Ströngustu aðgerðir frá upphafi tekið gildi í Noregi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 14:08 Bólusetning er hafin í Noregi líkt og víðast hvar annars staðar í Evrópu og um heiminn. Þar líkt og annars staðar er þó beðið eftir meira bóluefni. EPA/BERIT ROALD/NORWAY OUT Borgaryfirvöld í Osló hafa kallað eftir því höfuðborgarsvæðið verði sett í forgang hvað varðar bólusetningu gegn covid-19. Ströngustu reglur um sóttvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa tekið gildi á ákveðnum svæðum í Noregi, þær ströngustu frá upphafi faraldursins. Aðgerðir voru hertar eftir að svokallað breska afbrigði veirunnar fór að skjóta upp kollinum í nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar. Meðal annars hefur vínbúðum verið lokað en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að langar raðir hafi myndast við áfengisverslun ríkisins í Sandvika, eftir að vínbúðum í Osló og tíu nærliggjandi sveitarfélögum í Austur-Noregi var gert að loka eftir að nýtt afbrigði veirunnar greindist á svæðinu. „Nú heldur fólk í pílagrímsferðir til Bærum til að kaupa vín og sterkt áfengi,“ segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að áfengisverslanir norska ríkisins, sem hefur einokun á þeim markaði líkt, í sveitarfélögunum tíu verði lokaðar út þennan mánuð og jafnvel lengur. Það þýðir að yfir 750 þúsund íbúar sveitarfélaganna sem náð hafa 18 ára aldri geta ekki verslað áfengi í sínum heimabæ. „Það hefur legið fyrir lengi að faraldurinn er ófyrirsjáanlegur. Nú sjáum við hversu ófyrirsjáanlegur hann getur verið. Við höfum óttast lengi að nýtt afbrigði kynni að berast til Noregs,“ segir Raymond Johansen, forseti borgarstjórnar í Osló. Nær öllu hefur verið skellt í lás í tíu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eftir að breska afbrigðið svokallaða greindist í Norður-Follo. Osló er stærsta sveitarfélagið þar sem hertar aðgerðir hafa tekið gildi. Öllu hefur verið lokað nema matvöruverslunum, apótekum og eldsneytisstöðvum. Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjar aðgerðir sem borgaryfirvöld í Osló styðja. Þar að auki vill Johansen ganga lengra. „Forðist það að koma saman í heimahúsum og hættið við ónauðsynleg ferðalög,“ segir Johansen. Hann vill ennfremur meina að réttast væri að höfuðborgin færi fram fyrir í röðinni um bóluefni. „Þessi útbreiðsla hefur áhrif á forgangsröðun bólusetningar og ætti að sjálfsögðu að taka til greina,“ segir Johansen. Hann kveðst hafa borið upp erindið við norska landlæknisembættið. „Eins og ég hef áður sagt þá er mikilvægt að svæði sem hafa lent illa í faraldrinum hafi forgang þegar bóluefni er dreift.“ Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur jafnframt kvatt landsmenn til þess að hætta við öll óþarfa ferðalög, það eigi líka við um ferðir upp í sumarbústað sem njóta mikilla vinsælda meðal Norðmanna. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Sjá meira
Meðal annars hefur vínbúðum verið lokað en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að langar raðir hafi myndast við áfengisverslun ríkisins í Sandvika, eftir að vínbúðum í Osló og tíu nærliggjandi sveitarfélögum í Austur-Noregi var gert að loka eftir að nýtt afbrigði veirunnar greindist á svæðinu. „Nú heldur fólk í pílagrímsferðir til Bærum til að kaupa vín og sterkt áfengi,“ segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að áfengisverslanir norska ríkisins, sem hefur einokun á þeim markaði líkt, í sveitarfélögunum tíu verði lokaðar út þennan mánuð og jafnvel lengur. Það þýðir að yfir 750 þúsund íbúar sveitarfélaganna sem náð hafa 18 ára aldri geta ekki verslað áfengi í sínum heimabæ. „Það hefur legið fyrir lengi að faraldurinn er ófyrirsjáanlegur. Nú sjáum við hversu ófyrirsjáanlegur hann getur verið. Við höfum óttast lengi að nýtt afbrigði kynni að berast til Noregs,“ segir Raymond Johansen, forseti borgarstjórnar í Osló. Nær öllu hefur verið skellt í lás í tíu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eftir að breska afbrigðið svokallaða greindist í Norður-Follo. Osló er stærsta sveitarfélagið þar sem hertar aðgerðir hafa tekið gildi. Öllu hefur verið lokað nema matvöruverslunum, apótekum og eldsneytisstöðvum. Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjar aðgerðir sem borgaryfirvöld í Osló styðja. Þar að auki vill Johansen ganga lengra. „Forðist það að koma saman í heimahúsum og hættið við ónauðsynleg ferðalög,“ segir Johansen. Hann vill ennfremur meina að réttast væri að höfuðborgin færi fram fyrir í röðinni um bóluefni. „Þessi útbreiðsla hefur áhrif á forgangsröðun bólusetningar og ætti að sjálfsögðu að taka til greina,“ segir Johansen. Hann kveðst hafa borið upp erindið við norska landlæknisembættið. „Eins og ég hef áður sagt þá er mikilvægt að svæði sem hafa lent illa í faraldrinum hafi forgang þegar bóluefni er dreift.“ Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur jafnframt kvatt landsmenn til þess að hætta við öll óþarfa ferðalög, það eigi líka við um ferðir upp í sumarbústað sem njóta mikilla vinsælda meðal Norðmanna.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Sjá meira