„Hjálpin er á leiðinni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 23:30 Biden hélt ræðu og svaraði spurningum blaðamanna í Hvíta húsinu í dag. AP Photo/Alex Brando Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að baráttunni við kórónuveirufaraldurinn í Bandaríkjunum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. AP-fréttastofan fjallar um málið og hefur eftir forsetanum að það muni taka tíma að ná árangri í baráttunni við veiruna. Í dag er fyrsti heili dagur Bidens í embætti, en hann tók við embættinu af Donald Trump í gær. Sá síðarnefndi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki nógu hart og skipulega á faraldrinum. „Við komumst ekki í þessi vandræði á einni nóttu og það mun taka mánuði að snúa stöðunni“ sagði Biden í ræðu í Hvíta húsinu í dag. Yfir fjögur hundruð þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Ekkert ríki heims hefur skráð fleiri dauðsföll í faraldrinum. Biden spáði því að á innan við mánuði gæti alls hálf milljón Bandaríkjamanna legið í valnum vegna veirunnar. „Ég tala við þjóð sem bíður aðgerða, og ég vil tala skýrt: Hjálpin er á leiðinni,“ sagði Biden þá í dag. Kenna starfsliði Trumps um hnökra Meðal þess sem forsetatilskipanir Bidens eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja. Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins. Þá mun alríkisstjórnin alfarið sjá um og bera ábyrgð á aðgerðum í baráttunni við faraldurinn, í stað þess að láta hvert ríki fyrir sig sjá um viðbragðsáætlanir líkt og verið hefur síðan faraldurinn hófst. Starfsmenn Bidens og ráðgjafar segja fólk á vegum Donalds Trump, fráfarandi forseta, hafa verið ósamvinnuþýtt við valdaskiptin. Það hafi hægt á ferlinu og gæti valdið hnökrum í átaki forsetans til að takast á við Covid-19. Til að mynda segir fólk á vegum forsetans að forveri hans hafi ekki skilið eftir sig neitt sem hjálpaði til við að skilja áætlanir hans um dreifingu bóluefnis, en mörg ríki Bandaríkjanna hafa kvartað vegna skorts á bóluefni og annmarka á dreifingu. Biden skrifar undir eina af forsetatilskipunum sínum varðandi kórónuveirufaraldurinn. Í baksýn má sjá Kamölu Harris varaforseta og Anthony Fauci, yfirmann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna.AP Photo/Alex Brandon Hundrað milljónir á hundrað dögum Biden hefur einnig sett sér það markmið að koma því til leiðar að búið verði að bólusetja hundrað milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu hundrað dögum hans í embætti, eða fyrir lok apríl næstkomandi. Samkvæmt AP telja einhverjir sérfræðingar að ríkisstjórn Bidens ætti að geta bólusett tvöfalt, jafnvel þrefalt, fleiri en hundrað milljónir á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Það eru vonbrigði hve markið er sett lágt,“ hefur AP eftir lýðheilsusérfræðingnum og lækninum Dr. Leana Wen um hundrað milljóna bólusetningarmarkmið forsetans. Þegar Biden var spurður út í það hvort markið væri sett of lágt í bólusetningarmálum sagði hann ekki svo vera. „Þegar ég tilkynnti þetta [markmiðið] þá sögðuð þið öll [fréttamenn] að þetta væri ekki hægt. Ekki vera með þetta,“ sagði Biden. Eitt þúsund og níu hundruð milljarðar Biden hyggst þá leggja frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka fyrir Bandaríkjaþing. Pakkanum er ætlað að örva efnahag Bandaríkjanna í kjölfar þess mikla höggs sem faraldurinn hefur valdið. Meðal þess sem finna má í frumvarpinu er fjárveiting til þess að senda öllum Bandaríkjamönnum 1.400 dollara eingreiðslu, eða um 180 þúsund krónur. Þá er áætlað að 440 milljarðar dollara fari í stuðning við lítil fyrirtæki, 160 milljarðar í að auka skimunargetu við kórónuveirunni og 170 milljarðar fari í átak til að opna háskóla og aðrar menntastofnanir á sem öruggastan hátt. Ekki liggur fyrir hvort frumvarpið mun njóta nægilegs stuðnings í þinginu, þá einkum og sér í lagi meðal Repúblikana. Demókratar eru þó með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá hefur forsetinn látið setja saman sérstakt heilbrigðisréttlætisráð (e. Healt Equity Task Force). Því er ætlað að tryggja að minnihlutahópar og afskipt samfélög, sem annars yrðu eftir og fengju ekki aðstoð, verði gripin af aðgerðum stjórnvalda. Dánartíðni vegna Covid-19 er hærri hjá svörtu fólki, fólki af rómansk-amerískum uppruna og frumbyggjum, eftir því sem fram kemur hjá AP. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33 Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
AP-fréttastofan fjallar um málið og hefur eftir forsetanum að það muni taka tíma að ná árangri í baráttunni við veiruna. Í dag er fyrsti heili dagur Bidens í embætti, en hann tók við embættinu af Donald Trump í gær. Sá síðarnefndi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki nógu hart og skipulega á faraldrinum. „Við komumst ekki í þessi vandræði á einni nóttu og það mun taka mánuði að snúa stöðunni“ sagði Biden í ræðu í Hvíta húsinu í dag. Yfir fjögur hundruð þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Ekkert ríki heims hefur skráð fleiri dauðsföll í faraldrinum. Biden spáði því að á innan við mánuði gæti alls hálf milljón Bandaríkjamanna legið í valnum vegna veirunnar. „Ég tala við þjóð sem bíður aðgerða, og ég vil tala skýrt: Hjálpin er á leiðinni,“ sagði Biden þá í dag. Kenna starfsliði Trumps um hnökra Meðal þess sem forsetatilskipanir Bidens eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja. Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins. Þá mun alríkisstjórnin alfarið sjá um og bera ábyrgð á aðgerðum í baráttunni við faraldurinn, í stað þess að láta hvert ríki fyrir sig sjá um viðbragðsáætlanir líkt og verið hefur síðan faraldurinn hófst. Starfsmenn Bidens og ráðgjafar segja fólk á vegum Donalds Trump, fráfarandi forseta, hafa verið ósamvinnuþýtt við valdaskiptin. Það hafi hægt á ferlinu og gæti valdið hnökrum í átaki forsetans til að takast á við Covid-19. Til að mynda segir fólk á vegum forsetans að forveri hans hafi ekki skilið eftir sig neitt sem hjálpaði til við að skilja áætlanir hans um dreifingu bóluefnis, en mörg ríki Bandaríkjanna hafa kvartað vegna skorts á bóluefni og annmarka á dreifingu. Biden skrifar undir eina af forsetatilskipunum sínum varðandi kórónuveirufaraldurinn. Í baksýn má sjá Kamölu Harris varaforseta og Anthony Fauci, yfirmann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna.AP Photo/Alex Brandon Hundrað milljónir á hundrað dögum Biden hefur einnig sett sér það markmið að koma því til leiðar að búið verði að bólusetja hundrað milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu hundrað dögum hans í embætti, eða fyrir lok apríl næstkomandi. Samkvæmt AP telja einhverjir sérfræðingar að ríkisstjórn Bidens ætti að geta bólusett tvöfalt, jafnvel þrefalt, fleiri en hundrað milljónir á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Það eru vonbrigði hve markið er sett lágt,“ hefur AP eftir lýðheilsusérfræðingnum og lækninum Dr. Leana Wen um hundrað milljóna bólusetningarmarkmið forsetans. Þegar Biden var spurður út í það hvort markið væri sett of lágt í bólusetningarmálum sagði hann ekki svo vera. „Þegar ég tilkynnti þetta [markmiðið] þá sögðuð þið öll [fréttamenn] að þetta væri ekki hægt. Ekki vera með þetta,“ sagði Biden. Eitt þúsund og níu hundruð milljarðar Biden hyggst þá leggja frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka fyrir Bandaríkjaþing. Pakkanum er ætlað að örva efnahag Bandaríkjanna í kjölfar þess mikla höggs sem faraldurinn hefur valdið. Meðal þess sem finna má í frumvarpinu er fjárveiting til þess að senda öllum Bandaríkjamönnum 1.400 dollara eingreiðslu, eða um 180 þúsund krónur. Þá er áætlað að 440 milljarðar dollara fari í stuðning við lítil fyrirtæki, 160 milljarðar í að auka skimunargetu við kórónuveirunni og 170 milljarðar fari í átak til að opna háskóla og aðrar menntastofnanir á sem öruggastan hátt. Ekki liggur fyrir hvort frumvarpið mun njóta nægilegs stuðnings í þinginu, þá einkum og sér í lagi meðal Repúblikana. Demókratar eru þó með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá hefur forsetinn látið setja saman sérstakt heilbrigðisréttlætisráð (e. Healt Equity Task Force). Því er ætlað að tryggja að minnihlutahópar og afskipt samfélög, sem annars yrðu eftir og fengju ekki aðstoð, verði gripin af aðgerðum stjórnvalda. Dánartíðni vegna Covid-19 er hærri hjá svörtu fólki, fólki af rómansk-amerískum uppruna og frumbyggjum, eftir því sem fram kemur hjá AP.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33 Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33
Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent