Listahátíð, nektarmyndir og góðgerðarplata til styrktar Seyðisfirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. janúar 2021 13:00 Lama sea-Dear kom með hugmyndina að söfnunarverkefninu Saman fyrir Seyðisfjörð. Tugir hæfileikaríkra listamanna taka nú þátt í rafrænni tónlistarhátíð til styrktar samfélaginu á Seyðisfirði, í kjölfar aurskriðanna sem riðu þar yfir í desember. Á hverjum degi eru nú streymistónleikar á síðu verkefnisins og verða upptökurnar aðgengilegar til 31. janúar. Í tengslum við verkefnið kemur einnig út góðgerðarplata og hljómsveitin Cyber selur erótískar ljósmyndir. „Framtakið Saman fyrir Seyðisfjörð ásamt Rauða krossinum og mörgum helstu listamönnum þjóðarinnar tóku höndum saman til að vekja athygli á harmleiknum sem þar ríkir eftir aurskriðurnar. Í lok ársins 2020 voru 14 heimili gjörónýt, menningararfi skolað burt með aurskriðunum og samfélagið í uppnámi,“ segir um verkefnið. Markmiðið er að styðja endurreisn samfélagsins á Seyðisfirði með því að bjóða upp á fjölbreytta listadagskrá á vefnum. Allir listamennirnir sem koma fram gefa vinnu sína. Þóra Flygering segir að mikil samstaða sé með bæjarfélaginu og tugir listamanna gáfu vinnu sína fyrir þetta söfnunarátak. Listabærinn Seyðisfjörður Á meðal þeirra sem koma fram á þessari listahátíð eru Ásgeir, Bríet, GDNR, Sillus X Hermigervill, Bjartar Sveiflur, Sykur, Hjaltalín, Halldór Eldjárn, Hatari, Vök, JFDR, Cyber, Benni Hemm Hemm X Prins Póló X Ívar Pétur og fleiri. Hægt verður að njóta listarinnar á samanfyrirseydisfjord.info til 31. janúar en ný streymi koma inn á hádegi alla daga þangað til. Hér fyrir neðan má sjá streymi dagsins í dag. „Sú sem kom þessu af stað og stýrir framtakinu er Lama sea-Dear sem er bresk en hún hefur verið búsett á Íslandi undanfarin ár, meðal annars á Seyðisfirði þó hún sé reyndar núna í Kaupmannahöfn,“ segir Þóra Flygering í samtali við Vísi. Hún er ein af þeim sem kemur að þessu verðuga verkefni. Þóra hefur meðal annars unnið sem blaðafulltrúi fyrir fyrir LungA hátíðina, List í ljósi hátíðina og Lunga skólann. Lama hefur einnig unnið við LungA hátíðina og List í ljósi. „Seyðisfjarðarbær er mikill listabær og hafa fjölmargir listamenn tekið þátt í LungA sem vildu sýna samstöðu með bænum enda margir átt frábærar stundir í þessum einstaka bæ. Listamenn voru meira en tilbúnir að leggja sitt að mörkum og vonum við að almenningur geri það líka“ View this post on Instagram A post shared by Saman Fyrir Seydisfjo rð (@saman_fyrir__seydisfjord) Smáræði í samanburði við tjón bæjarbúa Þóra segir að þau hafi ekki sett ákveðið markmið heldur bara að safna eins miklu og mögulegt væri. Rauði krossinn heldur utan um fjársöfnun verkefnisins og sér um að útdeila þeim fjármunum er safnast, í nánu samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. „Nú þegar hefur safnast þónokkuð mikil upphæð sem er þó smáræði í samanburði við það fjárhagslega tjón sem bæjarbúar urðu fyrir. Einnig hverjum við ekki bara einstaklinga heldur fyrirtæki að styðja við söfnunina.“ Einvalalið tónlistarmanna kemur fram og listaverk af öllum toga verða til sýnis.Hljómsveitin Cyber skellti sér í erotíska myndatöku og settu takmarkaðan fjölda af ljósmyndunum á uppboð fyrir þennan málstað. Það var ljósmyndarinn Sunna Ben sem tók myndirnar. „Þær voru teknar fyrir þessa söfnun síðastliðinn laugardag enda tengjast þær svæðinu og fannst tilvalið að gera eitthvað frábrugðið sem mundi vekja athygli á ástandinu.“ Nánari upplýsingar má finna á Instagram síðu hljómsveitarinnar. View this post on Instagram A post shared by CYBER (@_c_y_b_e_r_) Fangar andrúmsloft Seyðisfjarðar Á morgun kemur svo út góðgerðarplatan Blue Church Session frá Hell Yeah, Beautiful sem var tekin upp árið 2013 í bláu kirkjunni á Seyðisfirði á Lunga hátíðinni. Platan er gefin út til styrktar samfélaginu á Seyðisfirði. Hljómsveitin „Hell Yeah, Beautiful“ samanstendur af listamönnunum Indriða Arnari Ingólfssyni, Tuma Árnasyni, Úlfi Hanssyni, Jófríði Ákadóttur, Ólafi Sverri Traustasyni og Arnljóti Sigurðssyni, sem komu saman til að taka upp þessa stöku hljómplötu: „Blue Church Session“. „Platan var samin og hljóðrituð í hinni sögufrægu Seyðisfjarðarkirkju, eða „bláu kirkjunni“, og þaðan sækir verkið titil sinn. „Blue Church Session“ fangar hið frjálsa og tilraunakennda andrúmsloft sem Seyðisfjörður er þekktur fyrir og lögin sex sem á plötunni birtast leiða hlustandann gegnum friðsælt landslag hljóðrænnar fegurðar.“ Platan kemur 29. janúar út hjá bandarísku plötuútgáfunni figureight records, í samstarfi við verkefnið „Saman fyrir Seyðisfjörð“, og er tileinkuð samfélaginu á Seyðisfirði. „Blue Church Session má kaupa á Bandcamp-síðu figureight records fyrir átta dollara eða um það bil þúsund 1000 krónur íslenskar. Allur ágóði rennur beint til „Saman fyrir Seyðisfjörð“. Þeim fjármunum sem safnast veður dreift af Rauða krossinum í samstarfi við íbúa Seyðisfjarðar og varið í uppbyggingarstarf og samfélagsaðstoð í bænum.“ Skilaboðin HJALP í 1900 Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að senda sms skilaboðin HJALP í númerið 1900 og gefa þannig 2.990 krónur eða með því að fara inn á til að millifæra. Þegar þetta er skrifast hafa þar nú safnast 762.500 krónur. „Við viljum vekja athygli á að það eru yfir fimmtíu listamenn sem taka þátt í verkefninu sem við erum gífurlega þakklát fyrir. Einnig viljum við hvetja fólk til að fara inná https://samanfyrirseydisfjord.info/ og njóta listarinnar og styrkja Seyðisfjarðarbúa sem eiga nú um sárt að binda.“ Fylgið Saman fyrir Seyðisfjörð á Instagram til að fá upplýsingar um streymisdagskránna og fá innsýn inn í líf bæjarbúa í kjölfar aurskriðanna. Einnig er hægt að kynna sér verkefnið betur á Facebook og á síðunni Saman fyrir Seyðisfjörð. Tónlist Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Á hverjum degi eru nú streymistónleikar á síðu verkefnisins og verða upptökurnar aðgengilegar til 31. janúar. Í tengslum við verkefnið kemur einnig út góðgerðarplata og hljómsveitin Cyber selur erótískar ljósmyndir. „Framtakið Saman fyrir Seyðisfjörð ásamt Rauða krossinum og mörgum helstu listamönnum þjóðarinnar tóku höndum saman til að vekja athygli á harmleiknum sem þar ríkir eftir aurskriðurnar. Í lok ársins 2020 voru 14 heimili gjörónýt, menningararfi skolað burt með aurskriðunum og samfélagið í uppnámi,“ segir um verkefnið. Markmiðið er að styðja endurreisn samfélagsins á Seyðisfirði með því að bjóða upp á fjölbreytta listadagskrá á vefnum. Allir listamennirnir sem koma fram gefa vinnu sína. Þóra Flygering segir að mikil samstaða sé með bæjarfélaginu og tugir listamanna gáfu vinnu sína fyrir þetta söfnunarátak. Listabærinn Seyðisfjörður Á meðal þeirra sem koma fram á þessari listahátíð eru Ásgeir, Bríet, GDNR, Sillus X Hermigervill, Bjartar Sveiflur, Sykur, Hjaltalín, Halldór Eldjárn, Hatari, Vök, JFDR, Cyber, Benni Hemm Hemm X Prins Póló X Ívar Pétur og fleiri. Hægt verður að njóta listarinnar á samanfyrirseydisfjord.info til 31. janúar en ný streymi koma inn á hádegi alla daga þangað til. Hér fyrir neðan má sjá streymi dagsins í dag. „Sú sem kom þessu af stað og stýrir framtakinu er Lama sea-Dear sem er bresk en hún hefur verið búsett á Íslandi undanfarin ár, meðal annars á Seyðisfirði þó hún sé reyndar núna í Kaupmannahöfn,“ segir Þóra Flygering í samtali við Vísi. Hún er ein af þeim sem kemur að þessu verðuga verkefni. Þóra hefur meðal annars unnið sem blaðafulltrúi fyrir fyrir LungA hátíðina, List í ljósi hátíðina og Lunga skólann. Lama hefur einnig unnið við LungA hátíðina og List í ljósi. „Seyðisfjarðarbær er mikill listabær og hafa fjölmargir listamenn tekið þátt í LungA sem vildu sýna samstöðu með bænum enda margir átt frábærar stundir í þessum einstaka bæ. Listamenn voru meira en tilbúnir að leggja sitt að mörkum og vonum við að almenningur geri það líka“ View this post on Instagram A post shared by Saman Fyrir Seydisfjo rð (@saman_fyrir__seydisfjord) Smáræði í samanburði við tjón bæjarbúa Þóra segir að þau hafi ekki sett ákveðið markmið heldur bara að safna eins miklu og mögulegt væri. Rauði krossinn heldur utan um fjársöfnun verkefnisins og sér um að útdeila þeim fjármunum er safnast, í nánu samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. „Nú þegar hefur safnast þónokkuð mikil upphæð sem er þó smáræði í samanburði við það fjárhagslega tjón sem bæjarbúar urðu fyrir. Einnig hverjum við ekki bara einstaklinga heldur fyrirtæki að styðja við söfnunina.“ Einvalalið tónlistarmanna kemur fram og listaverk af öllum toga verða til sýnis.Hljómsveitin Cyber skellti sér í erotíska myndatöku og settu takmarkaðan fjölda af ljósmyndunum á uppboð fyrir þennan málstað. Það var ljósmyndarinn Sunna Ben sem tók myndirnar. „Þær voru teknar fyrir þessa söfnun síðastliðinn laugardag enda tengjast þær svæðinu og fannst tilvalið að gera eitthvað frábrugðið sem mundi vekja athygli á ástandinu.“ Nánari upplýsingar má finna á Instagram síðu hljómsveitarinnar. View this post on Instagram A post shared by CYBER (@_c_y_b_e_r_) Fangar andrúmsloft Seyðisfjarðar Á morgun kemur svo út góðgerðarplatan Blue Church Session frá Hell Yeah, Beautiful sem var tekin upp árið 2013 í bláu kirkjunni á Seyðisfirði á Lunga hátíðinni. Platan er gefin út til styrktar samfélaginu á Seyðisfirði. Hljómsveitin „Hell Yeah, Beautiful“ samanstendur af listamönnunum Indriða Arnari Ingólfssyni, Tuma Árnasyni, Úlfi Hanssyni, Jófríði Ákadóttur, Ólafi Sverri Traustasyni og Arnljóti Sigurðssyni, sem komu saman til að taka upp þessa stöku hljómplötu: „Blue Church Session“. „Platan var samin og hljóðrituð í hinni sögufrægu Seyðisfjarðarkirkju, eða „bláu kirkjunni“, og þaðan sækir verkið titil sinn. „Blue Church Session“ fangar hið frjálsa og tilraunakennda andrúmsloft sem Seyðisfjörður er þekktur fyrir og lögin sex sem á plötunni birtast leiða hlustandann gegnum friðsælt landslag hljóðrænnar fegurðar.“ Platan kemur 29. janúar út hjá bandarísku plötuútgáfunni figureight records, í samstarfi við verkefnið „Saman fyrir Seyðisfjörð“, og er tileinkuð samfélaginu á Seyðisfirði. „Blue Church Session má kaupa á Bandcamp-síðu figureight records fyrir átta dollara eða um það bil þúsund 1000 krónur íslenskar. Allur ágóði rennur beint til „Saman fyrir Seyðisfjörð“. Þeim fjármunum sem safnast veður dreift af Rauða krossinum í samstarfi við íbúa Seyðisfjarðar og varið í uppbyggingarstarf og samfélagsaðstoð í bænum.“ Skilaboðin HJALP í 1900 Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að senda sms skilaboðin HJALP í númerið 1900 og gefa þannig 2.990 krónur eða með því að fara inn á til að millifæra. Þegar þetta er skrifast hafa þar nú safnast 762.500 krónur. „Við viljum vekja athygli á að það eru yfir fimmtíu listamenn sem taka þátt í verkefninu sem við erum gífurlega þakklát fyrir. Einnig viljum við hvetja fólk til að fara inná https://samanfyrirseydisfjord.info/ og njóta listarinnar og styrkja Seyðisfjarðarbúa sem eiga nú um sárt að binda.“ Fylgið Saman fyrir Seyðisfjörð á Instagram til að fá upplýsingar um streymisdagskránna og fá innsýn inn í líf bæjarbúa í kjölfar aurskriðanna. Einnig er hægt að kynna sér verkefnið betur á Facebook og á síðunni Saman fyrir Seyðisfjörð.
Tónlist Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira