRobinson23) January 13, 2021 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur fundið rétta leikskipulagið og réttu mennina til að loka vörn liðsins enda fær City liðið varla á sig mark þessa dagana. Blaðamenn spurðu Guardiola hvað hafi verið lykillinn að betri árangri liðsins á undanförnu og svar Spánverjans kom eflaust mörgum þeirra á óvart. „Aðalmunurinn er að við hlaupum minna. Við vorum að hlaupa of mikið í okkar leik. Þegar þú spilar fótbolta þá verður þú að ganga meira og hlaupa minna,“ sagði Pep Guardiola. „Þú verður vissulega að hlaupa án boltans en með boltann þá verður þú að halda betur stöðu og leyfa boltanum að ferðast frekar en þú sjálfur. Við höfum bætt okkur í þessu í þessum leikum,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola says running less is secret to Manchester City's surge in form, writes @RichJollyhttps://t.co/1QlqlmJpAN— The National Sport (@NatSportUAE) January 13, 2021 Pep Guardiola sagði jafnframt að liðið hafi tapað á því í byrjun tímabilsins að fá alltof lítið undirbúningstímabil. „Leikmennirnir mínir þurftu tíma til að komast í sitt besta form eftir að hafa ekki fengið neitt undirbúningstímabil,“ sagði Guardiola og nú er aftur farið að tala um Manchester City liðið sem meistaraefni. „Það er eðlilegt eftir góð úrslit og góða frammistöðu að fólk sjái það fyrir sér á ný að við getum gert það sem við gerðum áður. Við viljum halda því áfram,“ sagði Pep Guardiola. Phil Foden is now Manchester City's top goalscorer of the season with 8 goals in all competitions pic.twitter.com/8uYBRtEJCc— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Manchester City hélt enn á nýju marki sínu hreinu í gær í 1-0 sigri á Brighton & Hove Albion og stigin þrjú færði liðið enn nærri toppliðum deildarinnar. Manchester City hefur nú unnið fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og sjö leiki í röð í öllum keppnum en liðið er nú komið upp í þriðja sæti deildarinnar auk þess að eiga leik inni á efstu tvö liðin. The surprising key to Manchester City's turnaround, according to Pep Guardiola yesterday: The only difference is we run less. We were running too much to play football you have to run much less. Story on this from last week: https://t.co/NnQaEtduGX— Joshua Robinson (@JoshRobinson23) January 13, 2021 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur fundið rétta leikskipulagið og réttu mennina til að loka vörn liðsins enda fær City liðið varla á sig mark þessa dagana. Blaðamenn spurðu Guardiola hvað hafi verið lykillinn að betri árangri liðsins á undanförnu og svar Spánverjans kom eflaust mörgum þeirra á óvart. „Aðalmunurinn er að við hlaupum minna. Við vorum að hlaupa of mikið í okkar leik. Þegar þú spilar fótbolta þá verður þú að ganga meira og hlaupa minna,“ sagði Pep Guardiola. „Þú verður vissulega að hlaupa án boltans en með boltann þá verður þú að halda betur stöðu og leyfa boltanum að ferðast frekar en þú sjálfur. Við höfum bætt okkur í þessu í þessum leikum,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola says running less is secret to Manchester City's surge in form, writes @RichJollyhttps://t.co/1QlqlmJpAN— The National Sport (@NatSportUAE) January 13, 2021 Pep Guardiola sagði jafnframt að liðið hafi tapað á því í byrjun tímabilsins að fá alltof lítið undirbúningstímabil. „Leikmennirnir mínir þurftu tíma til að komast í sitt besta form eftir að hafa ekki fengið neitt undirbúningstímabil,“ sagði Guardiola og nú er aftur farið að tala um Manchester City liðið sem meistaraefni. „Það er eðlilegt eftir góð úrslit og góða frammistöðu að fólk sjái það fyrir sér á ný að við getum gert það sem við gerðum áður. Við viljum halda því áfram,“ sagði Pep Guardiola. Phil Foden is now Manchester City's top goalscorer of the season with 8 goals in all competitions pic.twitter.com/8uYBRtEJCc— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira