„Liverpool menn verða stressaðir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 08:31 Liverpool menn hópast að Craig Pawson dómara en mörgum finnst að leikmenn Liverpool hafi vælt of mikið undan dómgæslunni á þessari leiktíð. Getty/Robbie Jay Barratt Manchester United getur náð sex stiga forskoti á Liverpool með sigri í toppslag liðanna um helgina og gömul Liverpool kempa segir að leikmenn Liverpool séu nú í svolítið nýrri stöðu miðað við undanfarin misseri. Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Lierpool, segir að leikmenn Liverpool verði í fyrsta sinn í langan tíma taugaóstyrkir þegar þeir labba inn á völlinn fyrir stórleikinn á móti Manchester United á sunnudaginn. Leikmenn Ole Gunnar Solskjær hafa unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum og komust upp fyrir Liverpool með sigri í vikunni. Liverpool liðið hefur aftur á móti verið í basli síðan um jólin. „Þegar þú ert topplið þá hefur þú bara áhyggjur af þínu liði. Þannig hefur þetta verið hjá Liverpool undanfarin ár en það hefur verið erfitt fyrir liðið á þessu tímabili. Liverpool liðið er að blása og mása og það er staðreynd. Þeir eru ekki sama lið og ekki með sama stöðugleika. Þeir eru samt í öðru sæti í deildinni,“ sagði Graeme Souness í hlaðvarpsþættinum Pitch to Post sem Sky Sports skrifaði upp úr. Graeme Souness insists Liverpool will be nervous going into a game against Manchester United for the first time in years, but should edge it.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 15, 2021 „Þeir munu hugsa þetta þannig að þó að þeir séu ekki í góðum gír þá eru þeir samt sem áður í öðru sæti deildarinnar og enn með í baráttunni. Ef það er einn leikur sem United vill vinna og einn leikur sem Liverpool vill vinna þá er það þessi leikur. Metingurinn er rosalegur og hefur alltaf verið til staðar. Þetta eru tveir risaklúbbar sem hafa náð miklum árangri,“ sagði Souness. Hafa tapað stigum sem enginn átti von á „Ég held að í fyrsta sinn í langan tíma þá munu Liverpool menn vera stressaðir fyrir leik. Þeir hafa verið lofaðir stanslaust í tvö ár og réttilega því fótbolti liðsins hefur verið stórkostlegur. Hann er ekki í sama klassa á þessu tímabili og þá sérstaklega hvað varðar stöðugleikann. Þessa vegna hafa þeir tapað stigum sem enginn átti von á að þeir gerðu,“ sagði Souness. „Þegar þeir eru upp á sitt besta þá hrella þeir mótherjanna ekki síst framarlega á vellinum. Ég hef ekki séð reglulega á þessu tímabili. United mætir líka í þennan leik sem hópur manna sem telja sig geta náð í úrslit. Takist það hjá þeim þá komast þeir á enn meira skrið,“ sagði Souness. SUNDAY: Liverpool Manchester United pic.twitter.com/m2fcfsDxOY— Goal (@goal) January 12, 2021 Uppkoma Manchester United á þessu tímabili hefur komið Graeme Souness á óvart. „Ef þú hefðir sagt við mig í byrjun tímabilsins að United væri að fara að mæta Liverpool á þessum tíma, þremur stigum á undan, þá hefði ég svarað að það væri ekki að fara að gerast. Við erum stödd á einu óvenjulegasta tímabilinu sem ég man eftir. United liðið á samt skilið hrós því þeir hafa sýnt ákveðni og þrautseigju og með því tekist að skríða aftur inn í titilbaráttuna,“ sagði Souness. Ekki hægt að finna betri tíma „United er að fara á Anfield á góðum tíma og líklega er ekki hægt að finna betri tíma fyrir þá. Liverpool er að leita að stöðugleika sem þeir hafa búið að undanfarin þrjú ár og er ástæðan fyrir því að þeir hafa unnið alla þessa titla,“ sagði Souness en hvernig fer leikurinn? „United mun ógna Liverpool og þessi leikur fer fram á áhorfendalausum Anfield. Liverpool fær því ekki þennan vanalega stuðning í leiknum. Það er erfitt að spá fyrir um úrslitin en ég trúi því samt að Liverpool liðið mæti öflugt í þennan leik. Allison á eftir að eiga góðan dag, fjögurra manna varnarlínan mun halda vel og Liverpool liðið verður aðeins of sterkt fyrir United,“ sagði Graeme Souness en það má finna allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Sjá meira
Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Lierpool, segir að leikmenn Liverpool verði í fyrsta sinn í langan tíma taugaóstyrkir þegar þeir labba inn á völlinn fyrir stórleikinn á móti Manchester United á sunnudaginn. Leikmenn Ole Gunnar Solskjær hafa unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum og komust upp fyrir Liverpool með sigri í vikunni. Liverpool liðið hefur aftur á móti verið í basli síðan um jólin. „Þegar þú ert topplið þá hefur þú bara áhyggjur af þínu liði. Þannig hefur þetta verið hjá Liverpool undanfarin ár en það hefur verið erfitt fyrir liðið á þessu tímabili. Liverpool liðið er að blása og mása og það er staðreynd. Þeir eru ekki sama lið og ekki með sama stöðugleika. Þeir eru samt í öðru sæti í deildinni,“ sagði Graeme Souness í hlaðvarpsþættinum Pitch to Post sem Sky Sports skrifaði upp úr. Graeme Souness insists Liverpool will be nervous going into a game against Manchester United for the first time in years, but should edge it.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 15, 2021 „Þeir munu hugsa þetta þannig að þó að þeir séu ekki í góðum gír þá eru þeir samt sem áður í öðru sæti deildarinnar og enn með í baráttunni. Ef það er einn leikur sem United vill vinna og einn leikur sem Liverpool vill vinna þá er það þessi leikur. Metingurinn er rosalegur og hefur alltaf verið til staðar. Þetta eru tveir risaklúbbar sem hafa náð miklum árangri,“ sagði Souness. Hafa tapað stigum sem enginn átti von á „Ég held að í fyrsta sinn í langan tíma þá munu Liverpool menn vera stressaðir fyrir leik. Þeir hafa verið lofaðir stanslaust í tvö ár og réttilega því fótbolti liðsins hefur verið stórkostlegur. Hann er ekki í sama klassa á þessu tímabili og þá sérstaklega hvað varðar stöðugleikann. Þessa vegna hafa þeir tapað stigum sem enginn átti von á að þeir gerðu,“ sagði Souness. „Þegar þeir eru upp á sitt besta þá hrella þeir mótherjanna ekki síst framarlega á vellinum. Ég hef ekki séð reglulega á þessu tímabili. United mætir líka í þennan leik sem hópur manna sem telja sig geta náð í úrslit. Takist það hjá þeim þá komast þeir á enn meira skrið,“ sagði Souness. SUNDAY: Liverpool Manchester United pic.twitter.com/m2fcfsDxOY— Goal (@goal) January 12, 2021 Uppkoma Manchester United á þessu tímabili hefur komið Graeme Souness á óvart. „Ef þú hefðir sagt við mig í byrjun tímabilsins að United væri að fara að mæta Liverpool á þessum tíma, þremur stigum á undan, þá hefði ég svarað að það væri ekki að fara að gerast. Við erum stödd á einu óvenjulegasta tímabilinu sem ég man eftir. United liðið á samt skilið hrós því þeir hafa sýnt ákveðni og þrautseigju og með því tekist að skríða aftur inn í titilbaráttuna,“ sagði Souness. Ekki hægt að finna betri tíma „United er að fara á Anfield á góðum tíma og líklega er ekki hægt að finna betri tíma fyrir þá. Liverpool er að leita að stöðugleika sem þeir hafa búið að undanfarin þrjú ár og er ástæðan fyrir því að þeir hafa unnið alla þessa titla,“ sagði Souness en hvernig fer leikurinn? „United mun ógna Liverpool og þessi leikur fer fram á áhorfendalausum Anfield. Liverpool fær því ekki þennan vanalega stuðning í leiknum. Það er erfitt að spá fyrir um úrslitin en ég trúi því samt að Liverpool liðið mæti öflugt í þennan leik. Allison á eftir að eiga góðan dag, fjögurra manna varnarlínan mun halda vel og Liverpool liðið verður aðeins of sterkt fyrir United,“ sagði Graeme Souness en það má finna allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Sjá meira