Umfjöllun: KA - Afturelding 24-25 | Gestirnir áfram taplausir Anton Ingi Leifsson skrifar 28. janúar 2021 21:00 vísir/hulda margrét Afturelding vann sinn fyrsta sigur eftir hléið langa vegna kórónuveirunnar er liðin bar sigurorð af KA, 25-24, norðan heiða í kvöld. KA-menn leiddu 13-11 í hálfleik en leikurinn bauð ekki upp á mikil gæði. Það sást snemma leiks að þetta var fyrsti alvöru leikur liðanna í langan tíma. Það var ekki mikið að frétta í sóknarleikjum beggja liða sem var vandræðalegur og mistækur. Liðin héldust í raun hönd og hönd fyrstu tuttugu og fimm mínútur leiksins. Þá stóðu leikar 10-10 en þá skoruðu heimamenn þrjú mörk í röð. Afturelding gekk illa að skapa sér færi sóknarlega en það vantaði nauðsynlega ógn úr hægri skyttunni. Þar söknuðu þeir lykilmanna og neyddust til að spila með rétt hentan mann þar en staðan í hálfleik var 13-11. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn á 4-1 kafla og voru þar af leiðandi komnir fimm mörkum yfir. Þeir spiluðu ívið betri sóknarleik en gestirnir úr Mosfellsbæ voru í miklum vandræðum sóknarlega. KA-menn voru komnir í góðu stöðu 19-15 en þá skoruðu gestirnir sjö mörk í röð, þar af þrjú mörk úr hröðum upphlaupum og voru komnir þremur mörkum yfir, 22-19, er KA náði loksins að skora á ný. Af hverju vann Afturelding? Leikurinn snérist í síðari hálfleik. Árni Bragi Eyjólfsson kom KA í 19-15 á 46. mínútu en það liðu næstum því tíu mínútur þangað til að Árni skoraði á ný, næsta mark heimamanna. Þarna náði Afturelding að ná forystu sem heimamenn náðu ekki að brúa og lokaniðurstaðan sigur gestanna. Hverjir stóðu upp úr? Úlfar Monsi Þórðarson átti skínandi innkomu í vinstra hornið hjá Aftureldingu. Þorsteinn Leó Gunnarsson skilaði einnig góðum mörkum sem og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha. Varnarleikurinn stóð fyrir sínu. Hjá KA var Árni Bragi Eyjólfsson í sérflokki. Hann gerði tíu af tuttugu og fjórum mörkum KA. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða verður ekki sýndur á neinu þjálfaranámskeiði hjá HSÍ á næstunni. Það var á köflum óðagot á slæmum tímapunktum og Aftureldingu lentu svo í vandræðum með uppstillan sóknarleik — í fyrri hálfleik — og KA tók við keflinu í síðari hálfleik, er rætt er um slakan sóknarleik. Hvað gerist næst? Afturelding mætir Haukum á miðvikudaginn kemur í Mosfellsbæ en sama kvöld spilar KA við FH í Kaplakrika. Olís-deild karla KA Afturelding
Afturelding vann sinn fyrsta sigur eftir hléið langa vegna kórónuveirunnar er liðin bar sigurorð af KA, 25-24, norðan heiða í kvöld. KA-menn leiddu 13-11 í hálfleik en leikurinn bauð ekki upp á mikil gæði. Það sást snemma leiks að þetta var fyrsti alvöru leikur liðanna í langan tíma. Það var ekki mikið að frétta í sóknarleikjum beggja liða sem var vandræðalegur og mistækur. Liðin héldust í raun hönd og hönd fyrstu tuttugu og fimm mínútur leiksins. Þá stóðu leikar 10-10 en þá skoruðu heimamenn þrjú mörk í röð. Afturelding gekk illa að skapa sér færi sóknarlega en það vantaði nauðsynlega ógn úr hægri skyttunni. Þar söknuðu þeir lykilmanna og neyddust til að spila með rétt hentan mann þar en staðan í hálfleik var 13-11. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn á 4-1 kafla og voru þar af leiðandi komnir fimm mörkum yfir. Þeir spiluðu ívið betri sóknarleik en gestirnir úr Mosfellsbæ voru í miklum vandræðum sóknarlega. KA-menn voru komnir í góðu stöðu 19-15 en þá skoruðu gestirnir sjö mörk í röð, þar af þrjú mörk úr hröðum upphlaupum og voru komnir þremur mörkum yfir, 22-19, er KA náði loksins að skora á ný. Af hverju vann Afturelding? Leikurinn snérist í síðari hálfleik. Árni Bragi Eyjólfsson kom KA í 19-15 á 46. mínútu en það liðu næstum því tíu mínútur þangað til að Árni skoraði á ný, næsta mark heimamanna. Þarna náði Afturelding að ná forystu sem heimamenn náðu ekki að brúa og lokaniðurstaðan sigur gestanna. Hverjir stóðu upp úr? Úlfar Monsi Þórðarson átti skínandi innkomu í vinstra hornið hjá Aftureldingu. Þorsteinn Leó Gunnarsson skilaði einnig góðum mörkum sem og Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha. Varnarleikurinn stóð fyrir sínu. Hjá KA var Árni Bragi Eyjólfsson í sérflokki. Hann gerði tíu af tuttugu og fjórum mörkum KA. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða verður ekki sýndur á neinu þjálfaranámskeiði hjá HSÍ á næstunni. Það var á köflum óðagot á slæmum tímapunktum og Aftureldingu lentu svo í vandræðum með uppstillan sóknarleik — í fyrri hálfleik — og KA tók við keflinu í síðari hálfleik, er rætt er um slakan sóknarleik. Hvað gerist næst? Afturelding mætir Haukum á miðvikudaginn kemur í Mosfellsbæ en sama kvöld spilar KA við FH í Kaplakrika.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti