Sir Alex hefur þekkt Marcus Rashford síðan strákurinn var sjö ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 13:01 Marcus Rashford fagnar marki fyrir Manchester United á móti Wolverhampton Wanderers á Old Trafford. Getty/Michael Regan Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sendi framherjanum Marcus Rashford flotta kveðju í gærkvöldi. Marcus Rashford náði reyndar ekki að spila fyrir Sir Alex Ferguson en knattspyrnustjórinn sigursæli vissi samt af honum. Marcus Rashford fékk í gærkvöldi sérstaka viðurkenningu frá samtökum fótboltablaðamanna fyrir framlag sitt utan vallar en hann hefur barist fyrir að fátæk börn í Bretlandi fái mat í skólanum. Margir hafa hrósað leikmanninum unga fyrir þetta baráttumál hans og hefur hann sýnt mikinn þroska í herferð sinni. Ferguson var mjög ánægður með að uppalinn strákur hjá Manchester United sé að gera svona góða hluti og fá svona verðlaun. Við það tilefni sendi Sir Alex líka Marcus Rashford kveðju og hrósaði þar stráknum eins og sjá má hér fyrir neðan. "I have known him since he was seven years of age and seen him develop into a truly wonderful person"Sir Alex Ferguson has hailed Marcus Rashford after he was recognised by the Football Writers' Association for his achievements on and off the pitchpic.twitter.com/PyE5iUYeyw— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 14, 2021 „Ég vil óska Marcus til hamingju með afrek sín og framsögu sína hér í kvöld. Ég hef þekkt strákinn síðan að hann var sjö ára gamall og ég sá hann koma upp í gegnum unglingastarfið hjá Manchester United,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Hann er orðinn yndisleg manneskja og fyrir utan fótboltalífið hans þá er magnað að sjá hvað hann hefur afrekað utan vallarins. Hann hefur hjálpað fólki sem hefur þurft mikið á því að halda,“ sagði Sir Alex. „Hann hefur ekki síst sýnt ungu fólki að það eru til aðrar leiðir til að fara í lífinu. Hann hefur sýnt mikla manngæsku og hugrekki að gera það sem hann hefur gert. Hann á þetta mikið skilið. Marcus vel gert,“ sagði Sir Alex Ferguson eins og sjá má hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Marcus Rashford náði reyndar ekki að spila fyrir Sir Alex Ferguson en knattspyrnustjórinn sigursæli vissi samt af honum. Marcus Rashford fékk í gærkvöldi sérstaka viðurkenningu frá samtökum fótboltablaðamanna fyrir framlag sitt utan vallar en hann hefur barist fyrir að fátæk börn í Bretlandi fái mat í skólanum. Margir hafa hrósað leikmanninum unga fyrir þetta baráttumál hans og hefur hann sýnt mikinn þroska í herferð sinni. Ferguson var mjög ánægður með að uppalinn strákur hjá Manchester United sé að gera svona góða hluti og fá svona verðlaun. Við það tilefni sendi Sir Alex líka Marcus Rashford kveðju og hrósaði þar stráknum eins og sjá má hér fyrir neðan. "I have known him since he was seven years of age and seen him develop into a truly wonderful person"Sir Alex Ferguson has hailed Marcus Rashford after he was recognised by the Football Writers' Association for his achievements on and off the pitchpic.twitter.com/PyE5iUYeyw— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 14, 2021 „Ég vil óska Marcus til hamingju með afrek sín og framsögu sína hér í kvöld. Ég hef þekkt strákinn síðan að hann var sjö ára gamall og ég sá hann koma upp í gegnum unglingastarfið hjá Manchester United,“ sagði Sir Alex Ferguson. „Hann er orðinn yndisleg manneskja og fyrir utan fótboltalífið hans þá er magnað að sjá hvað hann hefur afrekað utan vallarins. Hann hefur hjálpað fólki sem hefur þurft mikið á því að halda,“ sagði Sir Alex. „Hann hefur ekki síst sýnt ungu fólki að það eru til aðrar leiðir til að fara í lífinu. Hann hefur sýnt mikla manngæsku og hugrekki að gera það sem hann hefur gert. Hann á þetta mikið skilið. Marcus vel gert,“ sagði Sir Alex Ferguson eins og sjá má hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira