Alberti var skipt af velli á 62.mínútu en skömmu áður höfðu gestirnir frá Haag tekið forystuna í leiknum.
Um var að ræða fjórfalda skiptingu en einn af þeim sem kom inn á var tvítugur Marokkómaður að nafni Zakaria Aboukhlal.
Hann átti eftir að reynast hetja Alkmaar því hann hlóð í tvennu með mörkum á 72. og 89.mínútu sem tryggði AZ 2-1 sigur.
AZ í 5.sæti hollensku deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Ajax.