Man City áfram eftir torsóttan sigur á Celtenham Town Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2021 19:50 Foden jafnaði metin fyrir City í dag. @EmiratesFACup Manchester City vann 3-1 sigur á Cheltenham Town í enska FA-bikarnum í síðasta leik dagsins. Öll mörk City komu á síðustu níu mínútum leiksins. Fyrir leik var búist við auðveldum sigri lærisveina Pep Guardiola en Cheltenham er í 7. sæti D-deildarinnar á Englandi. Sá spænski stillti upp ógnarsterku liði þó svo að þeir Thomas Doyle og Taylor Harwood-Bellis hafi fengið tækifæri í byrjunarliðinu. Meðal þeirra voru Benjamin Mendy, Aymeric Laporte, Eric Garcia, Riyad Mahrez, Fernandinho, Phil Foden, Ferran Torres, Gabriel Jesus og markvörðurinn Zack Steffen. Leikmönnum City gekk illa að fóta sig á Jonny-Rocks vellinum í kvöld og var staðan enn markalaus er flautað var til hálfleiks. Það var svo eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Alfie May kom heimamönnum yfir með eina skoti Cheltenham á markið í leiknum. Alfie May appreciation tweet. pic.twitter.com/K18wctLyxm— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 23, 2021 Guardiola brást við með því að senda þá Ruben Dias, Ilkay Gundogan og Joao Cancelo til leiks. Það gekk eftir en Phil Foden jafnaði metin með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Cancelo. Það var á 81. mínútu og þremur mínútum síðar hafði Gabriel Jesus komið City yfir en sá brasilíski var hársbreidd frá því að vera rangstæður. Það var svo Ferran Torres sem kláraði dæmið í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 og ljóst að City er komið áfram í næstu umferð ensku bikarkeppninnar þar sem B-deildarlið Swansea City bíður. Enski boltinn Fótbolti
Manchester City vann 3-1 sigur á Cheltenham Town í enska FA-bikarnum í síðasta leik dagsins. Öll mörk City komu á síðustu níu mínútum leiksins. Fyrir leik var búist við auðveldum sigri lærisveina Pep Guardiola en Cheltenham er í 7. sæti D-deildarinnar á Englandi. Sá spænski stillti upp ógnarsterku liði þó svo að þeir Thomas Doyle og Taylor Harwood-Bellis hafi fengið tækifæri í byrjunarliðinu. Meðal þeirra voru Benjamin Mendy, Aymeric Laporte, Eric Garcia, Riyad Mahrez, Fernandinho, Phil Foden, Ferran Torres, Gabriel Jesus og markvörðurinn Zack Steffen. Leikmönnum City gekk illa að fóta sig á Jonny-Rocks vellinum í kvöld og var staðan enn markalaus er flautað var til hálfleiks. Það var svo eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Alfie May kom heimamönnum yfir með eina skoti Cheltenham á markið í leiknum. Alfie May appreciation tweet. pic.twitter.com/K18wctLyxm— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 23, 2021 Guardiola brást við með því að senda þá Ruben Dias, Ilkay Gundogan og Joao Cancelo til leiks. Það gekk eftir en Phil Foden jafnaði metin með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Cancelo. Það var á 81. mínútu og þremur mínútum síðar hafði Gabriel Jesus komið City yfir en sá brasilíski var hársbreidd frá því að vera rangstæður. Það var svo Ferran Torres sem kláraði dæmið í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 og ljóst að City er komið áfram í næstu umferð ensku bikarkeppninnar þar sem B-deildarlið Swansea City bíður.