Innlent

Tóku höndum saman og komu sjúkrabíl í gegnum mikla ófærð

Samúel Karl Ólason skrifar
Margir komu að aðgerðunum í gær.
Margir komu að aðgerðunum í gær. Björgunarsveitin Hafliði

Björgunarsveitarmenn frá Þórshöfn, Raufarhöfn, Húsavík auk snjómokstursmanna allt frá Þórshöfn til Akureyrar tóku á honum stóra sínum í gær þegar þeir komu sjúklingi frá Þórshöfn til Akureyri í mjög vondu veðri og mikilli ófærð.

Þetta var eina leiðin þar sem sjúkraflug kom ekki til greina vegna mjög slæms veðurs. Landleiðin var það eina sem kom til greina.

„Eftir hetjulega baráttu við ófærð og veður komumst við yfir Hófaskarðið þar sem bjsv. Garðar og sjúkrabíll frá Húsavík tóku við sjúklingnum og komu honum til Akureyrar,“ segir á Facebooksíðu björgunarsveitarinnar Hafliði á Þórshöfn.

Þar segir einnig að það fari í gegnum huga þess sem skrifar hve mikill samtakamáttur sé í samfélaginu við aðstæður sem þessar.

Stjórn Hafliða kom þar að auki þökkum á framfæri til þeirra sem komu að aðgerðunum gær.

„Gott skipulag, samtal, samvinna og liðsheild gerði það að verkum að markmiðið náðist og getum við verið stolt af því.“

Skoða má Facebookfærslu Hafliða hér að neðan. Þar eru myndir og í athugasemdum við færsluna sjálfa eru þó nokkur myndbönd frá ferðinni í gærkvöldi.

Í dag kl. 11:36 barst sveitinni boð á hæsta forgangi frá Neyðarlínu um að fylgja sjúkrabíl frá Þórshöfn yfir Hófaskarðið...

Posted by Björgunarsveitin Hafliði on Saturday, 23 January 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×