Tvíburaendurfundir í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 14:01 Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur voru ánægðar að hittast á ný í Slóveníu í morgun. KKÍ Tvíburasysturnar Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur voru sameinaðar á ný í morgun þegar Sara Rún kom til móts við íslenska landsliðshópinn í Slóveníu. Bríet Sif er að spila með Haukum í Domino´s deildinni og fór út með hinum landsliðsstelpunum þegar liðið lagði af stað frá Íslandi á laugardaginn. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður liðsins sem er að spila erlendis en hún spilar með Leicester Raiders í bresku deildinni. Þetta er þriðja landsliðsverkefnið þar sem tvíburarnir úr Keflavík eru báðar með landsliðinu en það voru líka báðar með í tveimur leikjum í nóvember 2018 og í tveimur leikjum í nóvember 2020. Sara Rún hefur spilað 21 landsleik en Bríet Sif hefur spilað fjóra landsleiki til þessa á ferlinum. Í morgun mætti Sara Rún til liðs við hópinn í Ljubljana frá Englandi þar sem hún spilar og var mikil gleði hjá hópnum við það. Systurnar Sara Rún og Bríet Sif voru að sjálfsögðu mjög kátar að hittast #korfubolti #EuroBasketWomen pic.twitter.com/HXnVOdqSkL— KKÍ (@kkikarfa) February 1, 2021 Íslenski hópurinn flaug með Icelandair til Amsterdam á laugardaginn og gisti þar í eina nótt á flugvallarhóteli. Hópurinn ferðaðist svo á sunnudaginn á áfangastað og tók sína fyrstu æfingu í Ljubljana í gær. Ferðalagi Söru Rúnar seinkaði aðeins en hún kom til móts við íslenska hópinn í morgun og voru tvíburasysturnar því sameinaðar á nýjan leik. Sara Rún Hinriksdóttir var langbesti leikmaður íslenska liðsins i leikjunum í nóvember þar sem hún var með 54 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar í tveimur leikjum. Leikir íslensku stelpnanna fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 31. janúar-7. febrúar og verða leiknir eins og áður hefur komið fram í Slóveníu í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði á nokkrum leikstöðum. Íslenska liðið mætir fyrst Grikkjum 4. febrúar næstkomandi og 6. febrúar spilar liðið síðan gegn heimastúlkum í Slóveníu. Landslið kvenna mættar til Slóveníu! Allt til fyrirmyndar þar og frábærar aðstæður. Ferðlagið gekk vel hjá hópnum en...Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on Sunnudagur, 31. janúar 2021 Körfubolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Bríet Sif er að spila með Haukum í Domino´s deildinni og fór út með hinum landsliðsstelpunum þegar liðið lagði af stað frá Íslandi á laugardaginn. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður liðsins sem er að spila erlendis en hún spilar með Leicester Raiders í bresku deildinni. Þetta er þriðja landsliðsverkefnið þar sem tvíburarnir úr Keflavík eru báðar með landsliðinu en það voru líka báðar með í tveimur leikjum í nóvember 2018 og í tveimur leikjum í nóvember 2020. Sara Rún hefur spilað 21 landsleik en Bríet Sif hefur spilað fjóra landsleiki til þessa á ferlinum. Í morgun mætti Sara Rún til liðs við hópinn í Ljubljana frá Englandi þar sem hún spilar og var mikil gleði hjá hópnum við það. Systurnar Sara Rún og Bríet Sif voru að sjálfsögðu mjög kátar að hittast #korfubolti #EuroBasketWomen pic.twitter.com/HXnVOdqSkL— KKÍ (@kkikarfa) February 1, 2021 Íslenski hópurinn flaug með Icelandair til Amsterdam á laugardaginn og gisti þar í eina nótt á flugvallarhóteli. Hópurinn ferðaðist svo á sunnudaginn á áfangastað og tók sína fyrstu æfingu í Ljubljana í gær. Ferðalagi Söru Rúnar seinkaði aðeins en hún kom til móts við íslenska hópinn í morgun og voru tvíburasysturnar því sameinaðar á nýjan leik. Sara Rún Hinriksdóttir var langbesti leikmaður íslenska liðsins i leikjunum í nóvember þar sem hún var með 54 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar í tveimur leikjum. Leikir íslensku stelpnanna fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 31. janúar-7. febrúar og verða leiknir eins og áður hefur komið fram í Slóveníu í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði á nokkrum leikstöðum. Íslenska liðið mætir fyrst Grikkjum 4. febrúar næstkomandi og 6. febrúar spilar liðið síðan gegn heimastúlkum í Slóveníu. Landslið kvenna mættar til Slóveníu! Allt til fyrirmyndar þar og frábærar aðstæður. Ferðlagið gekk vel hjá hópnum en...Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on Sunnudagur, 31. janúar 2021
Körfubolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira