Enski boltinn

Dag­ný Brynjars­dóttir til West Ham United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir er gengin í raðir West Ham United sem leikur í ensku úrvalsdeildinni.
Dagný Brynjarsdóttir er gengin í raðir West Ham United sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Vilhelm

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er gengin til liðs við West Ham United sem leikur í ensku úrvalsdeildinni.

Hin 29 ára gamla Dagný lék með Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna á síðustu leiktíð. Alls lék skoraði hún fimm mörk í 13 leikjum. Hún hefur einnig leikið með Val hér á landi, Bayern München í Þýskalandi og Portland Thorns í Bandaríkunum.

Hún hefur nú samið við West Ham United sem situr í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar af tólf liðum. Dagný hefur haldið með félaginu frá unga aldri eins og sést best í myndbandinu sem félagið birti á samfélagsmiðlum sínum til að tilkynna íslensku landsliðskonuna til leiks.

„Sannkallaður draumur að rætast að koma til félags sem ég hef haldið með allt mitt líf. Það hefur verið tekið vel á móti mér og mér líður eins og heima hjá mér," sagði Dagný við undirskriftina.

Dagný hefur alls leikið 90 A-landsleik og skorað í þeim 29 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×