Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2021 07:00 Már segir að fjármálalæsi Íslendinga hafi sögulega verið lélegt en skánað nokkuð eftir fjármálahrunið. Samsett Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. Hann segir séreignarsparnað vera eina mikilvægustu sparnaðarleiðina sem býðst og það skipti sífellt meira máli að hafa varasjóð sem hægt er að sækja í þegar eitthvað óvænt kemur upp á. Már var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum en hann hefur mikla reynslu af fjárfestingum og stýringu fjármuna í íslensku bankakerfi og erlendis. „Aldrei að setja öll eggin í sömu körfuna, aldrei taka meiri áhættu en þú getur tekið því það er bara þannig að það ómögulega gerist miklu oftar en langflesta órar fyrir,“ segir Már. Beri að varast frásagnir af skyndigróða Að hans sögn er hægt að líkja fjárfestingum við skák. Fyrst lærir maður mannganginn, heldur sig við ákveðnar byrjunarhreyfingar og þegar lengra er komið er hægt að fara út í meiri ævintýri á borð við drottningarfórnir. Í fjárfestingum líkt og í skák eigi þó að halda slíkum brögðum í lágmarki. „Sumir fjárfesta í einhverju fyrirtæki sem einhver vinur eða fjölskyldumeðlimur er að stofna og það er ákveðin ævintýramennska.“ Einnig beri að varast ævintýralegar frásagnir af skyndigróða. „Ég sá bara nýlega að einhver setti alla sína fjárfestingu í Tesla og er búinn að græða óskaplegar fjárhæðir á því. Það er auðvitað gaman að geta sagt einhverjar slíkar sögur í fjölskylduboðum og setja sig á háan hest en það er ekkert vit í því. Ekki nema það skipti þig svona gríðarlega miklu máli að geta sagt góða sögu en í mínum í huga er þetta bara allt of dýru verði keypt fyrir langflest okkar.“ Már mælir frekar með því að fólk dreifi áhættunni meira og eigi hlutabréf í lengri tíma. „Eitt af því sem ég segi, þó ég fylgi þeim fræðum ekkert gríðarlega vel eftir, er að vera ekkert að tala allt of mikið um sínar eigin fjárfestingar og sérstaklega þegar vel gengur að minna alla á að stundum gengur ekki jafn vel. Það er stundum sagt: „Aldrei verða ástfanginn af hlutabréfunum þínum því þú getur alveg verið viss um að þau verða aldrei ástfangin af þér.““ Hann bætir við að aldrei eigi að láta tilfinningarnar ráða för þegar kemur að fjárfestingum. Oft geti verið gagnlegt að fjárfesta gegn þeirri orðræðu sem er ríkjandi og forðast vinsælustu fyrirtækin þá stundina. Geti verið dýrt að fjárfesta erlendis Már segir að ef fjárfest er erlendis geti tímasetning skipt miklu máli. Til að mynda sé ekki óvitlaust að fjárfesta með erlendum gjaldeyri í erlendum fjárfestingum þegar krónan er mjög sterk. Á hinn bóginn sé ekki besti tíminn til að fjárfesta erlendis þegar íslenska krónan er veik og skiptir máli að skoða þróun gengis þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Hann bendir þó á að það geti verið dýrt fyrir Íslendinga að fjárfesta erlendis, til að mynda vegna hárra þóknana. Því telur hann að það sé betra fyrir flesta að fjárfesta á innlendum mörkuðum hvað kostnað varðar. Einnig sé hægt að fjárfesta erlendis með óbeinum hætti með því að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum sem eiga mikið undir sölu erlendis. Húsnæði stærsta fjárfestingin Íbúðarhúsnæði er langstærsta fjárfesting og eign flestra Íslendinga. Már segir vera kosti og ókosti við bæði verðtryggð og óverðtryggð húsnæðislán. „Með óverðtryggðu lánin greiðir maður meira á mánuði og er bæði að greiða verðbólguna og raunvextina. En á verðtryggðu lánunum er maður bara að greiða raunvextina og verðbólgan bætist ofan á lánið, svo það er lítil greiðslubyrði almennt af verðtryggðum lánum en maður greiðir lánið sárahægt niður.“ Minni kostnaður fylgir því að fjárfesta innanlands.Vísir/vilhelm Þá bætir hann við að verðtryggt lán geti hækkað þó fasteignin hækki ekki í verði. Már segir sjaldan slæma hugmynd að auka eign sína í eigin húsnæði og greiða inn á lánið. Þannig megi til að mynda lækka vaxtabyrði. Már hvetur fólk jafnframt til að nýta sér úrræði stjórnvalda fyrir fyrstu kaupendur en til að mynda býðst þeim að nýta séreignarsparnað sem útborgun við íbúðarkaup eða til að greiða inn á lánið. Fyrsta mál á dagskrá að byggja upp varasjóð Líkt og áður segir leggur hann einnig áherslu á að fólk reyni að byggja upp varasjóð sem hægt er að sækja í þegar eitthvað óvænt kemur upp á, á borð við atvinnumissi. „Það er erfitt að leggja pening til hliðar og það krefst ákveðins aga af fólki. Svo má ekki líta fram hjá því að það er miserfitt, bæði laun fólks eru mismunandi og margvíslegar aðstæður geta gert mörgum það erfitt fyrir að leggja fé til hliðar en það fer að skipta æ meira máli í framtíðinni að setja upp ákveðna varasjóði og fyrsta mál á dagskrá að mínu mati fyrir flesta er að byggja upp nokkurs konar varasjóð.“ Hann bendir einnig á stjórnvöld hafi gert fólki kleift að taka út séreignasparnaðinn sinn, bæði eftir fjármálahrunið og nú í kjölfar heimsfaraldursins. Þar með sé séreignarsparnaður á vissan hátt orðinn varasjóður sem stjórnvöld geta heimilað útgreiðslur úr til dæmis þegar kerfislæg áföll dynja yfir. Það sé enn ein ástæða þess að allir eigi að safna fé í séreignasjóð. Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt í samstarfi við Umboðsmann skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Markaðir Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leitin að peningunum Tengdar fréttir Þurfti að færa fórnir þegar hann stóð á krossgötum 27 ára gamall Þegar Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari var 27 ára stóð hann á krossgötum. Hann var þá nýbúinn að skilja við barnsmóður sína og þurfti að velja milli þess að flytja aftur til foreldra sinna eða fara á leigumarkaðinn. 22. janúar 2021 07:00 Vonbrigði móður mikilvæg lexía Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. 15. janúar 2021 07:01 Sá ekki til sólar í fjármálum en stefnir nú á skuldleysi fyrir fimmtugt Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda samskipta- og almannatengslafyrirtækisins Athygli, segist hafa tekið fjármálin í gegn eftir að hafa komist í hann krappan eftir bankahrunið árið 2008 en þá féllu á hann ábyrgðir vegna fyrirtækjareksturs og skulda sem margfölduðust vegna verðbólgu á eftirhrunsárunum. 7. janúar 2021 08:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Hann segir séreignarsparnað vera eina mikilvægustu sparnaðarleiðina sem býðst og það skipti sífellt meira máli að hafa varasjóð sem hægt er að sækja í þegar eitthvað óvænt kemur upp á. Már var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum en hann hefur mikla reynslu af fjárfestingum og stýringu fjármuna í íslensku bankakerfi og erlendis. „Aldrei að setja öll eggin í sömu körfuna, aldrei taka meiri áhættu en þú getur tekið því það er bara þannig að það ómögulega gerist miklu oftar en langflesta órar fyrir,“ segir Már. Beri að varast frásagnir af skyndigróða Að hans sögn er hægt að líkja fjárfestingum við skák. Fyrst lærir maður mannganginn, heldur sig við ákveðnar byrjunarhreyfingar og þegar lengra er komið er hægt að fara út í meiri ævintýri á borð við drottningarfórnir. Í fjárfestingum líkt og í skák eigi þó að halda slíkum brögðum í lágmarki. „Sumir fjárfesta í einhverju fyrirtæki sem einhver vinur eða fjölskyldumeðlimur er að stofna og það er ákveðin ævintýramennska.“ Einnig beri að varast ævintýralegar frásagnir af skyndigróða. „Ég sá bara nýlega að einhver setti alla sína fjárfestingu í Tesla og er búinn að græða óskaplegar fjárhæðir á því. Það er auðvitað gaman að geta sagt einhverjar slíkar sögur í fjölskylduboðum og setja sig á háan hest en það er ekkert vit í því. Ekki nema það skipti þig svona gríðarlega miklu máli að geta sagt góða sögu en í mínum í huga er þetta bara allt of dýru verði keypt fyrir langflest okkar.“ Már mælir frekar með því að fólk dreifi áhættunni meira og eigi hlutabréf í lengri tíma. „Eitt af því sem ég segi, þó ég fylgi þeim fræðum ekkert gríðarlega vel eftir, er að vera ekkert að tala allt of mikið um sínar eigin fjárfestingar og sérstaklega þegar vel gengur að minna alla á að stundum gengur ekki jafn vel. Það er stundum sagt: „Aldrei verða ástfanginn af hlutabréfunum þínum því þú getur alveg verið viss um að þau verða aldrei ástfangin af þér.““ Hann bætir við að aldrei eigi að láta tilfinningarnar ráða för þegar kemur að fjárfestingum. Oft geti verið gagnlegt að fjárfesta gegn þeirri orðræðu sem er ríkjandi og forðast vinsælustu fyrirtækin þá stundina. Geti verið dýrt að fjárfesta erlendis Már segir að ef fjárfest er erlendis geti tímasetning skipt miklu máli. Til að mynda sé ekki óvitlaust að fjárfesta með erlendum gjaldeyri í erlendum fjárfestingum þegar krónan er mjög sterk. Á hinn bóginn sé ekki besti tíminn til að fjárfesta erlendis þegar íslenska krónan er veik og skiptir máli að skoða þróun gengis þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Hann bendir þó á að það geti verið dýrt fyrir Íslendinga að fjárfesta erlendis, til að mynda vegna hárra þóknana. Því telur hann að það sé betra fyrir flesta að fjárfesta á innlendum mörkuðum hvað kostnað varðar. Einnig sé hægt að fjárfesta erlendis með óbeinum hætti með því að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum sem eiga mikið undir sölu erlendis. Húsnæði stærsta fjárfestingin Íbúðarhúsnæði er langstærsta fjárfesting og eign flestra Íslendinga. Már segir vera kosti og ókosti við bæði verðtryggð og óverðtryggð húsnæðislán. „Með óverðtryggðu lánin greiðir maður meira á mánuði og er bæði að greiða verðbólguna og raunvextina. En á verðtryggðu lánunum er maður bara að greiða raunvextina og verðbólgan bætist ofan á lánið, svo það er lítil greiðslubyrði almennt af verðtryggðum lánum en maður greiðir lánið sárahægt niður.“ Minni kostnaður fylgir því að fjárfesta innanlands.Vísir/vilhelm Þá bætir hann við að verðtryggt lán geti hækkað þó fasteignin hækki ekki í verði. Már segir sjaldan slæma hugmynd að auka eign sína í eigin húsnæði og greiða inn á lánið. Þannig megi til að mynda lækka vaxtabyrði. Már hvetur fólk jafnframt til að nýta sér úrræði stjórnvalda fyrir fyrstu kaupendur en til að mynda býðst þeim að nýta séreignarsparnað sem útborgun við íbúðarkaup eða til að greiða inn á lánið. Fyrsta mál á dagskrá að byggja upp varasjóð Líkt og áður segir leggur hann einnig áherslu á að fólk reyni að byggja upp varasjóð sem hægt er að sækja í þegar eitthvað óvænt kemur upp á, á borð við atvinnumissi. „Það er erfitt að leggja pening til hliðar og það krefst ákveðins aga af fólki. Svo má ekki líta fram hjá því að það er miserfitt, bæði laun fólks eru mismunandi og margvíslegar aðstæður geta gert mörgum það erfitt fyrir að leggja fé til hliðar en það fer að skipta æ meira máli í framtíðinni að setja upp ákveðna varasjóði og fyrsta mál á dagskrá að mínu mati fyrir flesta er að byggja upp nokkurs konar varasjóð.“ Hann bendir einnig á stjórnvöld hafi gert fólki kleift að taka út séreignasparnaðinn sinn, bæði eftir fjármálahrunið og nú í kjölfar heimsfaraldursins. Þar með sé séreignarsparnaður á vissan hátt orðinn varasjóður sem stjórnvöld geta heimilað útgreiðslur úr til dæmis þegar kerfislæg áföll dynja yfir. Það sé enn ein ástæða þess að allir eigi að safna fé í séreignasjóð. Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt í samstarfi við Umboðsmann skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Markaðir Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leitin að peningunum Tengdar fréttir Þurfti að færa fórnir þegar hann stóð á krossgötum 27 ára gamall Þegar Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari var 27 ára stóð hann á krossgötum. Hann var þá nýbúinn að skilja við barnsmóður sína og þurfti að velja milli þess að flytja aftur til foreldra sinna eða fara á leigumarkaðinn. 22. janúar 2021 07:00 Vonbrigði móður mikilvæg lexía Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. 15. janúar 2021 07:01 Sá ekki til sólar í fjármálum en stefnir nú á skuldleysi fyrir fimmtugt Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda samskipta- og almannatengslafyrirtækisins Athygli, segist hafa tekið fjármálin í gegn eftir að hafa komist í hann krappan eftir bankahrunið árið 2008 en þá féllu á hann ábyrgðir vegna fyrirtækjareksturs og skulda sem margfölduðust vegna verðbólgu á eftirhrunsárunum. 7. janúar 2021 08:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Þurfti að færa fórnir þegar hann stóð á krossgötum 27 ára gamall Þegar Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari var 27 ára stóð hann á krossgötum. Hann var þá nýbúinn að skilja við barnsmóður sína og þurfti að velja milli þess að flytja aftur til foreldra sinna eða fara á leigumarkaðinn. 22. janúar 2021 07:00
Vonbrigði móður mikilvæg lexía Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. 15. janúar 2021 07:01
Sá ekki til sólar í fjármálum en stefnir nú á skuldleysi fyrir fimmtugt Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda samskipta- og almannatengslafyrirtækisins Athygli, segist hafa tekið fjármálin í gegn eftir að hafa komist í hann krappan eftir bankahrunið árið 2008 en þá féllu á hann ábyrgðir vegna fyrirtækjareksturs og skulda sem margfölduðust vegna verðbólgu á eftirhrunsárunum. 7. janúar 2021 08:00