Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. janúar 2021 20:00 Taívanskur hermaður mundar riffilinn í heræfingu á eyjunni norðanverðri fyrr í mánuðinum. AP/Chiang Ying-ying Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins lét þessi orð falla í gær en stjórnvöld í bæði Taívan og Kína gera tilkall til alls svæðisins. Orðsendingin er nokkuð alvarleg enda hefur Kommúnistaflokkurinn ekki talað mikið opinskátt um stríð við Taívan. Rót deilunnar liggur í borgarastríðinu sem lauk 1949 þegar Kommúnistaflokkurinn tók yfir og stofnaði Alþýðulýðveldið Kína. Rak Kuomintang-flokkinn á brott, sem flúði til Taívans og stýrir eyjunni enn. Alþýðulýðveldi Kommúnistaflokksins fékk loks sæti hjá Sameinuðu þjóðunum á áttunda áratugnum og Lýðveldið Kína, stjórnin í Taívan, missti sitt. Nú viðurkenna ekki nema fimmtán ríki sjálfstæði Taívans. Þrýstingur Kommúnistaflokksins í garð Taívans hefur aukist töluvert síðustu misseri. Kínverjar hafa haldið fjölda heræfinga, til dæmis núna í haust þegar kínverski herinn æfði sérstaklega innrás á eyju. Helgi segir að Kínverjar séu jafnvel að reyna að sjá hvernig Bandaríkjamenn svara aðgerðum og ummælum.Vísir/Einar „Núna er margt í gangi. Pólitískt landslag er að breytast. Í fyrsta lagi hefur forseti Taívans, Tsai Ing-Wen, sýnt meiri sjálfstæðisbrag en forverar hennar. Svo hefur margt verið í gangi þar sem kínverska ríkisstjórnin hefur farið í vörn. Ekki bara út af Covid heldur líka Hong Kong og öðrum málefnum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur um þróunina. Helgi segir að innkoma Joes Biden, nýs Bandaríkjaforseta, hafi líka sitt að segja. „Ég held að það sem Kína sé að reyna að gera núna sé að þreifa aðeins á landslaginu og athuga hvað þau geta komist upp með. Líka til að sjá hver viðbrögð Bandaríkjanna gætu orðið,“ segir Helgi og bætir við: „Biden, degi áður en kínverjar sendu herþotur yfir og voru með þessar yfirlýsingar, hafði sjálfur sagt að hans stórn muni standa vörð um Taívan. Þetta er í rauninni bara einn nýr þáttur af gamalli seríu sem hefur verið í sjónvarpinu frá því þessar tvær leiðir skildust að frá Taívan og Peking.“ Kína Taívan Bandaríkin Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Talsmaður varnarmálaráðuneytisins lét þessi orð falla í gær en stjórnvöld í bæði Taívan og Kína gera tilkall til alls svæðisins. Orðsendingin er nokkuð alvarleg enda hefur Kommúnistaflokkurinn ekki talað mikið opinskátt um stríð við Taívan. Rót deilunnar liggur í borgarastríðinu sem lauk 1949 þegar Kommúnistaflokkurinn tók yfir og stofnaði Alþýðulýðveldið Kína. Rak Kuomintang-flokkinn á brott, sem flúði til Taívans og stýrir eyjunni enn. Alþýðulýðveldi Kommúnistaflokksins fékk loks sæti hjá Sameinuðu þjóðunum á áttunda áratugnum og Lýðveldið Kína, stjórnin í Taívan, missti sitt. Nú viðurkenna ekki nema fimmtán ríki sjálfstæði Taívans. Þrýstingur Kommúnistaflokksins í garð Taívans hefur aukist töluvert síðustu misseri. Kínverjar hafa haldið fjölda heræfinga, til dæmis núna í haust þegar kínverski herinn æfði sérstaklega innrás á eyju. Helgi segir að Kínverjar séu jafnvel að reyna að sjá hvernig Bandaríkjamenn svara aðgerðum og ummælum.Vísir/Einar „Núna er margt í gangi. Pólitískt landslag er að breytast. Í fyrsta lagi hefur forseti Taívans, Tsai Ing-Wen, sýnt meiri sjálfstæðisbrag en forverar hennar. Svo hefur margt verið í gangi þar sem kínverska ríkisstjórnin hefur farið í vörn. Ekki bara út af Covid heldur líka Hong Kong og öðrum málefnum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur um þróunina. Helgi segir að innkoma Joes Biden, nýs Bandaríkjaforseta, hafi líka sitt að segja. „Ég held að það sem Kína sé að reyna að gera núna sé að þreifa aðeins á landslaginu og athuga hvað þau geta komist upp með. Líka til að sjá hver viðbrögð Bandaríkjanna gætu orðið,“ segir Helgi og bætir við: „Biden, degi áður en kínverjar sendu herþotur yfir og voru með þessar yfirlýsingar, hafði sjálfur sagt að hans stórn muni standa vörð um Taívan. Þetta er í rauninni bara einn nýr þáttur af gamalli seríu sem hefur verið í sjónvarpinu frá því þessar tvær leiðir skildust að frá Taívan og Peking.“
Kína Taívan Bandaríkin Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent