Safnað fyrir nýjum líkbíl á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2021 12:40 Núverandi líkbíll á Sauðárkróki, sem verður skipt út fyrir nýjan líkbíl þegar átt til tíu milljónum króna hefur verið safnað. Þeir sem vilja hugsanlega leggja söfnuninni lið þá er reikningsnúmerið og kennitalan eftirfarandi: 0310-22-001029. Kt:. 560269-7659. Aðsend Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju safnar nú peningum fyrir nýjum líkbíl en núverandi bíll, sem er rétt um fjörutíu ára er orðinn lúinn og lélegur. Líkbílinn, sem er nú í notkun á vegum Sauðárkrókskirkju og kirknanna þar í kring er 39 ára gamall afturdrifin og eyðslufrekur bíll, sem er óhentugur og dýr í rekstri. Það var því ákveðið að setja af stað söfnun fyrir nýjum líkbíl. Ingimar Jóhannsson er formaður sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju „Sem betur fer eigum við marga góða klúbba, félög og samtök, sem veita okkar hjálparhönd í þessu verkefni,“ segir Ingimar. Björgunarsveitin á Sauðárkróki sinnti líkflutningum til margra ára, eða til ársins 1997 þegar Rauða krossdeildin í Skagafirði gaf sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju sjúkrabíl sem deildin var að hætta með. Honum var breytt í líkbíll og hefur sinnt því hlutverki og sinnir enn fyrir sóknirnar í Skagafirði. „Við áttum ekki margra kosta völ, annað hvort að hætta að veita þessa þjónustu eða þá að grípa til einhverra ráða og við samþykktum í sóknarnefndinni í lok árs 2019 að við myndum reyna að leysa þetta mál innan þriggja ára og um leið og Kiwanisklúbburinn Drangey hér, sem hefur verið í góðu samstarfi og oft látið ýmislegt að hendi rakna til okkar frétti þetta, þá gáfu þeir strax 500.000 krónur í þessa söfnun,“ bætir Ingimars við. Í kjölfarið hafa aðrir klúbbar, félagasamtök og fyrirtæki einnig komið með myndarleg framlög til söfnunarinnar, nú síðast Steypustöð Skagafjarðar, sem gaf 1 milljón króna til minningar um Pálma Friðriksson. „Þess má geta að nú þegar eru komnar 3,7 milljónir, sem hafa safnast í söfnunina ef við tökum stöðuna eins og hún er í dag þegar við tölum saman,“ segir Ingimar. En hvað heldur Ingimar að nýr og góður líkbíll kosti? „Ég reikna alveg með því að að það geti hlaupið á bilinu 8 til 10 milljónir króna, fulltilbúin til notkunar.“ Það er sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju, sem stendur að söfnunni fyrir nýjum líkbíl.Aðsend Skagafjörður Þjóðkirkjan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Sjá meira
Líkbílinn, sem er nú í notkun á vegum Sauðárkrókskirkju og kirknanna þar í kring er 39 ára gamall afturdrifin og eyðslufrekur bíll, sem er óhentugur og dýr í rekstri. Það var því ákveðið að setja af stað söfnun fyrir nýjum líkbíl. Ingimar Jóhannsson er formaður sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju „Sem betur fer eigum við marga góða klúbba, félög og samtök, sem veita okkar hjálparhönd í þessu verkefni,“ segir Ingimar. Björgunarsveitin á Sauðárkróki sinnti líkflutningum til margra ára, eða til ársins 1997 þegar Rauða krossdeildin í Skagafirði gaf sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju sjúkrabíl sem deildin var að hætta með. Honum var breytt í líkbíll og hefur sinnt því hlutverki og sinnir enn fyrir sóknirnar í Skagafirði. „Við áttum ekki margra kosta völ, annað hvort að hætta að veita þessa þjónustu eða þá að grípa til einhverra ráða og við samþykktum í sóknarnefndinni í lok árs 2019 að við myndum reyna að leysa þetta mál innan þriggja ára og um leið og Kiwanisklúbburinn Drangey hér, sem hefur verið í góðu samstarfi og oft látið ýmislegt að hendi rakna til okkar frétti þetta, þá gáfu þeir strax 500.000 krónur í þessa söfnun,“ bætir Ingimars við. Í kjölfarið hafa aðrir klúbbar, félagasamtök og fyrirtæki einnig komið með myndarleg framlög til söfnunarinnar, nú síðast Steypustöð Skagafjarðar, sem gaf 1 milljón króna til minningar um Pálma Friðriksson. „Þess má geta að nú þegar eru komnar 3,7 milljónir, sem hafa safnast í söfnunina ef við tökum stöðuna eins og hún er í dag þegar við tölum saman,“ segir Ingimar. En hvað heldur Ingimar að nýr og góður líkbíll kosti? „Ég reikna alveg með því að að það geti hlaupið á bilinu 8 til 10 milljónir króna, fulltilbúin til notkunar.“ Það er sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju, sem stendur að söfnunni fyrir nýjum líkbíl.Aðsend
Skagafjörður Þjóðkirkjan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Sjá meira