Enski boltinn

Sol­skjær á­nægður með að Man Utd hafi loks unnið á eigin for­sendum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Solskjær ræðir við Paul Pogba að loknum 3-2 sigri. Jürgen Klopp gengur niðurlútur á undan þeim.
Solskjær ræðir við Paul Pogba að loknum 3-2 sigri. Jürgen Klopp gengur niðurlútur á undan þeim. Laurence Griffiths/Getty Images

Ole Gunnar Solskjær var hæstánægður með 3-2 sigur sinna manna gegn Liverpool í FA-bikarnum í dag.

Norðmaðurinn sagði í viðtali eftir leik að Manchester United hefði loks unnið stórleik á eigin forsendum, með jákvæðu liðsvali þar sem liðið var aðallega að pæla í að núlla út ógn mótherjans.

„Frábært að vinna Englandsmeistara síðasta árs, þeir eru með frábært lið og við höfum náð góðum úrslitum undanfarin tvö ár með því að spila mismunandi kerfi. Í dag spiluðum við vel og unnum leikinn á okkar forsendum,“ sagði Norðmaðurinn í viðtali eftir leik.

Ætla má að Solskjær sé að tala um að heimamenn spiluðu 4-3-3 í dag eins og þeir gera í flestum leikjum. Í undanförum leikjum liðsins gegn Liverpool hefur Ole Gunnar breytt um uppstillingu til að reyna stöðva öflugt lið Liverpool.

„Við fundum leið sem við og leikmennirnir trúum á og erum að verða sterkari og sterkari. Hugarfar okkar til að koma til baka eftir að við höfum lent 1-0 undir, við höfum sýnt það aftur og aftur á leiktíðinni. Líkamlega erum við sterkari og getum spilað af meiri ákafa en áður,“ bætti hann við.

„Ef við horfum á muninn á liðinu frá því fyrir hálfu ári eða ári þá erum við miklu betri. Við höfum lagfært einn hlut í einu og nú erum við vinnandi mun fleiri jafna leiki. Hugarfarið og sjálfstraust liðsins er mjög gott.

„Fyrir okkur er góð tilfinning að spila á okkar forsendum. Við höfum náð góðum úrslitum undanfarin ár með því að spila tígulmiðju eða 3-5-2 þar sem við stefnum að því að núlla út gæði mótherjanna. Í dag unnum við með því jákvæðu liðsvali og með því að spila fótboltann sem við viljum spila. Við sendum sjálfum okkur yfirlýsingu með þessum sigri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum.


Tengdar fréttir

Bruno Fernandes skaut Man United á­fram | Sjáðu mörkin

Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×