Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 19:57 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hél. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. „Ég fordæmi þessa árás og vona að hún verði einstakur viðburður. Ég hef heyrt í borgarstjóra vegna málsins og vonast til þess að því verði brátt lokið. En ég verð líka að segja að hún kemur ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Katrín í ræðu sinni. „Því miður hefur samfélag okkar viðurkennt hatursorðræðu gagnvart stjórnmálum og einstökum stjórnmálamönnum og nægir að líta yfir samfélagsmiðla reglulega til að lesa um ónýta og viðurstyggilega spillta stjórnmálamenn sem eru undirlægjur, fullir af mannhatri og mannvonsku og standa jafnvel fyrir nýjum helförum. Svo ég noti nokkur þau orð sem ég hef nýlega séð höfð um sjálfa mig og aðra. Mörkin hafa færst til og það hefur áhrif. Þar með er ég ekki að biðjast undan málefnalegri umræðu þar sem fólk greinir á. Við getum verið ósammála en þurfum ekki að vera óvinir.“ Þá kvaðst Katrín vilja búa í samfélagi þar sem fólk í stjórnmálum geti gengið frjálst um götur. Þetta hefði verið aðalsmerki Íslands og þannig ætti það að vera áfram. Gjaldfrjáls sýnataka skilað sínu Katrín sagði árangur Íslands í að takast á við faraldur kórónuveiru hafa verið góðan. „Samkvæmt nýlegri álitsgerð er Ísland í sjöunda sæti í heiminum þegar árangur er metinn í baráttunni við faraldurinn, í fyrsta sæti í okkar heimshluta þar sem veiran hefur annars haft mest áhrif,“ sagði Katrín. Árangurinn væri fyrst og fremst að þakka framlínustarfsfólki í heilbrigðiskerfinu og annars staðar. „Hann náðist líka með þeirri ákvörðun að tryggja öllum gjaldfrjálsa sýnatöku þar sem fólk gat mætt samdægurs og fengið niðurstöður samdægurs. Þetta þykir okkur núna í árslok sjálfsagt en var það ekki fyrir ári og er alls ekki sjálfsagt annars staðar og er lykilatriði í árangri okkar, ásamt öflugri smitrakningu og markvissri beitingu á sóttkví og einangrun.“ Ræðu Katrínar, auk ræðu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra og varaformanns Vinstri grænna, má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Vinstri græn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Vikið úr ráðum borgarinnar í kjölfar ummæla sinna um borgarstjóra Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun víkja úr þeim ráðum sem hann situr í hjá borginni. Þetta staðfestir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. 29. janúar 2021 13:22 „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
„Ég fordæmi þessa árás og vona að hún verði einstakur viðburður. Ég hef heyrt í borgarstjóra vegna málsins og vonast til þess að því verði brátt lokið. En ég verð líka að segja að hún kemur ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Katrín í ræðu sinni. „Því miður hefur samfélag okkar viðurkennt hatursorðræðu gagnvart stjórnmálum og einstökum stjórnmálamönnum og nægir að líta yfir samfélagsmiðla reglulega til að lesa um ónýta og viðurstyggilega spillta stjórnmálamenn sem eru undirlægjur, fullir af mannhatri og mannvonsku og standa jafnvel fyrir nýjum helförum. Svo ég noti nokkur þau orð sem ég hef nýlega séð höfð um sjálfa mig og aðra. Mörkin hafa færst til og það hefur áhrif. Þar með er ég ekki að biðjast undan málefnalegri umræðu þar sem fólk greinir á. Við getum verið ósammála en þurfum ekki að vera óvinir.“ Þá kvaðst Katrín vilja búa í samfélagi þar sem fólk í stjórnmálum geti gengið frjálst um götur. Þetta hefði verið aðalsmerki Íslands og þannig ætti það að vera áfram. Gjaldfrjáls sýnataka skilað sínu Katrín sagði árangur Íslands í að takast á við faraldur kórónuveiru hafa verið góðan. „Samkvæmt nýlegri álitsgerð er Ísland í sjöunda sæti í heiminum þegar árangur er metinn í baráttunni við faraldurinn, í fyrsta sæti í okkar heimshluta þar sem veiran hefur annars haft mest áhrif,“ sagði Katrín. Árangurinn væri fyrst og fremst að þakka framlínustarfsfólki í heilbrigðiskerfinu og annars staðar. „Hann náðist líka með þeirri ákvörðun að tryggja öllum gjaldfrjálsa sýnatöku þar sem fólk gat mætt samdægurs og fengið niðurstöður samdægurs. Þetta þykir okkur núna í árslok sjálfsagt en var það ekki fyrir ári og er alls ekki sjálfsagt annars staðar og er lykilatriði í árangri okkar, ásamt öflugri smitrakningu og markvissri beitingu á sóttkví og einangrun.“ Ræðu Katrínar, auk ræðu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra og varaformanns Vinstri grænna, má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Vinstri græn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Vikið úr ráðum borgarinnar í kjölfar ummæla sinna um borgarstjóra Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun víkja úr þeim ráðum sem hann situr í hjá borginni. Þetta staðfestir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. 29. janúar 2021 13:22 „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16
Vikið úr ráðum borgarinnar í kjölfar ummæla sinna um borgarstjóra Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun víkja úr þeim ráðum sem hann situr í hjá borginni. Þetta staðfestir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. 29. janúar 2021 13:22
„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda