Læknamistök Davíð Þór Þorvaldsson skrifar 28. janúar 2021 10:30 Ég hef aldrei verið hrifinn af orðinu sem hér er notað sem fyrirsögn. Öll gerum við mistök, líka læknar. En þegar margþætt og flókin þjónustu er veitt, líkt og heilbrigðisþjónusta, eru önnur og fleiri atriði sem geta komið upp. Má þar nefna í dæmaskyni fylgikvilla meðferðar, vangreining á sjúkdómum og val á þeirri meðferð sem beitt er. Öll þessi tilvik eru gjarnan flokkuð sem læknamistök í daglegu tali en eru í raun sjúklingatryggingaratvik þó að hluta þeirra megi sannarlega rekja til mistaka. Þannig er hægt að verða fyrir sjaldgæfum og alvarlegum fylgikvilla í aðgerð sem framkvæmd er á faglegan máta. Sjúklingatrygging Sjúklingatrygging er lögbundin og sjálfstæð trygging sem fæstir kannast við enda hefur hún ekki verið kynnt sem skyldi síðan lög um sjúklingatryggingu tóku gildi í upphafi árs 2001. Ég hef reyndar sjaldan hitt einstakling sem kannast við trygginguna án þess að hafa þurft að nýta sér hana, það er mjög miður. Lýsa má tryggingunni með nokkurri einföldun að hún komi til skoðunar þegar sjúklingur verður fyrir tjóni vegna mistaka heilbrigðisstarfsfólks en jafnvel mikilvægara er að hún tekur einnig á öðrum þáttum, svo sem alvarlegum og sjaldgæfum fylgikvillum, því að meðferð var ekki hagað eins vel og unnt hefði verið og ef beita hefði mátt annarri meðferð og þannig komast hjá tjóni. Sjúklingatrygging er ekki trygging sem einstaklingar þurfa að kaupa, hún er til staðar og hefur verið það frá árinu 2001. Ólíkt því sem almennt gerist þegar sækja á bætur fyrir tjón þá þarf tjónþoli ekki að sanna vanrækslu, mistök eða nokkra aðra vankanta á meðferð. Slíkt kemur auðvitað líka til skoðunar en sjúklingatrygging er í raun trygging sem ríkið ákvað að veita sjúklingum til að grípa afmörkuð tilvik sem upp koma og eru almennt ekki bótaskyld samkvæmt skaðabótalögum. Vert er að nefna að heilbrigðisráðherra lagði nýverið fram frumvarp sem nú er orðið að lögum sem fellir mögulegar afleiðingar af bólusetningu vegna COVID-19 inn í trygginguna en almennt er tjón vegna lyfja ekki bætt á grunni laganna. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna bólusetningar fyrir COVID-19 ættu því að kanna rétt sinn á grunni laga um sjúklingatryggingu. Mikilvægt skref og framsækið hjá ráðherra. Þetta kann að virðast flókið við fyrstu sýn enda geta mál sem þessi sannarlega verið það en aðalatriðið er að lesendur taki þá vitneskju frá lestrinum að til sé trygging sem heitir sjúklingatrygging og að hún komi til skoðunar þegar heilbrigðisþjónusta fer ekki á þann veg sem stemmt var að og tjón verður. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni sem fallið gæti undir sjúklingatryggingu er bent á að skila inn umsókn til Sjúkratrygginga Íslands. Sé viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður sjálfstætt starfandi er leitað til tryggingarfélags viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns. Umsókn er án kostnaðar fyrir umsækjanda ef viðkomandi sér sjálfur um að tilkynna málið og fylgja því eftir. Rétt er að taka fram að málin geta verið nokkuð flókin og því gjarnan tafsöm eins og önnur mál sem varða líkamstjón. Höfundur er lögfræðingur og sérfræðingur í sjúklingatryggingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tryggingar Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei verið hrifinn af orðinu sem hér er notað sem fyrirsögn. Öll gerum við mistök, líka læknar. En þegar margþætt og flókin þjónustu er veitt, líkt og heilbrigðisþjónusta, eru önnur og fleiri atriði sem geta komið upp. Má þar nefna í dæmaskyni fylgikvilla meðferðar, vangreining á sjúkdómum og val á þeirri meðferð sem beitt er. Öll þessi tilvik eru gjarnan flokkuð sem læknamistök í daglegu tali en eru í raun sjúklingatryggingaratvik þó að hluta þeirra megi sannarlega rekja til mistaka. Þannig er hægt að verða fyrir sjaldgæfum og alvarlegum fylgikvilla í aðgerð sem framkvæmd er á faglegan máta. Sjúklingatrygging Sjúklingatrygging er lögbundin og sjálfstæð trygging sem fæstir kannast við enda hefur hún ekki verið kynnt sem skyldi síðan lög um sjúklingatryggingu tóku gildi í upphafi árs 2001. Ég hef reyndar sjaldan hitt einstakling sem kannast við trygginguna án þess að hafa þurft að nýta sér hana, það er mjög miður. Lýsa má tryggingunni með nokkurri einföldun að hún komi til skoðunar þegar sjúklingur verður fyrir tjóni vegna mistaka heilbrigðisstarfsfólks en jafnvel mikilvægara er að hún tekur einnig á öðrum þáttum, svo sem alvarlegum og sjaldgæfum fylgikvillum, því að meðferð var ekki hagað eins vel og unnt hefði verið og ef beita hefði mátt annarri meðferð og þannig komast hjá tjóni. Sjúklingatrygging er ekki trygging sem einstaklingar þurfa að kaupa, hún er til staðar og hefur verið það frá árinu 2001. Ólíkt því sem almennt gerist þegar sækja á bætur fyrir tjón þá þarf tjónþoli ekki að sanna vanrækslu, mistök eða nokkra aðra vankanta á meðferð. Slíkt kemur auðvitað líka til skoðunar en sjúklingatrygging er í raun trygging sem ríkið ákvað að veita sjúklingum til að grípa afmörkuð tilvik sem upp koma og eru almennt ekki bótaskyld samkvæmt skaðabótalögum. Vert er að nefna að heilbrigðisráðherra lagði nýverið fram frumvarp sem nú er orðið að lögum sem fellir mögulegar afleiðingar af bólusetningu vegna COVID-19 inn í trygginguna en almennt er tjón vegna lyfja ekki bætt á grunni laganna. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna bólusetningar fyrir COVID-19 ættu því að kanna rétt sinn á grunni laga um sjúklingatryggingu. Mikilvægt skref og framsækið hjá ráðherra. Þetta kann að virðast flókið við fyrstu sýn enda geta mál sem þessi sannarlega verið það en aðalatriðið er að lesendur taki þá vitneskju frá lestrinum að til sé trygging sem heitir sjúklingatrygging og að hún komi til skoðunar þegar heilbrigðisþjónusta fer ekki á þann veg sem stemmt var að og tjón verður. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni sem fallið gæti undir sjúklingatryggingu er bent á að skila inn umsókn til Sjúkratrygginga Íslands. Sé viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður sjálfstætt starfandi er leitað til tryggingarfélags viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns. Umsókn er án kostnaðar fyrir umsækjanda ef viðkomandi sér sjálfur um að tilkynna málið og fylgja því eftir. Rétt er að taka fram að málin geta verið nokkuð flókin og því gjarnan tafsöm eins og önnur mál sem varða líkamstjón. Höfundur er lögfræðingur og sérfræðingur í sjúklingatryggingu.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun