„Þetta er góð geðveiki“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 16:32 Hörður Axel Vilhjálmsson og Logi Gunnarsson eru fyrirliðar Reykjanesbæjarliðanna Keflavíkur og NJarðvíkur. Samsett/Daníel Þór og Bára Domino´s Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir endurræsingu tímabilsins með sérstökum aukaþætti í gærkvöldi og hér má finna alla umræðu þeirra um liðin sex sem Körfuboltakvöldið spáði að yrðu í efri hlutanum. Kjartan Atli Kjartansson, Benedikt Guðmundsson og Sævar Sævarsson fóru í gær yfir breytingarnar á liðum Domino´s deild karla í körfubolta á þessum hundrað dögum sem eru liðnir síðan síðast var spilað í deildinni. Við skiptum þættinum í tvo hluta hér inn á Vísi og í þessari grein má finna umfjöllun þeirra um sex efstu liðin í spánni sem voru KR, Valur, ÍR, Tindastóll, Keflavík og Stjarnan. Meðal annars var fjallað um landsliðsfyrirliðann og fyrirliða Keflavíkurliðsins sem er Hörður Axel Vilhjálmsson. Þremenningarnir ræddu bæði dugnað hans sem og dugnað fyrirliða Njarðvíkur, Loga Gunnarssonar. Hörður Axel Vilhjálmsson verður 33 ára gamall á árinu og er á sínu tólfta tímabili í úrvalsdeildinni auk nokkurra ára í atvinnumennsku. Hann hefur hins vegar aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. „Hörður Axel fékk að spila leik með landsliðinu og spilað afar vel með landsliðinu í búbblunni í Slóvakíu í nóvember. Hann var bara einn af betri mönnum liðsins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar talið barst að Herði Axel. „Þarna var gamli góði Hörður svolítið að koma því hann var að skora mikið sem hann hefur ekki þurft að gera í Keflavík þar sem hann hefur verið meira í því að mata félagana og setja upp sóknir. Þarna var hann að enda þær. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með honum og vonandi tekur hann þetta form með sér inn í deildina,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingar á liðunum sem var spáð 1. til 6. sæti Hörður Axel skrifaði pistil í desember eftir að ljóst var að keppni hæfist ekki fyrir jól. Þar sagði hann frá sinni upplifun að fá ekki að æfa sína íþrótt í svona langan tíma. „Á mínum langa ferli þá þekki ég tvo drengi sem eru manískir þegar kemur að æfingum. Það er Hörður Axel og það er Logi Gunnarsson. Ég get ímyndað mér hvað þetta hefur verið erfitt fyrir þá báða. Logi er búinn að vera virkilega duglegur í bílskúrnum en Hörður er þannig að hann verður að hafa bolta. Hann sefur með boltann. Hann hefur verið að fara yfir um að mega ekki æfa,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Ég er mjög góður vinur Loga og ég er viss um að Hörður sé svipaður. Logi var með körfubolta út í innkeyrslu hjá sér að skjóta á körfu. Ég vissi ekki að menn hefðu svona mikinn metnað eftir fimmtán ára aldur. Að þeir færu bara út í frosti, mokuðu innkeyrsluna og færu í körfubolta. Þetta eiga ungu körfuboltakrakkarnir að taka sér til fyrirmyndar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þetta er einhver týpa af geðveiki,“ sagði Sævar hlæjandi og Benedikt greip inn í: „Þetta er góð geðveiki því geðveiki getur verið jákvæð,“ sagði Benedikt. Það má finna þetta sem og alla umfjöllun þremenninganna um efstu sex liðin í spá Domino´s Körfuboltakvölds hérna fyrir ofan. Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Benedikt Guðmundsson og Sævar Sævarsson fóru í gær yfir breytingarnar á liðum Domino´s deild karla í körfubolta á þessum hundrað dögum sem eru liðnir síðan síðast var spilað í deildinni. Við skiptum þættinum í tvo hluta hér inn á Vísi og í þessari grein má finna umfjöllun þeirra um sex efstu liðin í spánni sem voru KR, Valur, ÍR, Tindastóll, Keflavík og Stjarnan. Meðal annars var fjallað um landsliðsfyrirliðann og fyrirliða Keflavíkurliðsins sem er Hörður Axel Vilhjálmsson. Þremenningarnir ræddu bæði dugnað hans sem og dugnað fyrirliða Njarðvíkur, Loga Gunnarssonar. Hörður Axel Vilhjálmsson verður 33 ára gamall á árinu og er á sínu tólfta tímabili í úrvalsdeildinni auk nokkurra ára í atvinnumennsku. Hann hefur hins vegar aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. „Hörður Axel fékk að spila leik með landsliðinu og spilað afar vel með landsliðinu í búbblunni í Slóvakíu í nóvember. Hann var bara einn af betri mönnum liðsins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar talið barst að Herði Axel. „Þarna var gamli góði Hörður svolítið að koma því hann var að skora mikið sem hann hefur ekki þurft að gera í Keflavík þar sem hann hefur verið meira í því að mata félagana og setja upp sóknir. Þarna var hann að enda þær. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með honum og vonandi tekur hann þetta form með sér inn í deildina,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingar á liðunum sem var spáð 1. til 6. sæti Hörður Axel skrifaði pistil í desember eftir að ljóst var að keppni hæfist ekki fyrir jól. Þar sagði hann frá sinni upplifun að fá ekki að æfa sína íþrótt í svona langan tíma. „Á mínum langa ferli þá þekki ég tvo drengi sem eru manískir þegar kemur að æfingum. Það er Hörður Axel og það er Logi Gunnarsson. Ég get ímyndað mér hvað þetta hefur verið erfitt fyrir þá báða. Logi er búinn að vera virkilega duglegur í bílskúrnum en Hörður er þannig að hann verður að hafa bolta. Hann sefur með boltann. Hann hefur verið að fara yfir um að mega ekki æfa,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Ég er mjög góður vinur Loga og ég er viss um að Hörður sé svipaður. Logi var með körfubolta út í innkeyrslu hjá sér að skjóta á körfu. Ég vissi ekki að menn hefðu svona mikinn metnað eftir fimmtán ára aldur. Að þeir færu bara út í frosti, mokuðu innkeyrsluna og færu í körfubolta. Þetta eiga ungu körfuboltakrakkarnir að taka sér til fyrirmyndar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þetta er einhver týpa af geðveiki,“ sagði Sævar hlæjandi og Benedikt greip inn í: „Þetta er góð geðveiki því geðveiki getur verið jákvæð,“ sagði Benedikt. Það má finna þetta sem og alla umfjöllun þremenninganna um efstu sex liðin í spá Domino´s Körfuboltakvölds hérna fyrir ofan. Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira