Rashford segir Mourinho hafa kennt sér að fá víti Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 09:31 Marcus Rashford fellur við í teignum en í þetta sinn fékk hann þó ekki víti. Getty/Phil Noble Umræða um vítaspyrnur er óhjákvæmileg í aðdraganda stórleiks Liverpool og Manchester United á sunnudaginn – liðanna sem nú eru efst í ensku úrvalsdeildinni. Marcus Rashford segir Jose Mourinho hafa hjálpað sér að fá oftar víti. Rashford, sem er 23 ára, lék undir stjórn Mourinho á árunum 2016-2018 og segir Portúgalann hafa kennt sér að vera „klókari“ í vítateig andstæðinganna: „Jose sagði: „Ef þú ert ekki klókur í því sem þú gerir, þá færðu ekki víti.““ Ole Gunnar Solskjær tók við af Mourinho sem stjóri United í desember 2018 og síðan þá hefur United fengið 27 víti í ensku úrvalsdeildinni, fleiri en nokkurt annað lið. United setti met með því að fá 14 víti á einni leiktíð í deildinni, á síðustu leiktíð, og hefur fengið 11 víti ef talið er í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Þegar maður er að stinga sér inn fyrir vörnina eða að rekja boltann og sér tæklingu koma, þá vill maður ekki lenda í henni því maður er að reyna að finna tækifæri til að skora. En stundum hefðum við átt að fá fleiri víti. Þegar Jose var stjóri þá man ég eftir 5-6 skiptum þar sem ég hefði átt að fá víti,“ sagði Rashford. Ráðið sem Mourinho hefði gefið honum hefði verið nauðsynlegur lærdómur. Marcus Rashford á vítapunktinum.Getty/Michael Regan Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði undan því eftir tap gegn Southampton fyrir skömmu að United fengi fleiri vítaspyrnur en Liverpool. „Ég heyri núna að Manchester United hafi fengið fleiri víti á tveimur árum en ég á fimm og hálfu ári. Ég veit ekki hvort þetta er mér að kenna eða hvernig þetta getur gerst,“ sagði Klopp argur. Solskjær sagðist ekki eyða tíma sínum í að telja vítaspyrnur en sagði það eflaust rétt að lið sitt hefði fengið fleiri en Liverpool. „Er þetta staðreynd? Sennilega,“ sagði Solskjær, og vísaði um leið í fræg ummæli Rafa Benítez, fyrrverandi stjóra Liverpool. Enski boltinn Tengdar fréttir Sakar Jürgen Klopp um hræsni Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. 14. janúar 2021 09:31 Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. 6. janúar 2021 07:30 „United hefur fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég á fimm og hálfu ári“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var verulega ósáttur eftir tapið fyrir Southampton, bæði við liðið sitt og dómara leiksins, Andre Marriner. 5. janúar 2021 07:31 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Rashford, sem er 23 ára, lék undir stjórn Mourinho á árunum 2016-2018 og segir Portúgalann hafa kennt sér að vera „klókari“ í vítateig andstæðinganna: „Jose sagði: „Ef þú ert ekki klókur í því sem þú gerir, þá færðu ekki víti.““ Ole Gunnar Solskjær tók við af Mourinho sem stjóri United í desember 2018 og síðan þá hefur United fengið 27 víti í ensku úrvalsdeildinni, fleiri en nokkurt annað lið. United setti met með því að fá 14 víti á einni leiktíð í deildinni, á síðustu leiktíð, og hefur fengið 11 víti ef talið er í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Þegar maður er að stinga sér inn fyrir vörnina eða að rekja boltann og sér tæklingu koma, þá vill maður ekki lenda í henni því maður er að reyna að finna tækifæri til að skora. En stundum hefðum við átt að fá fleiri víti. Þegar Jose var stjóri þá man ég eftir 5-6 skiptum þar sem ég hefði átt að fá víti,“ sagði Rashford. Ráðið sem Mourinho hefði gefið honum hefði verið nauðsynlegur lærdómur. Marcus Rashford á vítapunktinum.Getty/Michael Regan Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði undan því eftir tap gegn Southampton fyrir skömmu að United fengi fleiri vítaspyrnur en Liverpool. „Ég heyri núna að Manchester United hafi fengið fleiri víti á tveimur árum en ég á fimm og hálfu ári. Ég veit ekki hvort þetta er mér að kenna eða hvernig þetta getur gerst,“ sagði Klopp argur. Solskjær sagðist ekki eyða tíma sínum í að telja vítaspyrnur en sagði það eflaust rétt að lið sitt hefði fengið fleiri en Liverpool. „Er þetta staðreynd? Sennilega,“ sagði Solskjær, og vísaði um leið í fræg ummæli Rafa Benítez, fyrrverandi stjóra Liverpool.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sakar Jürgen Klopp um hræsni Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. 14. janúar 2021 09:31 Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. 6. janúar 2021 07:30 „United hefur fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég á fimm og hálfu ári“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var verulega ósáttur eftir tapið fyrir Southampton, bæði við liðið sitt og dómara leiksins, Andre Marriner. 5. janúar 2021 07:31 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Sakar Jürgen Klopp um hræsni Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. 14. janúar 2021 09:31
Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. 6. janúar 2021 07:30
„United hefur fengið fleiri víti síðustu tvö ár en ég á fimm og hálfu ári“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var verulega ósáttur eftir tapið fyrir Southampton, bæði við liðið sitt og dómara leiksins, Andre Marriner. 5. janúar 2021 07:31