Valskonur sýndu í gærkvöldi að spárnar síðasta haust voru ekkert bull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 15:32 Blikinn Sóllilja Bjarnadóttir reynir skot á körfu í gær en hin unga Anna Lára Vignisdóttir hjá Keflavík reynir að verja skotið hennar. Vísir/Hulda Margrét Meistaraefnin í Vals sendu heldur betur frá sér skýr skilaboð þegar kvennakarfan fór aftur af stað eftir meira en hundrað daga hlé. Guðjón Guðmundsson fór yfir leiki gærkvöldsins í Domino´s deild kvenna í körfubolta en þar voru á ferðinni fyrstu deildarleikir á Íslandi í 99 daga. Valur vann 33 stiga á bikarmeisturum Skallagríms í gær, 91-58, í fyrstu umferðinni eftir kórónuveiruhléið. Skallagrímsliðið komst reyndar í 15-7 í upphafi leiks en Valsliðið svaraði með 19-5 spretti og leit ekki til baka eftir það. Valsliðið var allt annað en sannfærandi í haust þar sem eini sigur liðsins kom eftir kæru en nú voru þær búnar að endurheimta þrjár af bestu leikmönnum deildarinnar í þeim Helenu Sverrisdóttur, Hildi Björg Kjartansdóttur og Kiönu Johnson. Klippa: Gaupi fór yfir fjórðu umferð Domino´s deildar kvenna Skallagrímskonur unnu Val í meistarakeppninni í haust en þetta var allt annað Valslið sem þær voru að glíma við í gær. Breiddin í Vaksliðinu er svakalega og sjö leikmenn liðsins voru með ellefu eða hærra í framlagi í leiknum í gær. Kiana Johnson var með 19 stig og 8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir skoraði 15 stig, Ásta Júlía Grímsdóttir kom með 14 stig og 9 fráköst af bekknum og Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 13 stig og tók 8 fráköst. Þá var Helena Sverrisdóttir með 7 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta á 26 mínútum í sínum fyrsta leik eftir barnsburð. Helena hitti ekki vel en hafði að venju gríðarlega áhrif á leikinn með leikskilningi sínum og ákvörðunartöku. Haukakonur sendu einnig skýr skilaboð í sannfærandi sigri á spútnikliði Fjölnis, 70-54. Fjölnir, sem vann alla þrjá leiki sína í haust, tefldi fram fjórum erlendum leikmönnum í leiknum en engum leikmanni liðsins tókst að skora meira en níu stig. Haukaliðið átti þrjá stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Alyesha Lovett (23 stig), Bríeti Sif Hinriksdóttur (13 stig) og Evu Margréti Kristjánsdóttur (12 stig) og með þessum sigri komst liðið á toppinn í deildinni. Snæfell lék sinn fyrsta leik með Haiden Denise Palmer og fagnaði sínum fyrsti sigri með því að vinna KR 87-75 í uppgjör tveggja liða sem töpuðu öllum leikjum sínum í haust. Palmer missti af leikjunum í haust en var með 25 stig, 11 stolna bolta, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í gær. Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 19 stig og Rebekka Rán Karlsdóttir var með 13 stig. Keflavík vann tíu stiga endurkomusigur á Breiðabliki í Smáranum, 66-56, en Keflavíkurkonur unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 22-6. Daniela Wallen Morillo skoraði 19 stig og tók 11 fráköst en fimm næstu leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu á bilinu sjö til níu stig. 20 stig frá Þórdísi Jónu Kristjánsdóttur og fjórtán fráköst frá Isabellu Ósk Sigurðardóttur dugðu ekki Blikaliðinu. Hér fyrir ofan má sjá Gaupa fara yfir alla leikina í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Guðjón Guðmundsson fór yfir leiki gærkvöldsins í Domino´s deild kvenna í körfubolta en þar voru á ferðinni fyrstu deildarleikir á Íslandi í 99 daga. Valur vann 33 stiga á bikarmeisturum Skallagríms í gær, 91-58, í fyrstu umferðinni eftir kórónuveiruhléið. Skallagrímsliðið komst reyndar í 15-7 í upphafi leiks en Valsliðið svaraði með 19-5 spretti og leit ekki til baka eftir það. Valsliðið var allt annað en sannfærandi í haust þar sem eini sigur liðsins kom eftir kæru en nú voru þær búnar að endurheimta þrjár af bestu leikmönnum deildarinnar í þeim Helenu Sverrisdóttur, Hildi Björg Kjartansdóttur og Kiönu Johnson. Klippa: Gaupi fór yfir fjórðu umferð Domino´s deildar kvenna Skallagrímskonur unnu Val í meistarakeppninni í haust en þetta var allt annað Valslið sem þær voru að glíma við í gær. Breiddin í Vaksliðinu er svakalega og sjö leikmenn liðsins voru með ellefu eða hærra í framlagi í leiknum í gær. Kiana Johnson var með 19 stig og 8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir skoraði 15 stig, Ásta Júlía Grímsdóttir kom með 14 stig og 9 fráköst af bekknum og Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 13 stig og tók 8 fráköst. Þá var Helena Sverrisdóttir með 7 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta á 26 mínútum í sínum fyrsta leik eftir barnsburð. Helena hitti ekki vel en hafði að venju gríðarlega áhrif á leikinn með leikskilningi sínum og ákvörðunartöku. Haukakonur sendu einnig skýr skilaboð í sannfærandi sigri á spútnikliði Fjölnis, 70-54. Fjölnir, sem vann alla þrjá leiki sína í haust, tefldi fram fjórum erlendum leikmönnum í leiknum en engum leikmanni liðsins tókst að skora meira en níu stig. Haukaliðið átti þrjá stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Alyesha Lovett (23 stig), Bríeti Sif Hinriksdóttur (13 stig) og Evu Margréti Kristjánsdóttur (12 stig) og með þessum sigri komst liðið á toppinn í deildinni. Snæfell lék sinn fyrsta leik með Haiden Denise Palmer og fagnaði sínum fyrsti sigri með því að vinna KR 87-75 í uppgjör tveggja liða sem töpuðu öllum leikjum sínum í haust. Palmer missti af leikjunum í haust en var með 25 stig, 11 stolna bolta, 8 fráköst og 8 stoðsendingar í gær. Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 19 stig og Rebekka Rán Karlsdóttir var með 13 stig. Keflavík vann tíu stiga endurkomusigur á Breiðabliki í Smáranum, 66-56, en Keflavíkurkonur unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 22-6. Daniela Wallen Morillo skoraði 19 stig og tók 11 fráköst en fimm næstu leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu á bilinu sjö til níu stig. 20 stig frá Þórdísi Jónu Kristjánsdóttur og fjórtán fráköst frá Isabellu Ósk Sigurðardóttur dugðu ekki Blikaliðinu. Hér fyrir ofan má sjá Gaupa fara yfir alla leikina í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum