Fyrsta útsending dagsins er klukkan 11.00 er sýnt verður frá Omega Dubai Desert Classic á Evróputúrnum. Klukkan 20.00 er það svo annað golfmót; Farmers Insurance Open en það er á PGA túrnum.
Dominos Körfuboltakvöld kvenna fer í loftið klukkan 17.00 en þar verða gerðir upp allir leikirnir í deildinni í gær. Í raun er algjör körfuboltaveisla því tveir leikir í karladeildinni; Njarðvík gegn Grindavík og KR gegn Þór Þ. verða sýndir í kjölfarið.
Eftir að öllum leikjum kvöldsins er lokið gera þeir Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans í Domino’s tilþrifunum upp þá fjóra leiki sem fara fram í dag.
Klukkan 19.30 spila KA og Afturelding sinn fyrsta leik í Olís deild karla eftir langt hlé. Leikurinn í þráðbeinni á Stöð 2 Sport 3.
Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.