Frá þessu segir á vef Íslandsstofu. Þar segir að breytingin sé fyrst og fremst gerð til þess að liðka fyrir störfum Íslandsstofu erlendis, þar sem algengt sé að félög sem sinna svipaðri starfsemi og Íslandsstofa séu nefnd Business að viðbættu heiti heimalands, svo sem Business France, Business Sweden og Business Finland.
Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda og hefur það hlutverk sinna markaðs- og kynningarmála landsmanna á erlendri grund.