„Kæmi á óvart ef önnur lið en Þór og ÍR yrðu í tveimur neðstu sætunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2021 12:01 Róðurinn verður þungur fyrir ÍR. vísir/bára Erfitt er að ráða í hvað gerist í Olís-deild karla eftir að keppni þar hefst á ný eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Theodór Ingi Pálmason, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Þrír leikir fara fram á sunnudaginn en það eru fyrstu leikirnir í deildinni síðan 3. október. „Þetta verður mjög áhugavert. Hléið var lengra en sumarfríið er venjulega. Liðin eru núna búin að æfa í um mánuð sem er á mörkunum að vera nóg en rétt sleppur. Hugsanlega verður einhver losarabragur á þessu,“ sagði Theodór við Vísi. „Hann segir að þau lið og þeir leikmenn sem lögðu inn í bankann með því að æfa vel í hléinu muni eflaust uppskera þegar keppni hefst aftur. „Ég held að þeir leikmenn og þau lið sem hafa sinnt þessu almennilega og æft af krafti, mín tilfinning er að það sé mjög misjafnt, muni græða alveg helling á því, allavega til að byrja með,“ sagði Theodór. En venjulega leyfir maður nokkrum umferðum að klárast áður en maður dregur ályktanir. Mín tilfinning er að við séum aftur að fara í það ástand og það sé voðalega erfitt að byggja á þessum fjórum umferðum sem eru búnar.“ Magnús Óli Magnússon og félagar í Val þykja líklegir til afreka.vísir/Hulda Margrét Leikið verður mjög þétt það sem eftir lifir tímabils og Theodór segir að þau lið sem eru með breiðustu leikmannahópana muni græða á því, þá sérstaklega Valur. „Ég held að æfingamenningin hjá Val sé komin lengra en hjá öðrum liðum. Þeir munu græða á því en maður þarf bara að sjá hvernig þetta er. Ef allir hafa æft almennilega munar minna um það en þetta er á ábyrgð hvers og eins og sú ábyrgð er svolítið mikil. Til að byrja með munu liðin með breiðustu leikmannahópana græða á þessu. Það verður spilað rosalega þétt, og þéttar en flestir leikmenn í þessari deild eru vanir,“ sagði Theodór. Íslandsmeistarar Selfoss fengu góðan liðsstyrk um áramótin þegar hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sneri aftur heim eftir dvöl hjá FH og svo nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi. Theodór lék með Ragnari hjá FH og segir að hann styrki lið Selfoss gríðarlega mikið. Ragnar Jóhannsson er kominn aftur á heimaslóðir á Selfossi.selfoss „Ragnar var nálægt landsliðinu á tíma og hefur staðið sig vel úti. Bæði var þetta veikleikastaða hjá Selfossi og hann er líka einn besti leikmaður deildarinnar. Hann er góður í vörn og sókn en mætti sjá línuna betur,“ sagði Theodór léttur en hann er greinilega ekki enn búinn að fyrirgefa Ragnari línusendingar sem aldrei bárust. Hvað fallbaráttuna varðar segir Theodór að þar muni Grótta, Þór og ÍR berjast, eins og búist var við fyrir tímabilið. Honum leist þó mun betur á Gróttu en hin liðin í fyrstu umferðunum. „Í fyrstu fjórum leikjunum fannst manni Grótta vera talsvert betri en Þór og ÍR,“ sagði Theodór. „Það kæmi mér á óvart ef það yrðu önnur lið en Þór og ÍR í neðstu tveimur sætunum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
„Þetta verður mjög áhugavert. Hléið var lengra en sumarfríið er venjulega. Liðin eru núna búin að æfa í um mánuð sem er á mörkunum að vera nóg en rétt sleppur. Hugsanlega verður einhver losarabragur á þessu,“ sagði Theodór við Vísi. „Hann segir að þau lið og þeir leikmenn sem lögðu inn í bankann með því að æfa vel í hléinu muni eflaust uppskera þegar keppni hefst aftur. „Ég held að þeir leikmenn og þau lið sem hafa sinnt þessu almennilega og æft af krafti, mín tilfinning er að það sé mjög misjafnt, muni græða alveg helling á því, allavega til að byrja með,“ sagði Theodór. En venjulega leyfir maður nokkrum umferðum að klárast áður en maður dregur ályktanir. Mín tilfinning er að við séum aftur að fara í það ástand og það sé voðalega erfitt að byggja á þessum fjórum umferðum sem eru búnar.“ Magnús Óli Magnússon og félagar í Val þykja líklegir til afreka.vísir/Hulda Margrét Leikið verður mjög þétt það sem eftir lifir tímabils og Theodór segir að þau lið sem eru með breiðustu leikmannahópana muni græða á því, þá sérstaklega Valur. „Ég held að æfingamenningin hjá Val sé komin lengra en hjá öðrum liðum. Þeir munu græða á því en maður þarf bara að sjá hvernig þetta er. Ef allir hafa æft almennilega munar minna um það en þetta er á ábyrgð hvers og eins og sú ábyrgð er svolítið mikil. Til að byrja með munu liðin með breiðustu leikmannahópana græða á þessu. Það verður spilað rosalega þétt, og þéttar en flestir leikmenn í þessari deild eru vanir,“ sagði Theodór. Íslandsmeistarar Selfoss fengu góðan liðsstyrk um áramótin þegar hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sneri aftur heim eftir dvöl hjá FH og svo nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi. Theodór lék með Ragnari hjá FH og segir að hann styrki lið Selfoss gríðarlega mikið. Ragnar Jóhannsson er kominn aftur á heimaslóðir á Selfossi.selfoss „Ragnar var nálægt landsliðinu á tíma og hefur staðið sig vel úti. Bæði var þetta veikleikastaða hjá Selfossi og hann er líka einn besti leikmaður deildarinnar. Hann er góður í vörn og sókn en mætti sjá línuna betur,“ sagði Theodór léttur en hann er greinilega ekki enn búinn að fyrirgefa Ragnari línusendingar sem aldrei bárust. Hvað fallbaráttuna varðar segir Theodór að þar muni Grótta, Þór og ÍR berjast, eins og búist var við fyrir tímabilið. Honum leist þó mun betur á Gróttu en hin liðin í fyrstu umferðunum. „Í fyrstu fjórum leikjunum fannst manni Grótta vera talsvert betri en Þór og ÍR,“ sagði Theodór. „Það kæmi mér á óvart ef það yrðu önnur lið en Þór og ÍR í neðstu tveimur sætunum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira