Valskonur sýndu í gærkvöldi að spárnar síðasta haust voru ekkert bull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 15:32 Blikinn Sóllilja Bjarnadóttir reynir skot á körfu í gær en hin unga Anna Lára Vignisdóttir hjá Keflavík reynir að verja skotið hennar. Vísir/Hulda Margrét Meistaraefnin í Vals sendu heldur betur frá sér skýr skilaboð þegar kvennakarfan fór aftur af stað eftir meira en hundrað daga hlé. Guðjón Guðmundsson fór yfir leiki gærkvöldsins í Domino´s deild kvenna í körfubolta en þar voru á ferðinni fyrstu deildarleikir á Íslandi í 99 daga. Valur vann 33 stiga á bikarmeisturum Skallagríms í gær, 91-58, í fyrstu umferðinni eftir kórónuveiruhléið. Skallagrímsliðið komst reyndar í 15-7 í upphafi leiks en Valsliðið svaraði með 19-5 spretti og leit ekki til baka eftir það. Valsliðið var allt annað en sannfærandi í haust þar sem eini sigur liðsins kom eftir kæru en nú voru þær búnar að endurheimta þrjár af bestu leikmönnum deildarinnar í þeim Helenu Sverrisdóttur, Hildi Björg Kjartansdóttur og Kiönu Johnson. Klippa: Gaupi fór yfir fjórðu umferð Domino´s deildar kvenna Skallagrímskonur unnu Val í meistarakeppninni í haust en þetta var allt annað Valslið sem þær voru að glíma við í gær. Breiddin í Vaksliðinu er svakalega og sjö leikmenn liðsins voru með ellefu eða hærra í framlagi í leiknum í gær. Kiana Johnson var með 19 stig og 8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir skoraði 15 stig, Ásta Júlía Grímsdóttir kom með 14 stig og 9 fráköst af bekknum og Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 13 stig og tók 8 fráköst. Þá var Helena Sverrisdóttir með 7 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta á 26 mínútum í sínum fyrsta leik eftir barnsburð. Helena hitti ekki vel en hafði að venju gríðarlega áhrif á leikinn með leikskilningi sínum og ákvörðunartöku. Haukakonur sendu einnig skýr skilaboð í sannfærandi sigri á spútnikliði Fjölnis, 70-54. Fjölnir, sem vann alla þrjá leiki sína í haust, tefldi fram fjórum erlendum leikmönnum í leiknum en engum leikmanni liðsins tókst að skora meira en níu stig. Haukaliðið átti þrjá stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Alyesha Lovett (23 stig), Bríeti Sif Hinriksdóttur (13 stig) og Evu Margréti Kristjánsdóttur (12 stig) og með þessum sigri komst liðið á toppinn í deildinni. Snæfell lék sinn fyrsta leik með Haiden Denise Palmer og fagnaði sínum fyrsti sigri með því að vinna KR 87-75 í uppgjör tveggja liða sem töpuðu öllum leikjum sínum í haust. Palmer missti af leikjunum í haust en var með 25 stig, 11 stolna bolta, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í gær. Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 19 stig og Rebekka Rán Karlsdóttir var með 13 stig. Keflavík vann tíu stiga endurkomusigur á Breiðabliki í Smáranum, 66-56, en Keflavíkurkonur unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 22-6. Daniela Wallen Morillo skoraði 19 stig og tók 11 fráköst en fimm næstu leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu á bilinu sjö til níu stig. 20 stig frá Þórdísi Jónu Kristjánsdóttur og fjórtán fráköst frá Isabellu Ósk Sigurðardóttur dugðu ekki Blikaliðinu. Hér fyrir ofan má sjá Gaupa fara yfir alla leikina í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Guðjón Guðmundsson fór yfir leiki gærkvöldsins í Domino´s deild kvenna í körfubolta en þar voru á ferðinni fyrstu deildarleikir á Íslandi í 99 daga. Valur vann 33 stiga á bikarmeisturum Skallagríms í gær, 91-58, í fyrstu umferðinni eftir kórónuveiruhléið. Skallagrímsliðið komst reyndar í 15-7 í upphafi leiks en Valsliðið svaraði með 19-5 spretti og leit ekki til baka eftir það. Valsliðið var allt annað en sannfærandi í haust þar sem eini sigur liðsins kom eftir kæru en nú voru þær búnar að endurheimta þrjár af bestu leikmönnum deildarinnar í þeim Helenu Sverrisdóttur, Hildi Björg Kjartansdóttur og Kiönu Johnson. Klippa: Gaupi fór yfir fjórðu umferð Domino´s deildar kvenna Skallagrímskonur unnu Val í meistarakeppninni í haust en þetta var allt annað Valslið sem þær voru að glíma við í gær. Breiddin í Vaksliðinu er svakalega og sjö leikmenn liðsins voru með ellefu eða hærra í framlagi í leiknum í gær. Kiana Johnson var með 19 stig og 8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir skoraði 15 stig, Ásta Júlía Grímsdóttir kom með 14 stig og 9 fráköst af bekknum og Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 13 stig og tók 8 fráköst. Þá var Helena Sverrisdóttir með 7 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta á 26 mínútum í sínum fyrsta leik eftir barnsburð. Helena hitti ekki vel en hafði að venju gríðarlega áhrif á leikinn með leikskilningi sínum og ákvörðunartöku. Haukakonur sendu einnig skýr skilaboð í sannfærandi sigri á spútnikliði Fjölnis, 70-54. Fjölnir, sem vann alla þrjá leiki sína í haust, tefldi fram fjórum erlendum leikmönnum í leiknum en engum leikmanni liðsins tókst að skora meira en níu stig. Haukaliðið átti þrjá stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Alyesha Lovett (23 stig), Bríeti Sif Hinriksdóttur (13 stig) og Evu Margréti Kristjánsdóttur (12 stig) og með þessum sigri komst liðið á toppinn í deildinni. Snæfell lék sinn fyrsta leik með Haiden Denise Palmer og fagnaði sínum fyrsti sigri með því að vinna KR 87-75 í uppgjör tveggja liða sem töpuðu öllum leikjum sínum í haust. Palmer missti af leikjunum í haust en var með 25 stig, 11 stolna bolta, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í gær. Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 19 stig og Rebekka Rán Karlsdóttir var með 13 stig. Keflavík vann tíu stiga endurkomusigur á Breiðabliki í Smáranum, 66-56, en Keflavíkurkonur unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 22-6. Daniela Wallen Morillo skoraði 19 stig og tók 11 fráköst en fimm næstu leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu á bilinu sjö til níu stig. 20 stig frá Þórdísi Jónu Kristjánsdóttur og fjórtán fráköst frá Isabellu Ósk Sigurðardóttur dugðu ekki Blikaliðinu. Hér fyrir ofan má sjá Gaupa fara yfir alla leikina í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik