Áhyggjuefni að færri fari í sýnatöku Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 21:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fulla ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem hefur náðst í baráttunni við kórónuveiruna í þessari þriðju bylgju faraldursins. Enginn smit greindust innanlands í gær, en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. Að sögn Víðis er þó örlítið áhyggjuefni hversu fáir eru að mæta í sýnatöku. Það sé spurning hvort fólk sé að slaka á varðandi sýnatökurnar en hann ítrekar mikilvægi þess að allir fari í sýnatöku sem finna fyrir smávægilegum einkennum. „Þeim hefur fækkað sem eru að koma í sýnatöku, við erum að spá í hvort fólk sé að slaka á í því. Það eru töluvert færri sýni tekin í þessari viku heldur en í vikunni á undan.“ Hann segir þó vel geta verið að færri séu að veikjast, enda virðist vera minna um árstíðabundnar flensur en alla jafna. Það mætti mögulega rekja til grímunotkunar og áherslu á almennar sóttvarnir. „Það er klárlega eitt af því sem gæti skipt mjög miklu máli. Grímurnar eru að virka og vísindamenn hafa verið að sýna fram á það, það klárlega hefur áhrif,“ segir Víðir og bætir við að fólk virðist huga almennt betur að sóttvörnum þegar það er með grímur. Væri ferlegt að fá fjórðu bylgjuna ofan í bólusetningar „Við erum ekki alveg sloppin út úr þessari þriðju bylgju, svo við viljum hvetja alla til að hafa varann á sér áfram og sjá hvernig þetta þróast næstu daga,“ segir Víðir um þróun undanfarinna daga. Í síðustu viku var slakað á takmörkunum og segir hann taka nokkra daga, jafnvel vikur, að sjá hver áhrifin verða. Hann trúi því að fólk hafi lært af fyrri bylgjum og fari ekki of geyst af stað þó slakað hafi verið á samkomutakmörkunum. „Það væri ferlegt að fara að fást við fjórðu bylgjuna núna þegar við erum að fara að keyra bólusetningarnar fulla ferð.“ Sjálfur smitaðist Víðir af kórónuveirunni á síðasta ári og greindi frá því í viðtali í Bítinu að hann væri enn að glíma við eftirköst veikindanna. Hann segist nú finna fyrir minni heilaþoku en áður og getur unnið heilan vinnudag. Þetta hafi þó verið skrítinn tími. „Mér finnst ég finna dagamun á mér. Mér ég finnst ég vera á réttri leið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19. 22. janúar 2021 10:37 Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Að sögn Víðis er þó örlítið áhyggjuefni hversu fáir eru að mæta í sýnatöku. Það sé spurning hvort fólk sé að slaka á varðandi sýnatökurnar en hann ítrekar mikilvægi þess að allir fari í sýnatöku sem finna fyrir smávægilegum einkennum. „Þeim hefur fækkað sem eru að koma í sýnatöku, við erum að spá í hvort fólk sé að slaka á í því. Það eru töluvert færri sýni tekin í þessari viku heldur en í vikunni á undan.“ Hann segir þó vel geta verið að færri séu að veikjast, enda virðist vera minna um árstíðabundnar flensur en alla jafna. Það mætti mögulega rekja til grímunotkunar og áherslu á almennar sóttvarnir. „Það er klárlega eitt af því sem gæti skipt mjög miklu máli. Grímurnar eru að virka og vísindamenn hafa verið að sýna fram á það, það klárlega hefur áhrif,“ segir Víðir og bætir við að fólk virðist huga almennt betur að sóttvörnum þegar það er með grímur. Væri ferlegt að fá fjórðu bylgjuna ofan í bólusetningar „Við erum ekki alveg sloppin út úr þessari þriðju bylgju, svo við viljum hvetja alla til að hafa varann á sér áfram og sjá hvernig þetta þróast næstu daga,“ segir Víðir um þróun undanfarinna daga. Í síðustu viku var slakað á takmörkunum og segir hann taka nokkra daga, jafnvel vikur, að sjá hver áhrifin verða. Hann trúi því að fólk hafi lært af fyrri bylgjum og fari ekki of geyst af stað þó slakað hafi verið á samkomutakmörkunum. „Það væri ferlegt að fara að fást við fjórðu bylgjuna núna þegar við erum að fara að keyra bólusetningarnar fulla ferð.“ Sjálfur smitaðist Víðir af kórónuveirunni á síðasta ári og greindi frá því í viðtali í Bítinu að hann væri enn að glíma við eftirköst veikindanna. Hann segist nú finna fyrir minni heilaþoku en áður og getur unnið heilan vinnudag. Þetta hafi þó verið skrítinn tími. „Mér finnst ég finna dagamun á mér. Mér ég finnst ég vera á réttri leið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19. 22. janúar 2021 10:37 Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19. 22. janúar 2021 10:37
Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. 21. janúar 2021 14:29