Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KA/Þór 20-21 | Norðankonur sóttu tvö stig að Ásvöllum Benedikt Grétarsson skrifar 16. janúar 2021 18:10 Stjarnan - KA/Þór. Olísdeild kvenna, veturinn 2018-2019. Handbolti. Foto: Daniel Þór KA/Þór vann sterkan og mikilvægan sigur á Haukum þegar liðin mættust í fjórðu umferð Olísdeildar kvenna í handbolta. Lokatölur urðu 20-21 í sveiflukenndum leik. KA/Þór hefur fimm stig í efri hluta deildarinnar en Haukar hafa tvö stig í botnbaráttu. Covid-ryðið var greinilegt í byrjun, sér í lagi hjá gestunum að norðan. Haukar komust í 4-1 og léku á upphafskaflanum sterka vörn sem KA-/Þór var ekki að finna glufur á. Ef norðankonur komust í færi, var markvörðurinn Annika Petersen í miklu stuði í Haukamarkinu. KA/Þór náði þó hægt og bítandi að vinna sig inn í leikinn, ekki síst vegna frammistöðu Mateu Lonac í markinu. Rut Jónsdóttir stýrði spilinu vel og gestirnir komust yfir í fyrsta sinn í stöðunni 5-6. Þeirri forystu hélt KA/Þór allt til hálfleiks og bætti reyndar aðeins við hana. Staðan að loknum 30 mínútna leik var 10-13 og Haukar í bullandi vandræðum sóknarlega. KA/Þór nýttu hálfleikinn vel og fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks voru algjörlega eign norðankvenna. Haukaliðið missti allan takt í sókn og vörn og KA/Þór gekk á lagið. Staðan var orðin 12-19 þegar aðeins 13 mínútur voru eftir af leiknum og fátt sem benti til spennu á lokakaflanum. Haukar náðu þá aftur að stilla varnarleikinn, klipptu Rut vel út úr sóknarflæðinu og næstu fjögur mörk tilheyrðu heimakonum.Karen Helga Díönudóttir minnkaði svo muninn í eitt mark þegar 70 sekúndur lifðu leiks og spennan orðin áþreifanleg að Ásvöllum. KA/Þór hélt í lokasókn sína og það var Aldís Ásta Heimisdóttir sem skoraði sigurmarkið með góðu gegnumbroti þegar skammt var eftir. Engu skipti þó Haukar skoruðu lokamark leiksins, KA/Þór fagnaði naumum sigri, 20-21. Af hverju vann KA/Þór leikinn? Vörn og markvarsla var lengstum í mjög góðu standi og svo er ekki amalegt að eiga eitt stykki Rut Jónsdóttur til að taka af skarið soknarlega. Hinir frægu „slæmu kaflar“ voru færri og styttri hjá gestunum og það munaði um það. Hverjar stóðu upp úr? Matea Lonac var frábær í markinu hjá KA/Þór. Lonac endaði með 18 skot varin og tæplega 50% markvörslu. Rut skilaði miklu þangað til Haukar tóku hana úr umferð og Katrín var að venju sterk í horninu. Annika Petersen var best Hauka og varði 13 skot á tæplega 40% markvörslu. Birta Lind Jóhannsdóttir nýtti færin sín afar vel. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka var ekki góður. Sara Odden var sú eina sem ógnaði fyrir utan og nýting dauðafæra var alls ekki á pari. Tvö misnotuð vítaköst voru svo sannarlega ekki að hjálpa Haukum í dag. Hvað gerist næst? Haukar fara í dásamlega siglingu til Eyja á þriðjudaginn og mæta ÍBV. KA/Þór tekur á móti HK fyrir norðan. Andri Snær: Gátum ekki keypt okkur mark „Þetta var skrýtinn leikur. Byrjunin var mjög erfið hjá okkur og ekkert flæði eða tempo í okkar leik. Svo erum við að ná að spila vel á milli kaflanum í leiknum og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs eftir nauman 20-21 sigur gegn Haukum. Í stöðunni 12-19 fór allt í baklás hjá liðinu og Haukar voru ekki langt frá því að jafna leikinn. Hver var skýringin? „Sóknarleikurinn fór bara í frost hjá okkur síðasta korterið, sem gerði okkur erfitt fyrir. Við gátum ekki keypt okkur mark en við klúðrum dauðafærum og Haukar léku fínan varnarleik á þessum kafla. Við vorum bara að gera hlutina illa og vorum mjög hikandi. Vissulega voru leikmenn bara orðnir þreyttir en við þurfum að skoða þennan kafla vel. Vörnin hélt nánast allan senni hálfleikinn og það reyndist mikilvægt.“ „Við leggjum mikið upp úr varnarleik okkar en við þurfum sömuleiðis að slípa okkur til sóknarlega. Við viljum skora meira og þurfum bara að fá betra flæði í okkar sóknarkerfi,“ sagði kátur þjálfari KA/Þórs að lokum. Gunnar: Þurfum framlag frá öllum leikmönnum Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka gat tekið eitthvað jákvætt og neikvætt erfit þetta nauma tap gegn KA/Þór. „Ég var mjög ánægður með hvernig við mættum í leikinn. Vörnin stóð og Annika var flott í markinu en svo kemur bara kafli þar sem KA/Þór tekur leikinn algjörlega yfir. Við dettum niður á hælana í vörninni og misnotum mikið af dauðafærum sóknarlega. Matea Lonac var að reynast okkur ansi erfið í markinu hjá þeim.“ Hvað tekur Gunni jákvætt úr þessu? „Ég er mjög ánægður með stelpurnar að koma sterkar til baka í stöðunni 12-19. Við rífum okkur upp og fengum tækifæri til að ná einhverju út úr leiknum en það tókst því miður ekki. Dauðafærin og tæknifeilarnir fóru endanlega með þetta fyrir okkur. Það er bara grátlegt að við næðum ekki að stela öðru stiginu.“ Lykilmennirnir Bertha Rut Harðardóttur og Karen Helga Díönudóttir áttu erfitt uppdráttar og skoruðu saman sjö mörk í 22 skotum. Þarf Haukaliðið ekki meira framlag frá leikmönnum sem hafa sýnt að þær geta þetta í efstu deild? „Við þurfum bara framlag frá öllum leikmönnum, hvort sem það eru eldri og reyndari stelpur eða þessar ungu stelpur sem komu inn á. Rakel Oddný kemur t.d. inn á í seinni hálfleik, ung og efnileg og er allavega að reyna og þora. Það er það sem maður vill sjá frá leikmönnum.“ Haukar mæta ÍBV í útileik á þriðjudaginn og þjálfaranum er strax byrjað að hlakka til ferðalagsins og leiksins. „Það er gríðarleg tilhlökkun að fara á eyjuna fögru með Herjólfi,“ sagði Gunnar brosandi að lokum. Olís-deild kvenna Haukar KA Þór Akureyri
KA/Þór vann sterkan og mikilvægan sigur á Haukum þegar liðin mættust í fjórðu umferð Olísdeildar kvenna í handbolta. Lokatölur urðu 20-21 í sveiflukenndum leik. KA/Þór hefur fimm stig í efri hluta deildarinnar en Haukar hafa tvö stig í botnbaráttu. Covid-ryðið var greinilegt í byrjun, sér í lagi hjá gestunum að norðan. Haukar komust í 4-1 og léku á upphafskaflanum sterka vörn sem KA-/Þór var ekki að finna glufur á. Ef norðankonur komust í færi, var markvörðurinn Annika Petersen í miklu stuði í Haukamarkinu. KA/Þór náði þó hægt og bítandi að vinna sig inn í leikinn, ekki síst vegna frammistöðu Mateu Lonac í markinu. Rut Jónsdóttir stýrði spilinu vel og gestirnir komust yfir í fyrsta sinn í stöðunni 5-6. Þeirri forystu hélt KA/Þór allt til hálfleiks og bætti reyndar aðeins við hana. Staðan að loknum 30 mínútna leik var 10-13 og Haukar í bullandi vandræðum sóknarlega. KA/Þór nýttu hálfleikinn vel og fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks voru algjörlega eign norðankvenna. Haukaliðið missti allan takt í sókn og vörn og KA/Þór gekk á lagið. Staðan var orðin 12-19 þegar aðeins 13 mínútur voru eftir af leiknum og fátt sem benti til spennu á lokakaflanum. Haukar náðu þá aftur að stilla varnarleikinn, klipptu Rut vel út úr sóknarflæðinu og næstu fjögur mörk tilheyrðu heimakonum.Karen Helga Díönudóttir minnkaði svo muninn í eitt mark þegar 70 sekúndur lifðu leiks og spennan orðin áþreifanleg að Ásvöllum. KA/Þór hélt í lokasókn sína og það var Aldís Ásta Heimisdóttir sem skoraði sigurmarkið með góðu gegnumbroti þegar skammt var eftir. Engu skipti þó Haukar skoruðu lokamark leiksins, KA/Þór fagnaði naumum sigri, 20-21. Af hverju vann KA/Þór leikinn? Vörn og markvarsla var lengstum í mjög góðu standi og svo er ekki amalegt að eiga eitt stykki Rut Jónsdóttur til að taka af skarið soknarlega. Hinir frægu „slæmu kaflar“ voru færri og styttri hjá gestunum og það munaði um það. Hverjar stóðu upp úr? Matea Lonac var frábær í markinu hjá KA/Þór. Lonac endaði með 18 skot varin og tæplega 50% markvörslu. Rut skilaði miklu þangað til Haukar tóku hana úr umferð og Katrín var að venju sterk í horninu. Annika Petersen var best Hauka og varði 13 skot á tæplega 40% markvörslu. Birta Lind Jóhannsdóttir nýtti færin sín afar vel. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka var ekki góður. Sara Odden var sú eina sem ógnaði fyrir utan og nýting dauðafæra var alls ekki á pari. Tvö misnotuð vítaköst voru svo sannarlega ekki að hjálpa Haukum í dag. Hvað gerist næst? Haukar fara í dásamlega siglingu til Eyja á þriðjudaginn og mæta ÍBV. KA/Þór tekur á móti HK fyrir norðan. Andri Snær: Gátum ekki keypt okkur mark „Þetta var skrýtinn leikur. Byrjunin var mjög erfið hjá okkur og ekkert flæði eða tempo í okkar leik. Svo erum við að ná að spila vel á milli kaflanum í leiknum og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs eftir nauman 20-21 sigur gegn Haukum. Í stöðunni 12-19 fór allt í baklás hjá liðinu og Haukar voru ekki langt frá því að jafna leikinn. Hver var skýringin? „Sóknarleikurinn fór bara í frost hjá okkur síðasta korterið, sem gerði okkur erfitt fyrir. Við gátum ekki keypt okkur mark en við klúðrum dauðafærum og Haukar léku fínan varnarleik á þessum kafla. Við vorum bara að gera hlutina illa og vorum mjög hikandi. Vissulega voru leikmenn bara orðnir þreyttir en við þurfum að skoða þennan kafla vel. Vörnin hélt nánast allan senni hálfleikinn og það reyndist mikilvægt.“ „Við leggjum mikið upp úr varnarleik okkar en við þurfum sömuleiðis að slípa okkur til sóknarlega. Við viljum skora meira og þurfum bara að fá betra flæði í okkar sóknarkerfi,“ sagði kátur þjálfari KA/Þórs að lokum. Gunnar: Þurfum framlag frá öllum leikmönnum Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka gat tekið eitthvað jákvætt og neikvætt erfit þetta nauma tap gegn KA/Þór. „Ég var mjög ánægður með hvernig við mættum í leikinn. Vörnin stóð og Annika var flott í markinu en svo kemur bara kafli þar sem KA/Þór tekur leikinn algjörlega yfir. Við dettum niður á hælana í vörninni og misnotum mikið af dauðafærum sóknarlega. Matea Lonac var að reynast okkur ansi erfið í markinu hjá þeim.“ Hvað tekur Gunni jákvætt úr þessu? „Ég er mjög ánægður með stelpurnar að koma sterkar til baka í stöðunni 12-19. Við rífum okkur upp og fengum tækifæri til að ná einhverju út úr leiknum en það tókst því miður ekki. Dauðafærin og tæknifeilarnir fóru endanlega með þetta fyrir okkur. Það er bara grátlegt að við næðum ekki að stela öðru stiginu.“ Lykilmennirnir Bertha Rut Harðardóttur og Karen Helga Díönudóttir áttu erfitt uppdráttar og skoruðu saman sjö mörk í 22 skotum. Þarf Haukaliðið ekki meira framlag frá leikmönnum sem hafa sýnt að þær geta þetta í efstu deild? „Við þurfum bara framlag frá öllum leikmönnum, hvort sem það eru eldri og reyndari stelpur eða þessar ungu stelpur sem komu inn á. Rakel Oddný kemur t.d. inn á í seinni hálfleik, ung og efnileg og er allavega að reyna og þora. Það er það sem maður vill sjá frá leikmönnum.“ Haukar mæta ÍBV í útileik á þriðjudaginn og þjálfaranum er strax byrjað að hlakka til ferðalagsins og leiksins. „Það er gríðarleg tilhlökkun að fara á eyjuna fögru með Herjólfi,“ sagði Gunnar brosandi að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti