Hélt hníf upp að hálsi tólf ára pilts eftir „dólgslæti“ fyrir utan Kvikk Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 21:28 Drengirnir áttu fyrst í samskiptum við manninn fyrir utan verslun Kvikk, skammt frá Smáralind í Kópavogi. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og brot gegn barnaverndarlögum. Maðurinn bar hníf upp að hálsi tólf ára pilts, sem hann sagði hafa verið með „dólgslæti“ ásamt félögum sínum fyrir utan verslun fyrr sama dag. Drengirnir skýrðu svo frá að þeir hefðu farið í verslun Kvikk skammt frá Smáralind í janúar 2019, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem birtur var í dag. Þar hefðu þeir tekið eftir manni sem virtist horfa mikið á einn þeirra úr bifreið sinni fyrir utan búðina. Þeir hefðu farið inn í búðina og maðurinn svo gefið sig á tal við þá er þeir komu út. Þeim hefði staðið ógn af honum og farið í strætóskýli við Fífuhvammsveg. Þá hefði maðurinn komið aftur að þeim, gripið í úlpu eins þeirra og sett hníf að hálsi hans. Hann hefði sagt við drenginn að hann ætti ekki að sýna sér óvirðingu. Varð reiður og pirraður og vildi „klára samræðurnar“ Maðurinn sagði fyrir dómi að piltarnir hefðu verið með „dólgslæti“ fyrir utan búðina og „verið að gefa honum augnaráð“. Inni í búðinni, þar sem kona hans hefði verið í röð, hefðu hin meintu dólgslæti haldið áfram – og enn áfram er þeir áttu í samskiptum við manninn aftur á bílastæðinu fyrir utan. Maðurinn lýsti því svo að á leið heim hefði hann séð piltana standa við strætóskýlið, orðið „reiður og pirraður“ og ákveðið að „klára þessar samræður“. Þegar maðurinn kom til piltanna við strætóskýlið hefði einn þeirra spurt hvað hann ætlaði að gera og maðurinn þá tekið í úlpu hans með báðum höndum. Hann hefði sagst ekki ætla að gera neitt en slíku væri ekki að treysta þegar menn kæmu svona fram við ókunnuga. Maðurinn neitaði þó fyrir dómi að hafa tekið upp hníf. Þá kom fram að maðurinn hefði dregið buff upp fyrir andlitið á sér svo hann þekktist ekki áður en hann fór til drengjanna. Dómurinn taldi framburð drengjanna þess efnis að maðurinn hefði borið hníf upp að hálsi eins þeirra trúverðugan. Maðurinn var að endingu dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða rúma milljón króna í laun verjanda síns. Kópavogur Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Drengirnir skýrðu svo frá að þeir hefðu farið í verslun Kvikk skammt frá Smáralind í janúar 2019, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem birtur var í dag. Þar hefðu þeir tekið eftir manni sem virtist horfa mikið á einn þeirra úr bifreið sinni fyrir utan búðina. Þeir hefðu farið inn í búðina og maðurinn svo gefið sig á tal við þá er þeir komu út. Þeim hefði staðið ógn af honum og farið í strætóskýli við Fífuhvammsveg. Þá hefði maðurinn komið aftur að þeim, gripið í úlpu eins þeirra og sett hníf að hálsi hans. Hann hefði sagt við drenginn að hann ætti ekki að sýna sér óvirðingu. Varð reiður og pirraður og vildi „klára samræðurnar“ Maðurinn sagði fyrir dómi að piltarnir hefðu verið með „dólgslæti“ fyrir utan búðina og „verið að gefa honum augnaráð“. Inni í búðinni, þar sem kona hans hefði verið í röð, hefðu hin meintu dólgslæti haldið áfram – og enn áfram er þeir áttu í samskiptum við manninn aftur á bílastæðinu fyrir utan. Maðurinn lýsti því svo að á leið heim hefði hann séð piltana standa við strætóskýlið, orðið „reiður og pirraður“ og ákveðið að „klára þessar samræður“. Þegar maðurinn kom til piltanna við strætóskýlið hefði einn þeirra spurt hvað hann ætlaði að gera og maðurinn þá tekið í úlpu hans með báðum höndum. Hann hefði sagst ekki ætla að gera neitt en slíku væri ekki að treysta þegar menn kæmu svona fram við ókunnuga. Maðurinn neitaði þó fyrir dómi að hafa tekið upp hníf. Þá kom fram að maðurinn hefði dregið buff upp fyrir andlitið á sér svo hann þekktist ekki áður en hann fór til drengjanna. Dómurinn taldi framburð drengjanna þess efnis að maðurinn hefði borið hníf upp að hálsi eins þeirra trúverðugan. Maðurinn var að endingu dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða rúma milljón króna í laun verjanda síns.
Kópavogur Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira