Enski boltinn

„Ekki hægt að banna mönnum að fagna mörkum“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Leikmenn Man City gátu ekki stillt sig um faðmlög þegar Phil Foden skoraði gegn Brighton á dögunum.
Leikmenn Man City gátu ekki stillt sig um faðmlög þegar Phil Foden skoraði gegn Brighton á dögunum. vísir/Getty

Pep Guardiola, stjóri Man City, skilur vel nýjustu tilmæli ensku úrvalsdeildarinnar en sér ekki fram á að leikmenn geti sleppt því að fagna mörkum.

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa hvatt leikmenn til að halda fjarlægð þegar mörkum er fagnað en það hefur gengið illa að fá leikmenn til þess.

Spánverjinn ástríðufulli segir það vera erfitt fyrir leikmenn í hita leiksins að eiga að sleppa því að fagna mörkum.

„Við viljum fylgja því sem úrvalsdeildin er að leggja til en ég veit ekki hvort við getum sleppt því að fagna saman þegar við skorum,“ segir Guardiola.

„Ég ber virðingu fyrir þessum tilmælum og skil fullkomlega hvað þeir eru að reyna að gera. Það fylgja allir reglunum um fjarlægðarmörkin (e. social distancing). Við verðum að gera það.“

„Þegar kemur að leikdegi er búið að ganga úr skugga um að allir séu neikvæðir. Þegar einhver skorar mark held ég að það sé ekki hægt að sleppa því að fagna með markaskoraranum,“ segir Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×