Ég held að ég hafi ekki það mikil völd Atli Arason skrifar 15. janúar 2021 22:46 Hörður Axel telur sig ekki hafa haft áhrif á því að æfinga- og keppnisbanni hafi verið aflétt. Hann er þó einkar þakklátur því að vera kominn út á völl aftur. Vísir/Daniel Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var yfir sig ánægður að vera loksins kominn út á völlinn aftur. Þá var hann eðlilega mjög ánægður með stórsigur sinna manna í kvöld en Keflavík vann Þór Þorláksöfn með 28 stiga mun, 115-87. „Ég er glaður, mjög glaður að fá að keppa og fá að spila körfubolta það er svona það helsta sem maður tekur út úr þessum leik. Auðvitað er maður ánægður að vinna en fyrst og fremst bara að fá að spila og gera það sem maður hefur lifað fyrir alla sína tíð í rauninni,” sagði Hörður í viðtali eftir leik. Hörður var búinn að tjá sig um það á samskiptamiðlum hvað æfingar- og keppnisbannið hafi haft slæm áhrif á hann og mögulega alla framtíðar afreksíþróttamenn. Aðspurður telur hann sig ekki hafa haft einhver áhrif í því að keppnisbanninu var loksins aflétt. „Nei ég held ég hafi nú ekki það mikil völd að ég hafi eitthvað um það að segja,” segir Hörður og hlær áður en hann bætir við: „En á sama tíma þá var þetta eitthvað sem lá mér á hjarta og eitthvað sem mér fannst ég þurfa að koma frá mér.” Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess....Posted by Hörður Axel Vilhjálmsson on Tuesday, December 1, 2020 Keflavík vann eins og áður sagði öruggan 28 stiga sigur á Þór á heimavelli í kvöld en þeir voru þó lengi að hrista gestina af sér. „Við hertum varnarleikinn mikið í seinni hálfleik og lokuðum á þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá. Sóknarlega vorum við að dreifa boltanum vel. Við vorum að finna glufur betur í seinni hálfleik þar sem við vorum kannski aðeins þolinmóðari í staðinn fyrir að reyna að negla boltanum beint inn á Dom og bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Við vorum að hreyfa boltann og þannig fengu allir bita af kökunni,“ svaraði Hörður aðspurður hvers vegna Keflavík sigraði í kvöld. Hörður vil fyrst og fremst fá að spila tímabilið áður en hann gefur eitthvað út um markmið Keflavíkur fyrir árið. „Markmiðið er bara að klára tímabilið. Ég held það sé markmið allra liða, að fá að spila bara. Það er langt í að fara að spá í einhverjum langtímamarkmiðum núna. Það er bara einn leikur búinn. Við erum ánægðir með þar sem við erum í dag en við fengum að mæla okkur aðeins við annað lið sem er eitthvað sem við höfum ekki fengið að gera í marga mánuði. Eftir þetta er ég nokkuð sáttur en ég vil samt fá að byggja meira ofan á þetta,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 115-87 | Stórsigur hjá heimamönnum Keflavík vann stórsigur á Þór Þorlákshöfn er Dominos-deild karla í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Lokatölur í Keflavík 115-87 heimamönnum í vil. 15. janúar 2021 22:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Ég er glaður, mjög glaður að fá að keppa og fá að spila körfubolta það er svona það helsta sem maður tekur út úr þessum leik. Auðvitað er maður ánægður að vinna en fyrst og fremst bara að fá að spila og gera það sem maður hefur lifað fyrir alla sína tíð í rauninni,” sagði Hörður í viðtali eftir leik. Hörður var búinn að tjá sig um það á samskiptamiðlum hvað æfingar- og keppnisbannið hafi haft slæm áhrif á hann og mögulega alla framtíðar afreksíþróttamenn. Aðspurður telur hann sig ekki hafa haft einhver áhrif í því að keppnisbanninu var loksins aflétt. „Nei ég held ég hafi nú ekki það mikil völd að ég hafi eitthvað um það að segja,” segir Hörður og hlær áður en hann bætir við: „En á sama tíma þá var þetta eitthvað sem lá mér á hjarta og eitthvað sem mér fannst ég þurfa að koma frá mér.” Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess....Posted by Hörður Axel Vilhjálmsson on Tuesday, December 1, 2020 Keflavík vann eins og áður sagði öruggan 28 stiga sigur á Þór á heimavelli í kvöld en þeir voru þó lengi að hrista gestina af sér. „Við hertum varnarleikinn mikið í seinni hálfleik og lokuðum á þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá. Sóknarlega vorum við að dreifa boltanum vel. Við vorum að finna glufur betur í seinni hálfleik þar sem við vorum kannski aðeins þolinmóðari í staðinn fyrir að reyna að negla boltanum beint inn á Dom og bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Við vorum að hreyfa boltann og þannig fengu allir bita af kökunni,“ svaraði Hörður aðspurður hvers vegna Keflavík sigraði í kvöld. Hörður vil fyrst og fremst fá að spila tímabilið áður en hann gefur eitthvað út um markmið Keflavíkur fyrir árið. „Markmiðið er bara að klára tímabilið. Ég held það sé markmið allra liða, að fá að spila bara. Það er langt í að fara að spá í einhverjum langtímamarkmiðum núna. Það er bara einn leikur búinn. Við erum ánægðir með þar sem við erum í dag en við fengum að mæla okkur aðeins við annað lið sem er eitthvað sem við höfum ekki fengið að gera í marga mánuði. Eftir þetta er ég nokkuð sáttur en ég vil samt fá að byggja meira ofan á þetta,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 115-87 | Stórsigur hjá heimamönnum Keflavík vann stórsigur á Þór Þorlákshöfn er Dominos-deild karla í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Lokatölur í Keflavík 115-87 heimamönnum í vil. 15. janúar 2021 22:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 115-87 | Stórsigur hjá heimamönnum Keflavík vann stórsigur á Þór Þorlákshöfn er Dominos-deild karla í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Lokatölur í Keflavík 115-87 heimamönnum í vil. 15. janúar 2021 22:00