Ákvörðun um að gefa nemanda núll í prófi vegna meints prófsvindls felld úr gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 17:39 Ákvörðun um að veita nemanda við Háskóli íslands áminningu og núll í einkunn hefur verið felld úr gildi. Ákvörðun deildarforseta við raunvísindadeild Háskóla Íslands um að gefa nemanda núll í einkunn á lokaprófi í lífrænni efnafræði vegna meints prófsvindls hefur verið felld úr gildi. Ákvörðun um að veita nemandanum ekki rétt til endurtökuprófs og að veita honum áminningu hefur einnig verið felld úr gildi. Þetta kemur fram í úrskurði áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema sem birtur var í dag. Nemandinn kærði ákvörðun deildarforseta en nemandinn var grunaður um að hafa nýtt sér utanaðkomandi aðstoð við úrlausn prófsins og var fyrir þær sakir veitt áminning og gefið núll í einkunn. Nefndin tók þó ekki afstöðu til þess hvort nemandinn hafi svindlað í prófinu heldur byggir ákvörðun nefndarinnar um að fella niður stjórnvaldsákvörðun á því að nemandinn hafi ekki fengið tækifæri til andmæla á öllum stigum málsins. Fram kemur í úrskurðinum að ákvörðunin hafi verið verulega íþyngjandi fyrir nemandann. Honum hafi gefist kostur á að koma á framfæri andmælum við málsmeðferð deildarforseta en eftir að athugasemdir nemandans bárust óskaði deildarforseti eftir áliti sérfræðings. Sérfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að nemandinn hefði afritað lausnina af vefsíðunni chegg.com. „Þótt kærandi hafi komið að andmælum á fyrri stigum fékk kærandi ekki að gera athugasemdir við álit sérfræðingsins. Þegar aðila máls er ókunnugt um að ný gögn og upplýsingar hafa bæst við í máli hans og telja verður að upplýsingarnar séu honum í óhag og hafi verulega þýðingu við úrlausn málsins er almennt óheimilt að taka ákvörðun í málinu fyrr en honum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér upplýsingarnar og tjá sig um þær,“ segir í úrskurðinum. Áfrýjunarnefndin fellst hins vegar ekki á flestar málsaðstæður í rökstuðningi nemandans. Til að mynda féllst nefndin ekki á þann rökstuðning nemandans að ásakanir á hendur honum hafi verið óskýrar. Það sé skýrt af gögnum málsins að ætlað brot nemandans fólst í því að hafa nýtt úrlausn af vefsíðunni chegg.com til að leysa dæmi í prófinu. Þá fellst nefndin meðal annars ekki heldur á að forseti fræðasviðs hafi verið vanhæfur til að koma að ákvörðunum um viðurlög ekki heldur á þá málsástæðu kæranda að reglur um námsgögn við próftöku hafi verið ónákvæmar og óskýrar. „Nefndin tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort að umrætt prófverkefni í lið 5a hafi verið leyst með eftirritun netlausnar verkefnisins, sem finna mátti á vefsíðunni chegg.com, enda ekki sérþekking til staðar innan nefndarinnar til að leggja mat á slíkt með óyggjandi hætti. Kemur einkunn kæranda í námskeiðinu þannig ekki til frekari skoðunar af hálfu nefndarinnar,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Nemandinn kærði ákvörðun deildarforseta en nemandinn var grunaður um að hafa nýtt sér utanaðkomandi aðstoð við úrlausn prófsins og var fyrir þær sakir veitt áminning og gefið núll í einkunn. Nefndin tók þó ekki afstöðu til þess hvort nemandinn hafi svindlað í prófinu heldur byggir ákvörðun nefndarinnar um að fella niður stjórnvaldsákvörðun á því að nemandinn hafi ekki fengið tækifæri til andmæla á öllum stigum málsins. Fram kemur í úrskurðinum að ákvörðunin hafi verið verulega íþyngjandi fyrir nemandann. Honum hafi gefist kostur á að koma á framfæri andmælum við málsmeðferð deildarforseta en eftir að athugasemdir nemandans bárust óskaði deildarforseti eftir áliti sérfræðings. Sérfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að nemandinn hefði afritað lausnina af vefsíðunni chegg.com. „Þótt kærandi hafi komið að andmælum á fyrri stigum fékk kærandi ekki að gera athugasemdir við álit sérfræðingsins. Þegar aðila máls er ókunnugt um að ný gögn og upplýsingar hafa bæst við í máli hans og telja verður að upplýsingarnar séu honum í óhag og hafi verulega þýðingu við úrlausn málsins er almennt óheimilt að taka ákvörðun í málinu fyrr en honum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér upplýsingarnar og tjá sig um þær,“ segir í úrskurðinum. Áfrýjunarnefndin fellst hins vegar ekki á flestar málsaðstæður í rökstuðningi nemandans. Til að mynda féllst nefndin ekki á þann rökstuðning nemandans að ásakanir á hendur honum hafi verið óskýrar. Það sé skýrt af gögnum málsins að ætlað brot nemandans fólst í því að hafa nýtt úrlausn af vefsíðunni chegg.com til að leysa dæmi í prófinu. Þá fellst nefndin meðal annars ekki heldur á að forseti fræðasviðs hafi verið vanhæfur til að koma að ákvörðunum um viðurlög ekki heldur á þá málsástæðu kæranda að reglur um námsgögn við próftöku hafi verið ónákvæmar og óskýrar. „Nefndin tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort að umrætt prófverkefni í lið 5a hafi verið leyst með eftirritun netlausnar verkefnisins, sem finna mátti á vefsíðunni chegg.com, enda ekki sérþekking til staðar innan nefndarinnar til að leggja mat á slíkt með óyggjandi hætti. Kemur einkunn kæranda í námskeiðinu þannig ekki til frekari skoðunar af hálfu nefndarinnar,“ segir ennfremur í úrskurðinum.
Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira