Moyes hafði betur gegn Stóra Sam Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2021 20:00 Sam Allardyce hafði engan tíma til að ræða við David Moyes eftir 2-1 sigur West Ham gegn WBA í kvöld. Glyn Kirk/Getty Images Skólastjórar gamla skólans – David Moyes og Sam Allardyce – mættust með lið sín West Ham United og West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Fór það svo að West Ham hafði betur, 2-1. Leikurinn var stál í stál framan af fyrri hálfleik en gestirnir í West Brom eru í bullandi fallbaráttu. Það var því eins og blaut tuska er Jarrod Bowen kom lærisveinum Moyes yfir undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Matheus Pereira jafnaði metin snemma í síðari hálfleik fyrir WBA en Michail Antonio getur ekki hætt að skora og tryggði West Ham sigur með marki á 66. mínútu leiksins. Staðan orðin 2-1 heimamönnum í vil og reyndust það lokatölur. 32 - West Ham have picked up 32 points from their 19 league games this season (W9 D5 L5), the Hammers highest ever points tally at the halfway point of a Premier League season. Moyseh. #WHUWBA pic.twitter.com/uzWayCFcsk— OptaJoe (@OptaJoe) January 19, 2021 Lærisveinar Moyes fóru því með sigur af hólmi og eru komnir upp í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig. Á sama tíma er WBA í 19. sæti með aðeins ellefu stig. Enski boltinn Fótbolti
Skólastjórar gamla skólans – David Moyes og Sam Allardyce – mættust með lið sín West Ham United og West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Fór það svo að West Ham hafði betur, 2-1. Leikurinn var stál í stál framan af fyrri hálfleik en gestirnir í West Brom eru í bullandi fallbaráttu. Það var því eins og blaut tuska er Jarrod Bowen kom lærisveinum Moyes yfir undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Matheus Pereira jafnaði metin snemma í síðari hálfleik fyrir WBA en Michail Antonio getur ekki hætt að skora og tryggði West Ham sigur með marki á 66. mínútu leiksins. Staðan orðin 2-1 heimamönnum í vil og reyndust það lokatölur. 32 - West Ham have picked up 32 points from their 19 league games this season (W9 D5 L5), the Hammers highest ever points tally at the halfway point of a Premier League season. Moyseh. #WHUWBA pic.twitter.com/uzWayCFcsk— OptaJoe (@OptaJoe) January 19, 2021 Lærisveinar Moyes fóru því með sigur af hólmi og eru komnir upp í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig. Á sama tíma er WBA í 19. sæti með aðeins ellefu stig.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti