Lífið

Lagið Esjan í hugljúfum flutningi Einars Ágústs

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson var einn af gestum Ingó í sérstökum áramótaþætti Í kvöld er gigg sem sýndur var á nýársdag á Stöð 2. 
Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson var einn af gestum Ingó í sérstökum áramótaþætti Í kvöld er gigg sem sýndur var á nýársdag á Stöð 2.  Skáskot

Það er óhætt að segja að fyrstu þáttaröðinni af Í kvöld er gigg hafi verið lokið með pompi og prakt. Á nýársdag var sýndur sérstakur áramótaþáttur með einvalaliði tónlistarfólks sem heillaði áhorfendur upp úr skónum með einstökum flutningi og líflegri framkomu.

Söngvararnir Einar Ágúst, Jónas Sig, Klara, Erna Hrönn og Bjartmar Guðlaugs ásamt gleðigjafanum Steinda Jr. sáu til þess að koma landanum í réttu stemmningu fyrir nýja árið. 

Einar Ágúst vakti mikla athygli með einlægum flutningi sínum á lagi Bríetar, Esjan.  

Klippa: Esjan - Einar Ágúst

Klara Elíasdóttir söngkona, sem oft hefur verið kennd við stúlknasveitina Nylon, söng lagið Ár og Öld með mikilli innlifun. 

Klippa: Ár og Öld - Klara

Lag Jónasar Sig, Hamingjan er hér, átti einstaklega vel við þetta kvöld. Hér fyrir neðan má sjá gestina syngja saman í sannkallaðri hamingjusprengju. 

Klippa: Hamingjan er hér - Jónas Sig, Ingó, Klara, Erna Hrund og Einar Ágúst

Áramótabomba þáttarins var að sjálfsögðu enginn annar er Steindi Jr. sem tók áramótalag sitt Djamm í kvöld. Ef það er hægt að líkja sviðsframkomu við flugeldasýningu - þá gæti það átt vel við hér. 

Klippa: Djamm í kvöld - Steindi Jr.

Önnur þáttaröð Í kvöld er gigg hefur göngu sína í kvöld og verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 18:50. 


Tengdar fréttir

„Bjarni Ara er mættur, þvílíkt comeback“

Stórsöngvarinn Bjarni Ara hefur greinilega engu gleymt og hefur jafnvel aldrei verið betri. Í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg söng hann nokkur vel valin jólalög ásamt sínum eldri smellum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×