Þórólfur um bólusetningu ólympíufara: Mjög erfitt að velja fólk eftir mikilvægi Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 13:01 Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem unnið hefur sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ekki er öruggt að hann fái bólusetningu við COVID-19 fyrir leikana. Annað íslenskt íþróttafólk sem stefnir á leikana þarf að keppa á alþjóðlegum mótum á næstu mánuðum. Getty/Andrea Staccioli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður að því á upplýsingafundi í dag hvort til greina kæmi að veita afreksíþróttafólki, til að mynda þeim sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar, forgang í bólusetningu gegn COVID-19. Ekki var að heyra á Þórólfi að það myndi njóta nokkurs forgangs. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum sé haft í huga við forgangsröðun í bólusetningu. Bólusetning gæti gert mikið fyrir íþróttafólk sem sækja þarf alþjóðlega keppni erlendis, til að mynda tæplega þrjátíu manna hóp fólks sem freistar þess að komast á Ólympíuleikana í júlí. Aðeins einn íslenskur íþróttamaður, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, er kominn með sæti á leikunum en annað íþróttafólk þarf að ná lágmörkum eða safna stigum með keppni í alþjóðlegum mótum fram að leikunum. Klippa: Þórólfur um bólusetningu afreksíþróttafólks „Það eru mjög margir sem eru að biðja um forgang – að komast framar í röðinni. Við höfum yfirleitt ekki ljáð máls á því,“ sagði Þórólfur í svari við spurningu fréttastofu á upplýsingafundi í dag um hvort til greina kæmi að ólympíufarar nytu forgangs. „Ég held að við verðum að halda okkur við fyrra plan. Við erum með ákveðna stefnu varðandi forgangshópana og ég held að við eigum að halda því. Það er mjög erfitt þegar við förum að velja fólk eftir mikilvægi. Ég treysti mér ekki almennilega í það sjálfur. Því það eru auðvitað allir sem telja sig mikilvæga, og allir eru mikilvægir, en hvort að þeir eigi að fara fram fyrir aðra hópa er aftur á móti annað mál,“ sagði Þórólfur. Ólympíufarar í Ísrael og Danmörku bólusettir fyrir leikana Í síðustu viku bárust fréttir af því að í Ísrael og Danmörku reiknuðu menn með að allir ólympíufarar yrðu bólusettir fyrir leikana. Talskona ísraelsku ólympíusambandsins sagði að bólusetningu ólympíufara yrði lokið í maí, en í Danmörku er reiknað með að það taki lengri tíma þar sem að bólusetning heilbrigðs almennings hefjist í fyrsta lagi í apríl. Ungverska ólympíusambandið vonast til að bólusetja sína ólympíufara eftir nokkrar vikur og Belgar hafa beðið um að 400-500 ólympíufarar verði bólusettir. Talsmaður belgíska sambandsins tók þó fram að ekki væri ætlunin að komast fram fyrir heilbrigðisstarfsfólk eða viðkvæma hópa í röðinni. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum sé haft í huga við forgangsröðun í bólusetningu. Bólusetning gæti gert mikið fyrir íþróttafólk sem sækja þarf alþjóðlega keppni erlendis, til að mynda tæplega þrjátíu manna hóp fólks sem freistar þess að komast á Ólympíuleikana í júlí. Aðeins einn íslenskur íþróttamaður, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, er kominn með sæti á leikunum en annað íþróttafólk þarf að ná lágmörkum eða safna stigum með keppni í alþjóðlegum mótum fram að leikunum. Klippa: Þórólfur um bólusetningu afreksíþróttafólks „Það eru mjög margir sem eru að biðja um forgang – að komast framar í röðinni. Við höfum yfirleitt ekki ljáð máls á því,“ sagði Þórólfur í svari við spurningu fréttastofu á upplýsingafundi í dag um hvort til greina kæmi að ólympíufarar nytu forgangs. „Ég held að við verðum að halda okkur við fyrra plan. Við erum með ákveðna stefnu varðandi forgangshópana og ég held að við eigum að halda því. Það er mjög erfitt þegar við förum að velja fólk eftir mikilvægi. Ég treysti mér ekki almennilega í það sjálfur. Því það eru auðvitað allir sem telja sig mikilvæga, og allir eru mikilvægir, en hvort að þeir eigi að fara fram fyrir aðra hópa er aftur á móti annað mál,“ sagði Þórólfur. Ólympíufarar í Ísrael og Danmörku bólusettir fyrir leikana Í síðustu viku bárust fréttir af því að í Ísrael og Danmörku reiknuðu menn með að allir ólympíufarar yrðu bólusettir fyrir leikana. Talskona ísraelsku ólympíusambandsins sagði að bólusetningu ólympíufara yrði lokið í maí, en í Danmörku er reiknað með að það taki lengri tíma þar sem að bólusetning heilbrigðs almennings hefjist í fyrsta lagi í apríl. Ungverska ólympíusambandið vonast til að bólusetja sína ólympíufara eftir nokkrar vikur og Belgar hafa beðið um að 400-500 ólympíufarar verði bólusettir. Talsmaður belgíska sambandsins tók þó fram að ekki væri ætlunin að komast fram fyrir heilbrigðisstarfsfólk eða viðkvæma hópa í röðinni.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira
Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30
Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31