Teitur Björn ætlar aftur á þing Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2021 11:47 Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir þingsæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í haust. Frá þessu greinir hann í færslu á Facebook og segist töluvert hafa verið spurður út í framboðsmál að undanförnu. „Á þingferli mínum kjörtímabilið 2016 til 2017, og sem varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili, hef ég verið svo lánsamur að vinna með fjölda fólks um allt kjördæmið að góðum málum og fagnað með því ýmsum merkum áföngum. En róðurinn hefur líka víða verið þungur. Óskir um margvíslegar úrbætur eru skiljanlegar og réttmætar,“ segir Teitur. „Meginverkefnið framundan verður að svara spurningunni hvernig við aukum lífsgæði og búum til meiri verðmæti þannig hægt sé að treysta afkomu fólks og fjölga atvinnutækifærum í byggðum landsins. Tækifærin eru til staðar. Leggja verður mun meiri áherslu á sjálfbæra auðlindanýtingu til sjávar og sveita, nýsköpun í matvælaframleiðslu og iðnaði, aukna samkeppnishæfni með hófstilltari álögum, minni ríkisafskiptum og skilvirkara regluverki sem og kröftugri fjárfestingum í samfélagslegum innviðum. Nærtækt er að líta til hvernig ótíð og náttúrhamfarir síðustu misserin hafa dregið fram með augljósum hætti þörfina á mun betri og skjótvirkari þjónustu opinberra aðila heima í héraði nær fólki. Þá er ljóst að uppbyggingu velferðarkerfisins er hvergi nærri lokið í hinum dreifðari byggðum.“ Fáu sé hægt að kippa í liðinn á einni nóttu í kerfum ríkisins. „En með þrautseigju finnast lausnir og með samhentu átaki næst árangur. Þennan kraft, sem þarf til breytinga, er að finna í Sjálfstæðisflokknum um allt kjördæmið og ég veit að á grundvelli Sjálfstæðisstefnunnar verður hægt að stíga stór skref til framfara og bæta lífskjör í okkar samfélagi.“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Á þingferli mínum kjörtímabilið 2016 til 2017, og sem varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili, hef ég verið svo lánsamur að vinna með fjölda fólks um allt kjördæmið að góðum málum og fagnað með því ýmsum merkum áföngum. En róðurinn hefur líka víða verið þungur. Óskir um margvíslegar úrbætur eru skiljanlegar og réttmætar,“ segir Teitur. „Meginverkefnið framundan verður að svara spurningunni hvernig við aukum lífsgæði og búum til meiri verðmæti þannig hægt sé að treysta afkomu fólks og fjölga atvinnutækifærum í byggðum landsins. Tækifærin eru til staðar. Leggja verður mun meiri áherslu á sjálfbæra auðlindanýtingu til sjávar og sveita, nýsköpun í matvælaframleiðslu og iðnaði, aukna samkeppnishæfni með hófstilltari álögum, minni ríkisafskiptum og skilvirkara regluverki sem og kröftugri fjárfestingum í samfélagslegum innviðum. Nærtækt er að líta til hvernig ótíð og náttúrhamfarir síðustu misserin hafa dregið fram með augljósum hætti þörfina á mun betri og skjótvirkari þjónustu opinberra aðila heima í héraði nær fólki. Þá er ljóst að uppbyggingu velferðarkerfisins er hvergi nærri lokið í hinum dreifðari byggðum.“ Fáu sé hægt að kippa í liðinn á einni nóttu í kerfum ríkisins. „En með þrautseigju finnast lausnir og með samhentu átaki næst árangur. Þennan kraft, sem þarf til breytinga, er að finna í Sjálfstæðisflokknum um allt kjördæmið og ég veit að á grundvelli Sjálfstæðisstefnunnar verður hægt að stíga stór skref til framfara og bæta lífskjör í okkar samfélagi.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira