Börnin nutu vafans og skólabílstjóri fær engar bætur Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 15:09 Manninum var árið 2019 neitað um starf sem skólabílstjóri hjá sveitarfélaginu vegna kærunnar frá 2012. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað Dalabyggð af kröfu manns um miska- og skaðabætur fyrir að hafa neitað honum um starf sem skólabílstjóri. Sveitarfélagið sendi verktakafyrirtæki sem annaðist aksturinn bréf þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun að hafna því að maðurinn myndi sinna slíkum akstri. Ástæða þess að manninum var hafnað um starf var að hann hafði mörgum árum fyrr verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Hann var ekki ákærður í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Umleitun mannsins eftir starfi sem skólabílstjóri var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í ágúst 2019 þar sem samþykkt var samhljóða að sveitarstjórn myndi ekki samþykkja manninn sem skólabílstjóra, hvorki sem aðalbílstjóra né varabílstjóra. Maðurinn taldi að bréf Dalabyggðar til verktakans hafi svo verið til þess fallið að niðurlægja hann gagnvart sveitungum, auk þess að það olli honum „álitshnekki og vanlíðan“. Kærður fyrir að hafa áreitt barnapíu Í dómnum kemur fram að óumdeilt sé að maðurinn sé með hreint sakavottorð. Þó liggi fyrir að hann hafi sætt kæru árið 2012 fyrir að hafa í fjögur eða fimm skipti áreitt unglingsstúlku kynferðislega þegar hann ók henni heim eftir að hún hafði gætt barna hans. Einnig eigi hann að hafa í eitt skipti „haldið um axlir stúlkunnar og látið síðan höndina renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar“. Málið var rannsakað af lögreglu, en rannsóknin felld niður þar sem það hafi verið mat ríkissaksóknara að þótt telja mætti sannað að maðurinn hefði lagt hönd á læri stúlkunnar og strokið bak hennar niður að rassi, þá væri það sem fram hefði komið í málinu ekki nægilegt eða líklegt sakfellingar. Börnin yrðu að njóta vafans Í dómnum segir að af framburði þeirra sveitarstjórnarmanna Dalabyggðar sem stóðu að ákvörðuninni sem deilt sé um og gáfu skýrslu við aðalmeðferð, liggi fyrir að þeir hafi heyrt af eða þekkt til þeirra ásakana sem fram komu á hendur mannsins. Hafi sveitarstjórnarmennirnir sömuleiðis metið stöðuna á þann veg að ekki væri forsvaranlegt, með hagsmuni skólabarnanna í huga, að fallast á að maðurinn sæi um skólaakstur hjá sveitarfélaginu. Ekki hefði verið hjá því komist að láta börnin njóta vafans. Dómari telur að ekki verði annað ráðið af gögnum en að fyrir sveitarstjórn hafi einungis vakað að gæta hagsmuna þeirra barna sem nýta þurfi sér umræddan skólaakstur í sveitarfélaginu í samræmi við ósk skólastjóra þar um. Sömuleiðis yrði ekki annað séð, meðal annars með tilliti til þess að umrædd ákvörðun sveitarstjórnar hafi einungis verið færð til bókar í sérstaka trúnaðarbók sveitarfélagsins, að kappkostað hafi verið til þess hálfu sveitarfélagsins að trúnaður ríkti um efni hennar. Því verði ekki fallist á það með manninum að í þessum gerðum sveitarfélagsins hafi falist ólögmæt meingerð gegn manninum og því sé sveitarfélagið sýknað af miskabótakröfu stefnanda. Afleitt tjón Varðandi skaðabótakröfu mannsins þá segir í dómnum að gjörðir sveitarfélagsins hafi beinst að verktakafyrirtækinu og verði tjón mannsins því að teljast afleitt sem sé þá ekki talið falla innan verndarsviðs skaðabótareglna. Því sé sveitarfélagið Dalabyggð einnig sýknað af þeirri kröfu. Loks mat dómari að með hliðsjón af öllum atvikum væri rétt að málskostnaður í málinu yrði látinn niður falla. Dómsmál Sveitarstjórnarmál Ofbeldi gegn börnum Vinnumarkaður Dalabyggð Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Ástæða þess að manninum var hafnað um starf var að hann hafði mörgum árum fyrr verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Hann var ekki ákærður í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Umleitun mannsins eftir starfi sem skólabílstjóri var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í ágúst 2019 þar sem samþykkt var samhljóða að sveitarstjórn myndi ekki samþykkja manninn sem skólabílstjóra, hvorki sem aðalbílstjóra né varabílstjóra. Maðurinn taldi að bréf Dalabyggðar til verktakans hafi svo verið til þess fallið að niðurlægja hann gagnvart sveitungum, auk þess að það olli honum „álitshnekki og vanlíðan“. Kærður fyrir að hafa áreitt barnapíu Í dómnum kemur fram að óumdeilt sé að maðurinn sé með hreint sakavottorð. Þó liggi fyrir að hann hafi sætt kæru árið 2012 fyrir að hafa í fjögur eða fimm skipti áreitt unglingsstúlku kynferðislega þegar hann ók henni heim eftir að hún hafði gætt barna hans. Einnig eigi hann að hafa í eitt skipti „haldið um axlir stúlkunnar og látið síðan höndina renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar“. Málið var rannsakað af lögreglu, en rannsóknin felld niður þar sem það hafi verið mat ríkissaksóknara að þótt telja mætti sannað að maðurinn hefði lagt hönd á læri stúlkunnar og strokið bak hennar niður að rassi, þá væri það sem fram hefði komið í málinu ekki nægilegt eða líklegt sakfellingar. Börnin yrðu að njóta vafans Í dómnum segir að af framburði þeirra sveitarstjórnarmanna Dalabyggðar sem stóðu að ákvörðuninni sem deilt sé um og gáfu skýrslu við aðalmeðferð, liggi fyrir að þeir hafi heyrt af eða þekkt til þeirra ásakana sem fram komu á hendur mannsins. Hafi sveitarstjórnarmennirnir sömuleiðis metið stöðuna á þann veg að ekki væri forsvaranlegt, með hagsmuni skólabarnanna í huga, að fallast á að maðurinn sæi um skólaakstur hjá sveitarfélaginu. Ekki hefði verið hjá því komist að láta börnin njóta vafans. Dómari telur að ekki verði annað ráðið af gögnum en að fyrir sveitarstjórn hafi einungis vakað að gæta hagsmuna þeirra barna sem nýta þurfi sér umræddan skólaakstur í sveitarfélaginu í samræmi við ósk skólastjóra þar um. Sömuleiðis yrði ekki annað séð, meðal annars með tilliti til þess að umrædd ákvörðun sveitarstjórnar hafi einungis verið færð til bókar í sérstaka trúnaðarbók sveitarfélagsins, að kappkostað hafi verið til þess hálfu sveitarfélagsins að trúnaður ríkti um efni hennar. Því verði ekki fallist á það með manninum að í þessum gerðum sveitarfélagsins hafi falist ólögmæt meingerð gegn manninum og því sé sveitarfélagið sýknað af miskabótakröfu stefnanda. Afleitt tjón Varðandi skaðabótakröfu mannsins þá segir í dómnum að gjörðir sveitarfélagsins hafi beinst að verktakafyrirtækinu og verði tjón mannsins því að teljast afleitt sem sé þá ekki talið falla innan verndarsviðs skaðabótareglna. Því sé sveitarfélagið Dalabyggð einnig sýknað af þeirri kröfu. Loks mat dómari að með hliðsjón af öllum atvikum væri rétt að málskostnaður í málinu yrði látinn niður falla.
Dómsmál Sveitarstjórnarmál Ofbeldi gegn börnum Vinnumarkaður Dalabyggð Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira