NBA dagsins: Vottaði Kobe virðingu sína eftir stóra körfu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 14:29 Trae Young heldur tveimur og fjórum fingrum á lofti til minningar um Kobe Bryant sem lék í treyju númer 24 seinni hluta ferilsins. getty/Kevin C. Cox Í gær var ár síðan Kobe Bryant lést í þyrluslysi. Trae Young, leikmaður Atlanta Hawks, minntist hans með táknrænum hætti í leik gegn Los Angeles Clippers í nótt. Young fór mikinn í leiknum og skoraði 38 stig í sigri Atlanta, 108-99. Lið Clippers var vængbrotið en þeir Kawhi Leonard, Paul George og Patrick Beverley voru allir fjarri góðu gamni. Þrátt fyrir það var Clippers yfir í hálfleik, 43-48. Í seinni hálfleik tóku Haukarnir við sér með Young í broddi fylkingar og náðu yfirhöndinni. Eftir að Young setti niður þriggja stiga skot nánast frá miðju og kom Atlanta í 101-90 vottaði hann Kobe virðingu sína með því að mynda gamla treyjunúmerið hans, 24, með fingrunum. De'Andre Hunter átti einnig góðan leik fyrir Atlanta og skoraði 22 stig. Svissneski miðherjinn Clint Capela skoraði þrettán stig og tók átján fráköst. Atlanta er í 6. sæti Austurdeildarinnar með níu sigra og átta töp. Clippers, sem hafði unnið sjö leiki í röð fyrir leikinn í nótt, er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Atlanta og Clippers. Þar má einnig sjá brot úr leikjum Houston Rockets og Washington Wizards og Utah Jazz og New York Knicks sem og fimm flottustu tilþrifin úr leikjum næturinnar. Klippa: NBA dagsins 27. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Ekkert fær stöðvað sjóðheita Utah-menn Utah Jazz er heitasta lið NBA-deildarinnar í körfubolta um þessar mundir. Í nótt vann Utah New York Knicks, 108-94, en þetta var níundi sigur liðsins í röð. 27. janúar 2021 07:31 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Young fór mikinn í leiknum og skoraði 38 stig í sigri Atlanta, 108-99. Lið Clippers var vængbrotið en þeir Kawhi Leonard, Paul George og Patrick Beverley voru allir fjarri góðu gamni. Þrátt fyrir það var Clippers yfir í hálfleik, 43-48. Í seinni hálfleik tóku Haukarnir við sér með Young í broddi fylkingar og náðu yfirhöndinni. Eftir að Young setti niður þriggja stiga skot nánast frá miðju og kom Atlanta í 101-90 vottaði hann Kobe virðingu sína með því að mynda gamla treyjunúmerið hans, 24, með fingrunum. De'Andre Hunter átti einnig góðan leik fyrir Atlanta og skoraði 22 stig. Svissneski miðherjinn Clint Capela skoraði þrettán stig og tók átján fráköst. Atlanta er í 6. sæti Austurdeildarinnar með níu sigra og átta töp. Clippers, sem hafði unnið sjö leiki í röð fyrir leikinn í nótt, er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Atlanta og Clippers. Þar má einnig sjá brot úr leikjum Houston Rockets og Washington Wizards og Utah Jazz og New York Knicks sem og fimm flottustu tilþrifin úr leikjum næturinnar. Klippa: NBA dagsins 27. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Ekkert fær stöðvað sjóðheita Utah-menn Utah Jazz er heitasta lið NBA-deildarinnar í körfubolta um þessar mundir. Í nótt vann Utah New York Knicks, 108-94, en þetta var níundi sigur liðsins í röð. 27. janúar 2021 07:31 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Ekkert fær stöðvað sjóðheita Utah-menn Utah Jazz er heitasta lið NBA-deildarinnar í körfubolta um þessar mundir. Í nótt vann Utah New York Knicks, 108-94, en þetta var níundi sigur liðsins í röð. 27. janúar 2021 07:31