Sjúkratryggingar útiloka nýliðun og koma í veg fyrir styttingu biðlista Hópur talmeinafræðinga skrifar 29. janúar 2021 17:00 Í rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við talmeinafræðinga frá nóvember 2017 var sett inn ákvæði varðandi skilyrði fyrir tveggja ára starfsreynslu fullgilds talmeinafræðings til að komast á samning hjá SÍ. Uppgefin ástæða fyrir þessari tveggja ára reglu samkvæmt SÍ er að auka gæðakröfur til þjónustunnar, sem þeir borga fyrir en staðreyndin er sú að hér er hvorki verið að auka við gæðakröfur þjónustunnar né heldur verið að vinna á löngum biðlistum. Á meðan SÍ setur hömlur á að fullgildur talmeinafræðingur hafi tök á að vinna fyrir stofnunina, lengjast biðlistarnir eftir þjónustu og er SÍ þannig að bregðast skyldu sinni sem þjónustustofnun í veitingu á heilbrigðisþjónustu. Framkvæmd ákvæðisins af hálfu SÍ hefur verið á þann veg að talmeinafræðingi sem er nýútskrifaður sem slíkur, og hefur fengið starfsleyfi hjá Landlækni, er meinað að vinna sem sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur, en það sem er verra, er að honum er einnig beinlínis bannað að vinna með eða hjá öðrum reyndum sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi. Framkvæmd SÍ vinnur þannig beinlínis gegn markmiðinu sem það á að tryggja, þ.e. að auka gæði og fagmennsku til þjónustuþega. Gæði og fagmennska verða auðvitað best tryggð á þann hátt að talmeinafræðingar með reynslu miðli sinni þekkingu og reynslu til nýliða í faginu. Frá árinu 2017 hefur það komið skýrt fram af hálfu Félags talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) að þetta ákvæði væri ekki tímabært vegna fáliðunar stéttarinnar en ekki var hlustað á þau sjónarmið talmeinafræðinga. Það er sorgleg staðreynd að SÍ hefur undanfarin ár gefið sér leyfi til að setja einhliða og án raunverulegs samráðs ákvæði, orðalagsbreytingar og/eða viðauka í rammasamning við talmeinafræðinga. Slíkum vinnubrögðum verður að linna. Til að starfa sem talmeinafræðingur á Íslandi, þarf viðkomandi að hafa útskrifast frá viðurkenndum háskóla, hafa verið undir handleiðslu reyndari talmeinafræðings í sex mánuði og fengið starfsleyfi frá landlæknisembættinu. Nýtalmeinafræðingur fær ekki starfsleyfi nema handleiðari skrifi upp á það að hann sé fullfær um að sinna starfinu af þekkingu og fagmennsku. Starfsleyfið gefur til kynna að um fullgildan talmeinafræðing sé að ræða og ætti sem slíkur að geta unnið hvar sem er við sitt fag. Hins vegar virðist SÍ ekki líta svo á að fullgildur talmeinafræðingur sé fullgildur hjá SÍ nema hann hafi unnið hjá stofnun eða sveitarfélagi í tvö ár til að öðlast starfsreynslu. Stétt talmeinafræðinga á Íslandi er tiltölulega ung en FTÍ, sem telur tæplega 130 félagsmenn, mun fagna 40 ára afmæli sínu seinna á þessu ári. Nám í talmeinafræðum er þverfræðilegt nám og hófst á Íslandi árið 2010 og hafa 15 nemendur verið teknir inn í námið á tveggja ára fresti frá þeim tíma að undanskildu sl. hausti en þá var nemendum fjölgað í 18. Grunnur þessara nemenda er í flestum tilfellum kennaramenntun á leik- og/eða grunnskólastigi, þroskaþjálfar, sálfræði eða önnur uppeldisfræðileg menntun og margir hverjir með reynslu af því að vinna með börnum. Það er virkilega gleðilegt að talmeinafræðingar útskrifist hérna heima en það er ekki eins gleðilegt að vita að þeir sem útskrifast eru ekki öruggir með að fá vinnu sem talmeinafræðingar að námi loknu. Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar á Íslandi eru 40-50 talsins á landsvísu í mismiklu starfshlutfalli, þar af telja 12 á landsbyggðinni. Biðtími eftir talþjálfun barna á stofu er að meðaltali 17 mánuðir en getur farið lengst í 36 mánuði, skv. rannsókn sem nýútskrifaður talmeinafræðingur skrifaði sl. vor. 17-36 mánuðir er krítískur tími fyrir barn, sem er með seinkaðan málþroska, með mikil frávik í framburði eða einstakling, sem þarf aðstoð eftir heilablóðfall eða heilaskaða. Nýliðun talmeinafræðinga á landsbyggðinni hefur verið takmörkuð undanfarin ár og með framkvæmd þessarar nýju stefnu í heilbrigðisþjónustu af hálfu SÍ, hefur verið settur enn einn myllusteinninn um háls talmeinafræðinga og skjólstæðinga þeirra og þar með þeirri mikilvægu þjónustu sem talmeinafræðingar inna af hendi. Nýútskrifaðir talmeinafræðingar, með rætur út á land, vilja fara aftur í heimahagana til að vinna í sínu fagi en það er ekki hlaupið að því fyrir þessa einstaklinga eins og raun ber vitni. Á Akranesi starfar einn talmeinafræðingur á stofu þar sem m.a. er laust rými fyrir annan talmeinafræðing. Biðlistinn er 30 mánuðir en á Akranes sækja þjónustuna börn af Akranesi og úr Borgarbyggð ásamt öðrum nágrannasveitarfélögum. Á Akranesi býr nýútskrifaður talmeinafræðingur, sem ekki getur komið til starfa á stofunni og létt þannig á biðlistanum, heldur þarf hann að sækja vinnu í annað sveitarfélag. Á Selfossi / Suðurlandi starfa þrír talmeinafræðingar á stofu. Þar er 18-36 mánaða bið fyrir leik- og grunnskólabörn og er þörf á að stækka stofuna með fjölgun talmeinafræðinga. Nýtalmeinafræðingur, sem á rætur að rekja á Selfoss, vill flytja og starfa í sínum heimabæ en takmörk rammasamnings SÍ gerir honum það ekki kleift. Þrír af 18 nemum í talmeinafræðum eru frá Selfossi og munu ekki geta sótt um vinnu hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum vegna ákvæðisins. Því er fyrirséð að biðlistinn eftir talþjálfun á Suðurlandi lengist enn frekar. Í Vestmannaeyjum starfar einn talmeinafræðingur, sem hefur haft búsetu þar sl. átta ár. Fram að þeim tíma voru 2-3 talmeinafræðingar, sem komu 1-2x á ári og sinntu greiningu og ráðgjöf. Biðlisti eftir þjálfun er nú 12-14 mánuðir og það hefur tekið langan tíma að vinna upp áralangt þjálfunarleysi margra skjólstæðinga, sem fengu enga þjónustu áður en talmeinafræðingur flutti aftur ,,heim”. Þrátt fyrir það hefur ekki tekist að anna eftirspurn því þörfin er mikil og biðin löng, bæði hjá börnum og fullorðnum einstaklingum. Í Vestmannaeyjum býr talmeinafræðikandídat, sem er að ljúka meistaraprófsritgerð, sem fær ekki leyfi til að grynnka á álagi núverandi talmeinafræðings og biðlistum vegna þessa tveggja ára starfsreynsluákvæðis SÍ. Á Akureyri eru fjórir starfandi talmeinafræðingar á stofu, þar sem sá fjórði er í skertu starfshlutfalli, en þeir sinna stóru svæði á Norðausturlandi. Biðlisti eftir greiningu leik- og grunnskólabarna hefur verið 8-12 mánuðir. Tveir nýtalmeinafræðingar eru fluttir ,,heim” og eru nú að uppfylla handleiðslutímabil sitt en eru í algjörri óvissu með atvinnu í framhaldinu vegna tveggja ára ákvæðis SÍ. Þetta ákvæði kemur í veg fyrir að stofur á landsbyggðinni fá að stækka og þar með að veita betri þjónustu. Í Reykjanesbæ eru þrír talmeinafræðingar á samningi við SÍ. Biðlistinn þar er mjög langur og gengur hægt að stytta hann. Tölvupóstar frá ráðþrota foreldrum með von um þjónustu fyrir börn þeirra eru nánast daglegt brauð og aftur er það þetta íþyngjandi tveggja ára ákvæði SÍ, sem hefur þar áhrif. Skjólstæðingahópur SÍ er að stærstum hluta börn og unglingar með málþroskaraskanir, framburðarfrávik, þroskaskerðingu, og svo mætti áfram telja. Ákvæði SÍ bitnar mest á þessum skjólstæðingahópi og við sem þjónustuaðilar viljum geta sinnt þessum einstaklingum án þess að SÍ setji okkur afarkosti með það hvaðan starfsreynsla nýtalmeinafræðinga kemur. Við vitum hversu mikilvæg snemmtæk íhlutun er og þá er mjög mikilvægt að barn sé ekki á biðlista í langan tíma eftir þjálfun eða annarri íhlutun. Það hlýtur að vera hagur allra til lengri tíma litið að hægt sé að anna eftirspurn og afgreiða hvert mál á styttri og markvissari tíma en nú er. Tveggja ára ákvæði SÍ er algerlega á skjön við þá þörf sem er á þjónustu talmeinafræðinga á landinu öllu. 17-36 mánaða bið eftir þjónustu talmeinafræðings í boði SÍ er einfaldlega ekki ásættanleg! Greinarhöfundar eru sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar á landsbyggðinni. Að henni standa: Halla Marinósdóttir Tinna Tómasdóttir Rósalind Signýjar Kristjánsdóttir Kristín María Gísladóttir Eyrún S. Ingvadóttir Hildigunnur Kristinsdóttir Anna Stefanía Vignisdóttir Berglind Jónsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við talmeinafræðinga frá nóvember 2017 var sett inn ákvæði varðandi skilyrði fyrir tveggja ára starfsreynslu fullgilds talmeinafræðings til að komast á samning hjá SÍ. Uppgefin ástæða fyrir þessari tveggja ára reglu samkvæmt SÍ er að auka gæðakröfur til þjónustunnar, sem þeir borga fyrir en staðreyndin er sú að hér er hvorki verið að auka við gæðakröfur þjónustunnar né heldur verið að vinna á löngum biðlistum. Á meðan SÍ setur hömlur á að fullgildur talmeinafræðingur hafi tök á að vinna fyrir stofnunina, lengjast biðlistarnir eftir þjónustu og er SÍ þannig að bregðast skyldu sinni sem þjónustustofnun í veitingu á heilbrigðisþjónustu. Framkvæmd ákvæðisins af hálfu SÍ hefur verið á þann veg að talmeinafræðingi sem er nýútskrifaður sem slíkur, og hefur fengið starfsleyfi hjá Landlækni, er meinað að vinna sem sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur, en það sem er verra, er að honum er einnig beinlínis bannað að vinna með eða hjá öðrum reyndum sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi. Framkvæmd SÍ vinnur þannig beinlínis gegn markmiðinu sem það á að tryggja, þ.e. að auka gæði og fagmennsku til þjónustuþega. Gæði og fagmennska verða auðvitað best tryggð á þann hátt að talmeinafræðingar með reynslu miðli sinni þekkingu og reynslu til nýliða í faginu. Frá árinu 2017 hefur það komið skýrt fram af hálfu Félags talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) að þetta ákvæði væri ekki tímabært vegna fáliðunar stéttarinnar en ekki var hlustað á þau sjónarmið talmeinafræðinga. Það er sorgleg staðreynd að SÍ hefur undanfarin ár gefið sér leyfi til að setja einhliða og án raunverulegs samráðs ákvæði, orðalagsbreytingar og/eða viðauka í rammasamning við talmeinafræðinga. Slíkum vinnubrögðum verður að linna. Til að starfa sem talmeinafræðingur á Íslandi, þarf viðkomandi að hafa útskrifast frá viðurkenndum háskóla, hafa verið undir handleiðslu reyndari talmeinafræðings í sex mánuði og fengið starfsleyfi frá landlæknisembættinu. Nýtalmeinafræðingur fær ekki starfsleyfi nema handleiðari skrifi upp á það að hann sé fullfær um að sinna starfinu af þekkingu og fagmennsku. Starfsleyfið gefur til kynna að um fullgildan talmeinafræðing sé að ræða og ætti sem slíkur að geta unnið hvar sem er við sitt fag. Hins vegar virðist SÍ ekki líta svo á að fullgildur talmeinafræðingur sé fullgildur hjá SÍ nema hann hafi unnið hjá stofnun eða sveitarfélagi í tvö ár til að öðlast starfsreynslu. Stétt talmeinafræðinga á Íslandi er tiltölulega ung en FTÍ, sem telur tæplega 130 félagsmenn, mun fagna 40 ára afmæli sínu seinna á þessu ári. Nám í talmeinafræðum er þverfræðilegt nám og hófst á Íslandi árið 2010 og hafa 15 nemendur verið teknir inn í námið á tveggja ára fresti frá þeim tíma að undanskildu sl. hausti en þá var nemendum fjölgað í 18. Grunnur þessara nemenda er í flestum tilfellum kennaramenntun á leik- og/eða grunnskólastigi, þroskaþjálfar, sálfræði eða önnur uppeldisfræðileg menntun og margir hverjir með reynslu af því að vinna með börnum. Það er virkilega gleðilegt að talmeinafræðingar útskrifist hérna heima en það er ekki eins gleðilegt að vita að þeir sem útskrifast eru ekki öruggir með að fá vinnu sem talmeinafræðingar að námi loknu. Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar á Íslandi eru 40-50 talsins á landsvísu í mismiklu starfshlutfalli, þar af telja 12 á landsbyggðinni. Biðtími eftir talþjálfun barna á stofu er að meðaltali 17 mánuðir en getur farið lengst í 36 mánuði, skv. rannsókn sem nýútskrifaður talmeinafræðingur skrifaði sl. vor. 17-36 mánuðir er krítískur tími fyrir barn, sem er með seinkaðan málþroska, með mikil frávik í framburði eða einstakling, sem þarf aðstoð eftir heilablóðfall eða heilaskaða. Nýliðun talmeinafræðinga á landsbyggðinni hefur verið takmörkuð undanfarin ár og með framkvæmd þessarar nýju stefnu í heilbrigðisþjónustu af hálfu SÍ, hefur verið settur enn einn myllusteinninn um háls talmeinafræðinga og skjólstæðinga þeirra og þar með þeirri mikilvægu þjónustu sem talmeinafræðingar inna af hendi. Nýútskrifaðir talmeinafræðingar, með rætur út á land, vilja fara aftur í heimahagana til að vinna í sínu fagi en það er ekki hlaupið að því fyrir þessa einstaklinga eins og raun ber vitni. Á Akranesi starfar einn talmeinafræðingur á stofu þar sem m.a. er laust rými fyrir annan talmeinafræðing. Biðlistinn er 30 mánuðir en á Akranes sækja þjónustuna börn af Akranesi og úr Borgarbyggð ásamt öðrum nágrannasveitarfélögum. Á Akranesi býr nýútskrifaður talmeinafræðingur, sem ekki getur komið til starfa á stofunni og létt þannig á biðlistanum, heldur þarf hann að sækja vinnu í annað sveitarfélag. Á Selfossi / Suðurlandi starfa þrír talmeinafræðingar á stofu. Þar er 18-36 mánaða bið fyrir leik- og grunnskólabörn og er þörf á að stækka stofuna með fjölgun talmeinafræðinga. Nýtalmeinafræðingur, sem á rætur að rekja á Selfoss, vill flytja og starfa í sínum heimabæ en takmörk rammasamnings SÍ gerir honum það ekki kleift. Þrír af 18 nemum í talmeinafræðum eru frá Selfossi og munu ekki geta sótt um vinnu hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum vegna ákvæðisins. Því er fyrirséð að biðlistinn eftir talþjálfun á Suðurlandi lengist enn frekar. Í Vestmannaeyjum starfar einn talmeinafræðingur, sem hefur haft búsetu þar sl. átta ár. Fram að þeim tíma voru 2-3 talmeinafræðingar, sem komu 1-2x á ári og sinntu greiningu og ráðgjöf. Biðlisti eftir þjálfun er nú 12-14 mánuðir og það hefur tekið langan tíma að vinna upp áralangt þjálfunarleysi margra skjólstæðinga, sem fengu enga þjónustu áður en talmeinafræðingur flutti aftur ,,heim”. Þrátt fyrir það hefur ekki tekist að anna eftirspurn því þörfin er mikil og biðin löng, bæði hjá börnum og fullorðnum einstaklingum. Í Vestmannaeyjum býr talmeinafræðikandídat, sem er að ljúka meistaraprófsritgerð, sem fær ekki leyfi til að grynnka á álagi núverandi talmeinafræðings og biðlistum vegna þessa tveggja ára starfsreynsluákvæðis SÍ. Á Akureyri eru fjórir starfandi talmeinafræðingar á stofu, þar sem sá fjórði er í skertu starfshlutfalli, en þeir sinna stóru svæði á Norðausturlandi. Biðlisti eftir greiningu leik- og grunnskólabarna hefur verið 8-12 mánuðir. Tveir nýtalmeinafræðingar eru fluttir ,,heim” og eru nú að uppfylla handleiðslutímabil sitt en eru í algjörri óvissu með atvinnu í framhaldinu vegna tveggja ára ákvæðis SÍ. Þetta ákvæði kemur í veg fyrir að stofur á landsbyggðinni fá að stækka og þar með að veita betri þjónustu. Í Reykjanesbæ eru þrír talmeinafræðingar á samningi við SÍ. Biðlistinn þar er mjög langur og gengur hægt að stytta hann. Tölvupóstar frá ráðþrota foreldrum með von um þjónustu fyrir börn þeirra eru nánast daglegt brauð og aftur er það þetta íþyngjandi tveggja ára ákvæði SÍ, sem hefur þar áhrif. Skjólstæðingahópur SÍ er að stærstum hluta börn og unglingar með málþroskaraskanir, framburðarfrávik, þroskaskerðingu, og svo mætti áfram telja. Ákvæði SÍ bitnar mest á þessum skjólstæðingahópi og við sem þjónustuaðilar viljum geta sinnt þessum einstaklingum án þess að SÍ setji okkur afarkosti með það hvaðan starfsreynsla nýtalmeinafræðinga kemur. Við vitum hversu mikilvæg snemmtæk íhlutun er og þá er mjög mikilvægt að barn sé ekki á biðlista í langan tíma eftir þjálfun eða annarri íhlutun. Það hlýtur að vera hagur allra til lengri tíma litið að hægt sé að anna eftirspurn og afgreiða hvert mál á styttri og markvissari tíma en nú er. Tveggja ára ákvæði SÍ er algerlega á skjön við þá þörf sem er á þjónustu talmeinafræðinga á landinu öllu. 17-36 mánaða bið eftir þjónustu talmeinafræðings í boði SÍ er einfaldlega ekki ásættanleg! Greinarhöfundar eru sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar á landsbyggðinni. Að henni standa: Halla Marinósdóttir Tinna Tómasdóttir Rósalind Signýjar Kristjánsdóttir Kristín María Gísladóttir Eyrún S. Ingvadóttir Hildigunnur Kristinsdóttir Anna Stefanía Vignisdóttir Berglind Jónsdóttir
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun