Ábyrg uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. janúar 2021 07:31 Þegar náttúruhamfarir skella á eru viðbrögðin fyrstu dagana og vikurnar oft óskipuleg og ná oft ekki að draga úr neyð allra á jafnan hátt, enda oft byggð á takmörkuðum gögnum um áhrif hamfaranna. En eftir því sem lengri tími líður, þá verður ástandið og þarfir þeirra sem urðu fyrir hamförunum ljósari og því hægt að bæta þær ákvarðanir sem teknar eru um hvernig hjálpa má fólki að komast aftur á réttan kjöl. Það að bregðast við heimsfaraldri eins og COVID-19 er að mörgu leyti svipað og að bregðast við náttúruhamförum. Við reynum að takmarka útbreiðsluna, að hlúa að þeim sem að sýkjast og að draga úr áhrifum hans á þjóðfélagið allt. Blessunarlega nýttum við Íslendingar okkur reynslu og þekkingu fólks sem er vant að takast á við náttúruhamfarir í þessari baráttu og bættum inn í það teymi fólk með mikla þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í hita leiksins eru oft teknar ákvarðanir sem síðar reynast mistök, en svo lengi sem þær voru teknar út frá bestu fáanlegum upplýsingum á þeim tíma og svo lengi sem við lærum af þeim, þá er ekki um mistök að ræða, heldur lærdóm. Þetta höfum við séð gerast í viðbrögðum Íslands við COVID-19 og það hefur verið aðdáunarvert hversu vel þríeykið svokallaða hefur verið tilbúið til að viðurkenna þann lærdóm sem það hefur dregið af eigin ákvörðunum. En heimsfaraldrar eins og COVID-19 hafa ekki bara áhrif á heilsu fólks og möguleika heilbrigðiskerfisins að sinna þeim. Þeir hafa einnig mikil efnahagsleg áhrif, sér í lagi á landi eins og Íslandi sem hefur undanfarinn áratug reitt sig á ferðamannaiðnaðinn sem grunnstoð í vexti hagkerfisins. Þar að auki hafa takmarkanir á starfssemi ýmissa aðila í þjónustugeiranum orsakað gífurlegt tekjutap. Því miður er það þannig að þegar kemur að öðrum sviðum en sóttvörnum og heilsu fólks, þá eru það stjórnmálamenn með litla til enga reynslu af krísustjórnun sem ráða ferðinni. Þetta sést glöggt á því að flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið ár einblína á það að setja vandamálin á frost. Margar af þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið nýtast fyrirtækjum og einstaklingum illa og sumar hafa jafnvel kynnt undir uppsagnir og atvinnuleysi. En ólíkt reyndum krísustjórnendum þá virðist flestum stjórnmálamönnum vera ómögulegt að viðurkenna mistök og draga af þeim lærdóma. Nú þegar við erum farin að sjá glitta í ljósið við enda ganganna og við þurfum ekki lengur að einblína á þá heilbrigðisvá sem átt hefur hug okkar síðastliðið ár, þá er mikilvægt að við hugsum af alvöru að þeirri uppbyggingu sem framundan er. Þau okkar sem hafa brugðist við fjölda náttúruhamfara í gegnum árin vitum að það er oft erfiðasti og mest krefjandi fasinn, fasi sem oft verður litaður af pólítískum vanmætti og spillingu. Við vitum líka að þegar kemur að uppbyggingu er mikilvægt að byggja ekki upp sama viðkvæma samfélagið upp aftur, heldur nýta tækifærið til að laga þá hluti sem betur mega fara, rétt eins og eftir jarðskjálfta byggjum við ekki upp sama viðkvæma húsið sem hrundi, heldur lærum af reynslunni og byggjum sterkara hús á betri stað. Það gleymist líka að COVID-19 faraldurinn er bara ein af mörgum krísum sem framundan eru fyrir mannkynið allt. Við erum á hraðri leið inn í vaxandi áhrif loftlagsbreytinga og hin öra tæknivæðing er að gera mörg þau störf úrelt sem við vinnum í dag. Þegar kemur að uppbyggingu eftir COVID-19 faraldurinn er mjög mikilvægt að við gerum okkar samfélag betur í stakk búið að takast á við þessar framtíðaráskoranir. Næstu ár munu skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Tekst okkur að komast út úr þeirri djúpu efnahagslægð sem heimsfaraldurinn hefur orsakað og við erum aðeins rétt byrjuð að finna fyrir, eða munu stjórnmálamenn tala í galdralausnum og innantómum loforðum sem hafa lítil raunveruleg áhrif hafa á líf fólks. Það er á slíkum tímum sem það er mikilvægt að hafa stjórnmálamenn sem trúa á gagnsæi, ábyrgð, gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Stjórnmálamenn sem byggja ákvarðanir á gögnum en ekki sérhagsmunum. Stjórnmálamenn sem eru með hag þjóðarinnar allrar að leiðarjósi í stað eigin hagsmuna. Það eru þessi grunngildi sem Píratar hafa og gerir þá að þeim flokk á Íslandi sem best er til þess fallinn að tryggja ábyrga, vel upplýsta og sanngjarna uppbyggingu Íslands á komandi árum. Uppbyggingu þar sem raddir fólks fá að hljóma og hafa áhrif á það hvaða lausnir verða fyrir valinu. Uppbyggingu þar sem gögn eru nýtt til að öðlast skilning um möguleg áhrif þeirra lausna sem lagðar eru fram. Uppbyggingu þar sem jöfnuður og réttindi eru tryggð en ekki bara hagsmunir fámennra sérhagsmunahópa. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í SV-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar og höfundur bókarinnar Leiðtogi á neyðarstund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Þegar náttúruhamfarir skella á eru viðbrögðin fyrstu dagana og vikurnar oft óskipuleg og ná oft ekki að draga úr neyð allra á jafnan hátt, enda oft byggð á takmörkuðum gögnum um áhrif hamfaranna. En eftir því sem lengri tími líður, þá verður ástandið og þarfir þeirra sem urðu fyrir hamförunum ljósari og því hægt að bæta þær ákvarðanir sem teknar eru um hvernig hjálpa má fólki að komast aftur á réttan kjöl. Það að bregðast við heimsfaraldri eins og COVID-19 er að mörgu leyti svipað og að bregðast við náttúruhamförum. Við reynum að takmarka útbreiðsluna, að hlúa að þeim sem að sýkjast og að draga úr áhrifum hans á þjóðfélagið allt. Blessunarlega nýttum við Íslendingar okkur reynslu og þekkingu fólks sem er vant að takast á við náttúruhamfarir í þessari baráttu og bættum inn í það teymi fólk með mikla þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í hita leiksins eru oft teknar ákvarðanir sem síðar reynast mistök, en svo lengi sem þær voru teknar út frá bestu fáanlegum upplýsingum á þeim tíma og svo lengi sem við lærum af þeim, þá er ekki um mistök að ræða, heldur lærdóm. Þetta höfum við séð gerast í viðbrögðum Íslands við COVID-19 og það hefur verið aðdáunarvert hversu vel þríeykið svokallaða hefur verið tilbúið til að viðurkenna þann lærdóm sem það hefur dregið af eigin ákvörðunum. En heimsfaraldrar eins og COVID-19 hafa ekki bara áhrif á heilsu fólks og möguleika heilbrigðiskerfisins að sinna þeim. Þeir hafa einnig mikil efnahagsleg áhrif, sér í lagi á landi eins og Íslandi sem hefur undanfarinn áratug reitt sig á ferðamannaiðnaðinn sem grunnstoð í vexti hagkerfisins. Þar að auki hafa takmarkanir á starfssemi ýmissa aðila í þjónustugeiranum orsakað gífurlegt tekjutap. Því miður er það þannig að þegar kemur að öðrum sviðum en sóttvörnum og heilsu fólks, þá eru það stjórnmálamenn með litla til enga reynslu af krísustjórnun sem ráða ferðinni. Þetta sést glöggt á því að flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið ár einblína á það að setja vandamálin á frost. Margar af þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið nýtast fyrirtækjum og einstaklingum illa og sumar hafa jafnvel kynnt undir uppsagnir og atvinnuleysi. En ólíkt reyndum krísustjórnendum þá virðist flestum stjórnmálamönnum vera ómögulegt að viðurkenna mistök og draga af þeim lærdóma. Nú þegar við erum farin að sjá glitta í ljósið við enda ganganna og við þurfum ekki lengur að einblína á þá heilbrigðisvá sem átt hefur hug okkar síðastliðið ár, þá er mikilvægt að við hugsum af alvöru að þeirri uppbyggingu sem framundan er. Þau okkar sem hafa brugðist við fjölda náttúruhamfara í gegnum árin vitum að það er oft erfiðasti og mest krefjandi fasinn, fasi sem oft verður litaður af pólítískum vanmætti og spillingu. Við vitum líka að þegar kemur að uppbyggingu er mikilvægt að byggja ekki upp sama viðkvæma samfélagið upp aftur, heldur nýta tækifærið til að laga þá hluti sem betur mega fara, rétt eins og eftir jarðskjálfta byggjum við ekki upp sama viðkvæma húsið sem hrundi, heldur lærum af reynslunni og byggjum sterkara hús á betri stað. Það gleymist líka að COVID-19 faraldurinn er bara ein af mörgum krísum sem framundan eru fyrir mannkynið allt. Við erum á hraðri leið inn í vaxandi áhrif loftlagsbreytinga og hin öra tæknivæðing er að gera mörg þau störf úrelt sem við vinnum í dag. Þegar kemur að uppbyggingu eftir COVID-19 faraldurinn er mjög mikilvægt að við gerum okkar samfélag betur í stakk búið að takast á við þessar framtíðaráskoranir. Næstu ár munu skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Tekst okkur að komast út úr þeirri djúpu efnahagslægð sem heimsfaraldurinn hefur orsakað og við erum aðeins rétt byrjuð að finna fyrir, eða munu stjórnmálamenn tala í galdralausnum og innantómum loforðum sem hafa lítil raunveruleg áhrif hafa á líf fólks. Það er á slíkum tímum sem það er mikilvægt að hafa stjórnmálamenn sem trúa á gagnsæi, ábyrgð, gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Stjórnmálamenn sem byggja ákvarðanir á gögnum en ekki sérhagsmunum. Stjórnmálamenn sem eru með hag þjóðarinnar allrar að leiðarjósi í stað eigin hagsmuna. Það eru þessi grunngildi sem Píratar hafa og gerir þá að þeim flokk á Íslandi sem best er til þess fallinn að tryggja ábyrga, vel upplýsta og sanngjarna uppbyggingu Íslands á komandi árum. Uppbyggingu þar sem raddir fólks fá að hljóma og hafa áhrif á það hvaða lausnir verða fyrir valinu. Uppbyggingu þar sem gögn eru nýtt til að öðlast skilning um möguleg áhrif þeirra lausna sem lagðar eru fram. Uppbyggingu þar sem jöfnuður og réttindi eru tryggð en ekki bara hagsmunir fámennra sérhagsmunahópa. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í SV-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar og höfundur bókarinnar Leiðtogi á neyðarstund.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar