Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. janúar 2021 19:01 Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. vísir/Sigurjón Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti. Krabbameinsfélagið hætti að láta greina sýni úr leghálsskimunum í nóvember og þegar skimanir færðust yfir til heilsugæslunnar um áramótin voru tvö þúsund sýni sem þegar höfðu verið tekin send í pappakössum á heilsugæsluna í Hamraborg. Nú hefur verið undirritaður skammtímasamningur við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu á þessum sýnum. Gert er ráð fyrir að langtímasamningur verði undirritaður í næstu viku. Héðan í frá verða því öll sýni fullrannsökuð þar. Um eitt þúsund af eldri sýnunum hafa nú verið send á rannsóknarstofuna. Enn er þó vandi fyrir höndum þar sem rannsóknarstofan notar minni sýnatökuglös en Krabbmeinsfélagið gerði. Rannsóknarstofan í Danmörku notar minni glösin en Krabbameinsfélagið notaði stærri glösin.vísir/Sigurjón Stóru glösin passa ekki í rannsóknartæki stofunnar til fullgreiningar og skoðun á þessum sýnum mun því ekki leiða í ljós hvort kona sé með frumubreytingar sem geta valdið krabbameini. „Það er ekki hægt að fullrannsaka þau. Þau verða bara HPV mæld og þær konur sem eru með HPV veiruna þurfa því að koma aftur eftir þrjá mánuði til að sjá hvort þær séu enn með hana,” segir Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Hluti kvennnanna þarf því að koma aftur í sýnatöku. Einnig er mögulegt að hluti sýnanna tilheyri konum sem höfðu þegar mætt í endurkomu, vita nú þegar að þær eru með HPV veiruna og biðu eftir niðurstöðu varðandi frumubreytingar. Heilsugæslan hefur ákveðið að bjóða konum sem þurfa að koma aftur vegna þessa ókeypis sýnatöku. Krabbameinsleit í leghálsi var um áramótin færð frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar.vísir/Vilhelm „Það hefði alveg verið hægt að rannsaka þessi sýni hérna heima. Landspítalinn hefði getað HPV mælt þessi sýni hérna heima og það hefði veirð hægt að nýta frumurannsóknarstofu Landspítalans til þess og klára þessi mál hjá Krabbameinsfélaginu,” segir Kristján. „Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að það hafi ekki verið gert og skil ekki af hverju það var skilið svona við. Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka.” Hefði heilsugæslan ekki getað sent þessi sýni eitthvert annað? „Það hefði sjálfsagt verið hægt að HPV mæla þau hvar sem er. En það sem hefur tafið þetta ferli allt saman er ekki síst covid, bæði hér á landi og ekki síst í Danmörku. Fólk hefur verið upptekið við covid, einnig lögfræðingar sem sjá um alla samningagerð, og það er skýringin á þessum töfum.” Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Krabbameinsfélagið hætti að láta greina sýni úr leghálsskimunum í nóvember og þegar skimanir færðust yfir til heilsugæslunnar um áramótin voru tvö þúsund sýni sem þegar höfðu verið tekin send í pappakössum á heilsugæsluna í Hamraborg. Nú hefur verið undirritaður skammtímasamningur við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu á þessum sýnum. Gert er ráð fyrir að langtímasamningur verði undirritaður í næstu viku. Héðan í frá verða því öll sýni fullrannsökuð þar. Um eitt þúsund af eldri sýnunum hafa nú verið send á rannsóknarstofuna. Enn er þó vandi fyrir höndum þar sem rannsóknarstofan notar minni sýnatökuglös en Krabbmeinsfélagið gerði. Rannsóknarstofan í Danmörku notar minni glösin en Krabbameinsfélagið notaði stærri glösin.vísir/Sigurjón Stóru glösin passa ekki í rannsóknartæki stofunnar til fullgreiningar og skoðun á þessum sýnum mun því ekki leiða í ljós hvort kona sé með frumubreytingar sem geta valdið krabbameini. „Það er ekki hægt að fullrannsaka þau. Þau verða bara HPV mæld og þær konur sem eru með HPV veiruna þurfa því að koma aftur eftir þrjá mánuði til að sjá hvort þær séu enn með hana,” segir Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Hluti kvennnanna þarf því að koma aftur í sýnatöku. Einnig er mögulegt að hluti sýnanna tilheyri konum sem höfðu þegar mætt í endurkomu, vita nú þegar að þær eru með HPV veiruna og biðu eftir niðurstöðu varðandi frumubreytingar. Heilsugæslan hefur ákveðið að bjóða konum sem þurfa að koma aftur vegna þessa ókeypis sýnatöku. Krabbameinsleit í leghálsi var um áramótin færð frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar.vísir/Vilhelm „Það hefði alveg verið hægt að rannsaka þessi sýni hérna heima. Landspítalinn hefði getað HPV mælt þessi sýni hérna heima og það hefði veirð hægt að nýta frumurannsóknarstofu Landspítalans til þess og klára þessi mál hjá Krabbameinsfélaginu,” segir Kristján. „Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að það hafi ekki verið gert og skil ekki af hverju það var skilið svona við. Þessar konur voru skimaðar á vegum Krabbameinsfélagsins og manni hefði þótt eðlilegt að Krabbameinsfélagið hefði klárað að rannsaka þær líka.” Hefði heilsugæslan ekki getað sent þessi sýni eitthvert annað? „Það hefði sjálfsagt verið hægt að HPV mæla þau hvar sem er. En það sem hefur tafið þetta ferli allt saman er ekki síst covid, bæði hér á landi og ekki síst í Danmörku. Fólk hefur verið upptekið við covid, einnig lögfræðingar sem sjá um alla samningagerð, og það er skýringin á þessum töfum.”
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira