Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2021 23:30 Skólanum á Birkimel á Barðaströnd var lokað árið 2016 vegna fækkunar barna í sveitinni. Núna hefur börnum fjölgað þar á ný og eru þau orðin tólf talsins. Barðastrandarhreppur var áður sjálfstætt sveitarfélag en varð hluti Vesturbyggðar árið 1994. Egill Aðalsteinsson Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. Eftir að skólanum á Birkimel var lokað fyrir fjórum árum hefur börnum af Barðaströnd verið ekið í skóla á Patreksfirði, sem þýðir að þau sem lengst eiga að sækja þurfa að sitja í skólabíl í tvo tíma og allt upp þrjá tíma á dag. Við sögðum fyrir jól frá kröfum foreldra á Barðaströnd um að skóli sveitarinnar yrði opnaður aftur í ljósi fjölgunar barna í sveitinni. Bæjarstjórinn Rebekka Hilmarsdóttir tekur ekki vel í það. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.Egill Aðalsteinsson „Það stendur ekki til – að svo stöddu – að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Við höfum átt í mjög nánu samtali við foreldra á Barðaströnd um þá þjónustu sem sveitarfélagið getur veitt barnafjölskyldum,“ segir Rebekka í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Amma þriggja barna í sveitinni, Valgerður Ingvadóttir á Auðshaugi, vill aftur sveitaskólann, í stað skólaaksturs yfir heiðar. Frá austasta bænum, Auðnum, eru 38 kílómetrar í skólahúsið á Birkimel en 78 kílómetrar á Patreksfjörð. Fjölskyldan á Auðnum velur í staðinn að aka með börnin í skóla á Þingeyri, 74 kílómetra leið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson „Þetta er allt saman alveg hræðilegt, já. Að eiga barnabörnin sín þarna á þessum leiðum, er bara alveg hræðilegt,“ segir Valgerður, en börnum af Barðaströnd er ekið yfir Kleifaheiði og um Raknadalshlíð í Patreksfirði, þar sem snjóflóð hafa fallið. „Og þessvegna myndi ég vilja fá svör hjá Vesturbyggð. Þetta er fólk, sem er að þiggja milljarða af almannafé til þess að verja sína byggð fyrir ofanflóðum, það er ekki tilbúið til að gera neitt fyrir þessi börn," segir Valgerður, en dóttir hennar og tengdasonur brugðust við með því að aka börnum sínum í skóla á Þingeyri, um Dynjandisheiði og Dýrafjarðargöng, frekar en að láta skólabílinn aka þeim á Patreksfjörð. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, og amma þriggja barna í sveitinni.Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórinn segir til skoðunar að yngstu börnunum bjóðist gæsla á Birkimel. „Það er svo verið að vinna að því að bjóða upp á þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Að það sé í rauninni samfelld þjónusta við barnafjölskyldur á Barðaströnd og við séum þá að gæta þess að yngstu börnin, - að það sé kannski ekki verið að aka þeim yfir fjallveg um háveturinn.“ Rebekka segir þó mikilvægt að viðhalda faglegu starfi. „Barnahópurinn, enn sem komið er, er mjög dreifður. Og við erum ekki að sjá, með þann fjölda sem nú er, að við getum uppfyllt þær faglegu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélagið,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2014 var skólinn á Birkimel heimsóttur meðan hann var enn starfandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016 um lokun skólans: Vesturbyggð Skóla - og menntamál Byggðamál Um land allt Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Eftir að skólanum á Birkimel var lokað fyrir fjórum árum hefur börnum af Barðaströnd verið ekið í skóla á Patreksfirði, sem þýðir að þau sem lengst eiga að sækja þurfa að sitja í skólabíl í tvo tíma og allt upp þrjá tíma á dag. Við sögðum fyrir jól frá kröfum foreldra á Barðaströnd um að skóli sveitarinnar yrði opnaður aftur í ljósi fjölgunar barna í sveitinni. Bæjarstjórinn Rebekka Hilmarsdóttir tekur ekki vel í það. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.Egill Aðalsteinsson „Það stendur ekki til – að svo stöddu – að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Við höfum átt í mjög nánu samtali við foreldra á Barðaströnd um þá þjónustu sem sveitarfélagið getur veitt barnafjölskyldum,“ segir Rebekka í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Amma þriggja barna í sveitinni, Valgerður Ingvadóttir á Auðshaugi, vill aftur sveitaskólann, í stað skólaaksturs yfir heiðar. Frá austasta bænum, Auðnum, eru 38 kílómetrar í skólahúsið á Birkimel en 78 kílómetrar á Patreksfjörð. Fjölskyldan á Auðnum velur í staðinn að aka með börnin í skóla á Þingeyri, 74 kílómetra leið.Grafík/Hafsteinn Þórðarson „Þetta er allt saman alveg hræðilegt, já. Að eiga barnabörnin sín þarna á þessum leiðum, er bara alveg hræðilegt,“ segir Valgerður, en börnum af Barðaströnd er ekið yfir Kleifaheiði og um Raknadalshlíð í Patreksfirði, þar sem snjóflóð hafa fallið. „Og þessvegna myndi ég vilja fá svör hjá Vesturbyggð. Þetta er fólk, sem er að þiggja milljarða af almannafé til þess að verja sína byggð fyrir ofanflóðum, það er ekki tilbúið til að gera neitt fyrir þessi börn," segir Valgerður, en dóttir hennar og tengdasonur brugðust við með því að aka börnum sínum í skóla á Þingeyri, um Dynjandisheiði og Dýrafjarðargöng, frekar en að láta skólabílinn aka þeim á Patreksfjörð. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, og amma þriggja barna í sveitinni.Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórinn segir til skoðunar að yngstu börnunum bjóðist gæsla á Birkimel. „Það er svo verið að vinna að því að bjóða upp á þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Að það sé í rauninni samfelld þjónusta við barnafjölskyldur á Barðaströnd og við séum þá að gæta þess að yngstu börnin, - að það sé kannski ekki verið að aka þeim yfir fjallveg um háveturinn.“ Rebekka segir þó mikilvægt að viðhalda faglegu starfi. „Barnahópurinn, enn sem komið er, er mjög dreifður. Og við erum ekki að sjá, með þann fjölda sem nú er, að við getum uppfyllt þær faglegu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélagið,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Um land allt árið 2014 var skólinn á Birkimel heimsóttur meðan hann var enn starfandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016 um lokun skólans:
Vesturbyggð Skóla - og menntamál Byggðamál Um land allt Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira