Tvíburaendurfundir í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 14:01 Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur voru ánægðar að hittast á ný í Slóveníu í morgun. KKÍ Tvíburasysturnar Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur voru sameinaðar á ný í morgun þegar Sara Rún kom til móts við íslenska landsliðshópinn í Slóveníu. Bríet Sif er að spila með Haukum í Domino´s deildinni og fór út með hinum landsliðsstelpunum þegar liðið lagði af stað frá Íslandi á laugardaginn. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður liðsins sem er að spila erlendis en hún spilar með Leicester Raiders í bresku deildinni. Þetta er þriðja landsliðsverkefnið þar sem tvíburarnir úr Keflavík eru báðar með landsliðinu en það voru líka báðar með í tveimur leikjum í nóvember 2018 og í tveimur leikjum í nóvember 2020. Sara Rún hefur spilað 21 landsleik en Bríet Sif hefur spilað fjóra landsleiki til þessa á ferlinum. Í morgun mætti Sara Rún til liðs við hópinn í Ljubljana frá Englandi þar sem hún spilar og var mikil gleði hjá hópnum við það. Systurnar Sara Rún og Bríet Sif voru að sjálfsögðu mjög kátar að hittast #korfubolti #EuroBasketWomen pic.twitter.com/HXnVOdqSkL— KKÍ (@kkikarfa) February 1, 2021 Íslenski hópurinn flaug með Icelandair til Amsterdam á laugardaginn og gisti þar í eina nótt á flugvallarhóteli. Hópurinn ferðaðist svo á sunnudaginn á áfangastað og tók sína fyrstu æfingu í Ljubljana í gær. Ferðalagi Söru Rúnar seinkaði aðeins en hún kom til móts við íslenska hópinn í morgun og voru tvíburasysturnar því sameinaðar á nýjan leik. Sara Rún Hinriksdóttir var langbesti leikmaður íslenska liðsins i leikjunum í nóvember þar sem hún var með 54 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar í tveimur leikjum. Leikir íslensku stelpnanna fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 31. janúar-7. febrúar og verða leiknir eins og áður hefur komið fram í Slóveníu í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði á nokkrum leikstöðum. Íslenska liðið mætir fyrst Grikkjum 4. febrúar næstkomandi og 6. febrúar spilar liðið síðan gegn heimastúlkum í Slóveníu. Landslið kvenna mættar til Slóveníu! Allt til fyrirmyndar þar og frábærar aðstæður. Ferðlagið gekk vel hjá hópnum en...Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on Sunnudagur, 31. janúar 2021 Körfubolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Bríet Sif er að spila með Haukum í Domino´s deildinni og fór út með hinum landsliðsstelpunum þegar liðið lagði af stað frá Íslandi á laugardaginn. Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður liðsins sem er að spila erlendis en hún spilar með Leicester Raiders í bresku deildinni. Þetta er þriðja landsliðsverkefnið þar sem tvíburarnir úr Keflavík eru báðar með landsliðinu en það voru líka báðar með í tveimur leikjum í nóvember 2018 og í tveimur leikjum í nóvember 2020. Sara Rún hefur spilað 21 landsleik en Bríet Sif hefur spilað fjóra landsleiki til þessa á ferlinum. Í morgun mætti Sara Rún til liðs við hópinn í Ljubljana frá Englandi þar sem hún spilar og var mikil gleði hjá hópnum við það. Systurnar Sara Rún og Bríet Sif voru að sjálfsögðu mjög kátar að hittast #korfubolti #EuroBasketWomen pic.twitter.com/HXnVOdqSkL— KKÍ (@kkikarfa) February 1, 2021 Íslenski hópurinn flaug með Icelandair til Amsterdam á laugardaginn og gisti þar í eina nótt á flugvallarhóteli. Hópurinn ferðaðist svo á sunnudaginn á áfangastað og tók sína fyrstu æfingu í Ljubljana í gær. Ferðalagi Söru Rúnar seinkaði aðeins en hún kom til móts við íslenska hópinn í morgun og voru tvíburasysturnar því sameinaðar á nýjan leik. Sara Rún Hinriksdóttir var langbesti leikmaður íslenska liðsins i leikjunum í nóvember þar sem hún var með 54 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar í tveimur leikjum. Leikir íslensku stelpnanna fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 31. janúar-7. febrúar og verða leiknir eins og áður hefur komið fram í Slóveníu í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði á nokkrum leikstöðum. Íslenska liðið mætir fyrst Grikkjum 4. febrúar næstkomandi og 6. febrúar spilar liðið síðan gegn heimastúlkum í Slóveníu. Landslið kvenna mættar til Slóveníu! Allt til fyrirmyndar þar og frábærar aðstæður. Ferðlagið gekk vel hjá hópnum en...Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on Sunnudagur, 31. janúar 2021
Körfubolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira