Úganda: Allt stefnir í yfirburðasigur Museveni Heimsljós 15. janúar 2021 11:12 Miklar biðraðir mynduðust víða í gær þegar kjörstaðir opnuðu. Fyrstu tölur benda til yfirburðasigurs Yoweri Museveni í forseta- og þingkosningum sem standa nú yfir í Úganda. Íbúar Úganda gengu að kjörborði í gær í forseta- og þingkosningum sem fóru að mestu leyti friðsamlega fram. Samkvæmt fyrstu tölum stefnir í yfirburðasigur Yoweri Museveni forseta sem kemur til með að sitja á forsetastóli sjötta kjörtímabilið í röð. Þegar fjórðungur aðkvæða hefur verið talinn hefur forsetinn fengið um 65 prósent atkvæða. Tíu aðrir frambjóðendur buðu sig fram til forseta. Af þeim hefur þingmaðurinn sem kallar sig Bobi Wine langmest fylgi, eða rúmlega 23 prósent. Sameinuðu þjóðirnar höfðu í aðdraganda kosninganna hvatt stjórnvöld í Úganda til þess að tryggja heiðarlegar og friðsamlegar kosningar. Undanfarna mánuði hefur mikil spenna verið í landinu vegna kosninganna og blóðug átök leiddu til þess í nóvember að fimmtíu manns létust. Síðustu sólarhringana fyrir kosningar lokuðu stjórnvöld á internetið og samfélagsmiðla, handtökur hafa verið tíðar og núna í morgunsárið umkringdi herinn heimili Bobi Wine. Samkvæmt fréttamiðlum í Úganda var kjörsókn mikil þrátt fyrir óttann við kórónuveiruna. Alls voru um 18 milljónir íbúa á kjörskrá og kjörstaðir rúmlega 35 þúsund talsins. Úrhelli setti svip sinn á daginn á einhverjum kjörstöðum og leiddi til þess að talning atkvæða hófst síðar en ráðgert hafði verið. Einnig voru tæknileg vandkvæði á fáeinum kjörstöðum, meðal annars í höfuðborginni Kampala, þar sem einnig var tilkynnt um þjófnað á kjörkassa. Bobi Wine tilkynnti í morgun að hann hafni niðurstöðum kjörstjórnar um úrslit kosninganna og kveðst sjálfur hafa sigrað. Hann segir víðtækt svindl hafa átt sér stað. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent
Íbúar Úganda gengu að kjörborði í gær í forseta- og þingkosningum sem fóru að mestu leyti friðsamlega fram. Samkvæmt fyrstu tölum stefnir í yfirburðasigur Yoweri Museveni forseta sem kemur til með að sitja á forsetastóli sjötta kjörtímabilið í röð. Þegar fjórðungur aðkvæða hefur verið talinn hefur forsetinn fengið um 65 prósent atkvæða. Tíu aðrir frambjóðendur buðu sig fram til forseta. Af þeim hefur þingmaðurinn sem kallar sig Bobi Wine langmest fylgi, eða rúmlega 23 prósent. Sameinuðu þjóðirnar höfðu í aðdraganda kosninganna hvatt stjórnvöld í Úganda til þess að tryggja heiðarlegar og friðsamlegar kosningar. Undanfarna mánuði hefur mikil spenna verið í landinu vegna kosninganna og blóðug átök leiddu til þess í nóvember að fimmtíu manns létust. Síðustu sólarhringana fyrir kosningar lokuðu stjórnvöld á internetið og samfélagsmiðla, handtökur hafa verið tíðar og núna í morgunsárið umkringdi herinn heimili Bobi Wine. Samkvæmt fréttamiðlum í Úganda var kjörsókn mikil þrátt fyrir óttann við kórónuveiruna. Alls voru um 18 milljónir íbúa á kjörskrá og kjörstaðir rúmlega 35 þúsund talsins. Úrhelli setti svip sinn á daginn á einhverjum kjörstöðum og leiddi til þess að talning atkvæða hófst síðar en ráðgert hafði verið. Einnig voru tæknileg vandkvæði á fáeinum kjörstöðum, meðal annars í höfuðborginni Kampala, þar sem einnig var tilkynnt um þjófnað á kjörkassa. Bobi Wine tilkynnti í morgun að hann hafni niðurstöðum kjörstjórnar um úrslit kosninganna og kveðst sjálfur hafa sigrað. Hann segir víðtækt svindl hafa átt sér stað. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent