Sögulega góður leikur hjá Jaylen Brown Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 08:01 Jaylen Brown skorar tvö af 33 stigum sínum gegn Cleveland Cavaliers. getty/Maddie Meyer Boston Celtics bauð til sóknarveislu þegar liðið sigraði Cleveland Cavaliers, 141-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston-menn voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum og hittu úr helmingi skota sinna þaðan. Jaylen Brown fór mikinn og skoraði 33 stig á aðeins nítján mínútum, þar af tuttugu stig í 3. leikhluta. Frá því skotklukkan var tekin upp tímabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður skorað jafn mörg stig á minna en tuttugu mínútum en Brown gerði gegn Cleveland í nótt. Jaylen Brown's 33 points in 19 minutes tonight are the most by any player in fewer than 20 minutes played during the shot clock era (1954-55). @EliasSports pic.twitter.com/UjAQB4gBUU— NBA.com/Stats (@nbastats) January 25, 2021 Jaylen Brown scores the MOST POINTS in under 20 minutes played during the shot clock era (1954-55)! @FCHWPO: 33 PTS in 19 minutes played pic.twitter.com/zPdiEbxPvJ— NBA (@NBA) January 25, 2021 Kemba Walker skoraði 21 stig fyrir Boston sem er enn án Jaysons Tatum. Þetta var fyrsti sigur Boston í fjórum leikjum á meðan Cleveland hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn í nótt. Kawhi Leonard fór fyrir Los Angeles Clippers sem vann Oklahoma City Thunder, 108-100. Hann skoraði 34 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Kawhi (34 PTS, 9 REB, 8 AST) leads the @LAClippers to their 7th win in a row! pic.twitter.com/o7v9ODnB8p— NBA (@NBA) January 24, 2021 Serge Ibaka skoraði sautján stig fyrir Clippers sem hefur unnið sjö leiki í röð og komið sér fyrir á toppi Vesturdeildarinnar. Gordon Hayward var hetja Charlotte Hornets sem sigraði Orlando Magic, 104-107, á útivelli. Hann skoraði 39 stig, þar á meðal sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Gordon Hayward (39 PTS, 13 in the 4th Q) hits the GAME-WINNING @hornets layup with 0.7 left! pic.twitter.com/nUzTqUjs64— NBA (@NBA) January 25, 2021 Sigurinn var kærkominn fyrir Charlotte sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Hayward hitti úr fimmtán af 25 skotum sínum, þar af fimm af átta skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Giannis Antetokounmpo skoraði 27 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann Atlanta Hawks, 129-115, á heimavelli. Milwaukee er í 2. sæti Austurdeildarinnar á eftir Philadelphia 76ers sem lék ekki í nótt. 27 PTS, 14 REB, 8 AST for Giannis! @Giannis_An34 x @Bucks pic.twitter.com/D4n8IN1T46— NBA (@NBA) January 25, 2021 Damian Lillard var í miklu stuði þegar Portland Trail Blazers sigraði New York Knicks, 116-113. Hann skoraði 39 stig og gaf átta stoðsendingar. Portland er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. EFFICIENT night for @Dame_Lillard in the @trailblazers W.39 PTS | 6 3PM | 11-17 FGM | 11-11 FTM pic.twitter.com/z33qwAUmQp— NBA (@NBA) January 25, 2021 Úrslit næturinnar Boston 141-103 Cleveland LA Clippers 108-100 Oklahoma Orlando 104-107 Charlotte Milwaukee 129-115 Atlanta Portland 116-113 NY Knicks San Antonio 121-101 Washington Indiana 102-107 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Boston-menn voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum og hittu úr helmingi skota sinna þaðan. Jaylen Brown fór mikinn og skoraði 33 stig á aðeins nítján mínútum, þar af tuttugu stig í 3. leikhluta. Frá því skotklukkan var tekin upp tímabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður skorað jafn mörg stig á minna en tuttugu mínútum en Brown gerði gegn Cleveland í nótt. Jaylen Brown's 33 points in 19 minutes tonight are the most by any player in fewer than 20 minutes played during the shot clock era (1954-55). @EliasSports pic.twitter.com/UjAQB4gBUU— NBA.com/Stats (@nbastats) January 25, 2021 Jaylen Brown scores the MOST POINTS in under 20 minutes played during the shot clock era (1954-55)! @FCHWPO: 33 PTS in 19 minutes played pic.twitter.com/zPdiEbxPvJ— NBA (@NBA) January 25, 2021 Kemba Walker skoraði 21 stig fyrir Boston sem er enn án Jaysons Tatum. Þetta var fyrsti sigur Boston í fjórum leikjum á meðan Cleveland hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn í nótt. Kawhi Leonard fór fyrir Los Angeles Clippers sem vann Oklahoma City Thunder, 108-100. Hann skoraði 34 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Kawhi (34 PTS, 9 REB, 8 AST) leads the @LAClippers to their 7th win in a row! pic.twitter.com/o7v9ODnB8p— NBA (@NBA) January 24, 2021 Serge Ibaka skoraði sautján stig fyrir Clippers sem hefur unnið sjö leiki í röð og komið sér fyrir á toppi Vesturdeildarinnar. Gordon Hayward var hetja Charlotte Hornets sem sigraði Orlando Magic, 104-107, á útivelli. Hann skoraði 39 stig, þar á meðal sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Gordon Hayward (39 PTS, 13 in the 4th Q) hits the GAME-WINNING @hornets layup with 0.7 left! pic.twitter.com/nUzTqUjs64— NBA (@NBA) January 25, 2021 Sigurinn var kærkominn fyrir Charlotte sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Hayward hitti úr fimmtán af 25 skotum sínum, þar af fimm af átta skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Giannis Antetokounmpo skoraði 27 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann Atlanta Hawks, 129-115, á heimavelli. Milwaukee er í 2. sæti Austurdeildarinnar á eftir Philadelphia 76ers sem lék ekki í nótt. 27 PTS, 14 REB, 8 AST for Giannis! @Giannis_An34 x @Bucks pic.twitter.com/D4n8IN1T46— NBA (@NBA) January 25, 2021 Damian Lillard var í miklu stuði þegar Portland Trail Blazers sigraði New York Knicks, 116-113. Hann skoraði 39 stig og gaf átta stoðsendingar. Portland er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. EFFICIENT night for @Dame_Lillard in the @trailblazers W.39 PTS | 6 3PM | 11-17 FGM | 11-11 FTM pic.twitter.com/z33qwAUmQp— NBA (@NBA) January 25, 2021 Úrslit næturinnar Boston 141-103 Cleveland LA Clippers 108-100 Oklahoma Orlando 104-107 Charlotte Milwaukee 129-115 Atlanta Portland 116-113 NY Knicks San Antonio 121-101 Washington Indiana 102-107 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Boston 141-103 Cleveland LA Clippers 108-100 Oklahoma Orlando 104-107 Charlotte Milwaukee 129-115 Atlanta Portland 116-113 NY Knicks San Antonio 121-101 Washington Indiana 102-107 Toronto
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira