Lára kveður skjáinn Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2021 15:48 Lára segir Ferðastiklurnar standa uppúr annars afskaplega lifandi tíma á fjölmiðlum. Lífið er núna, segir Lára sem útilokar ekki að hún komi einhvern tíma aftur nálægt fjölmiðlum en það verður ekki næstu árin. Svo mikið er víst. Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur sent félögum sínum á RÚV ohf kveðjupóst og tilkynnt að hún sé á förum. Lára hefur sagt upp á RÚV. Hún er að taka síðustu vaktina á fréttastofunni núna í dag. Henni bauðst óvænt starf sem er of spennandi að hafna. Eitthvað nýtt dæmi, krefjandi og lærdómsríkt. Svo segir í kveðjubréfi hennar og Lára segir að svona sé þetta, nákvæmlega, í samtali við Vísi. Hún segist ekki geta greint frá því að svo stöddu hvað hún er að fara að taka sér fyrir hendur. Hún þurfi að ganga frá einhverjum málum áður en hún getur gert það heyrinkunnugt. Lára hefur nú verið í tólf ár hjá RÚV, bæði á almennum fréttavöktum og í fréttaskýringaþættinum Kveik. „Það er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Lára þar sem hún er á leið uppá Hellisheiði. Sem verður síðasti vettvangur fréttamennsku hennar, í bili í það minnsta kosti. Lára, sem er afar vinsæll sjónvarpsmaður, á að baki langan feril í fjölmiðlum. Sem hófst á hinni sögufrægu NFS-sjónvarpsstöð árið 2005. „Svo þegar NFS var lagt niður var ég áfram á Stöð 2, kom svo aðeins við á Mogganum og 24 stundum. Svo lenti ég inn á RÚV í mars 2009. Og er eiginlega búin að gera allt sem mig hefur langað til þar.“ Gos og læti Spurð um hvað standi uppúr segir Lára það hljóti að vera þættirnir Ferðastiklur. „Að fá að fara um allt land, hitta fólk og vera í íslenskri náttúru. Það held ég að hljóti að standa upp úr. Þó margt annað hafi verið skemmtilegt. Það var svona mitt.“ Lára í Holuhrauni. Hún segir það hafa verið mikið ævintýri, að fjalla um það mikla gos.skáskot Lára segir að allt hafi verið jákvætt við þá dagskrárgerð, henni hafi alls staðar verið ótrúlega vel tekið. Hún nefnir einnig Holuhraunsgosið. Og öll þau skipti sem hún fór þangað. Það var mikið ævintýri. Lára fjallaði um gosið nánast áður en það hófst og þar til yfir lauk sem var um mánaðarmótin febrúar/mars 2015 en gosið hófst seint í ágúst 2014. „Eitt stærsta hraungos síðan land byggðist. Ég fór þangað margoft. Svo endað ég á því að gera með Ragnari Santos heimildarmynd um gosið, einstaklega gaman að vinna þetta allt saman. Svæðið norðan Vatnajökuls er flottasta og fallegasta svæði landsins og mér finnst alltaf gaman að koma þangað. Mikið ævintýri líka.“ Ofboðslega lifandi starf Lára segist vilja nefna það til viðbótar; allt þetta fólk sem hún hefur kynnst, unnið með og kynnst í gegnum þetta starf - ómetanlegt. „Þetta er mjög lifandi starf, ofsalega skemmtilegt fólk og mikið fjör í kringum þetta einhvern veginn, læti og hasar.“ Og þú munt þá væntanlega sakna þess? „Já, þetta verður allaveganna mikil breyting. En, mér finnst þetta samt frábært tækifæri til að prófa eitthvað annað og læra eitthvað nýtt. Ég þarf alltaf að vera að ögra mér. Það þýðir ekkert að vera hrædd við að taka skrefið, stundum bara að kýla á það. Lífið er núna,“ sagði Lára á leið uppá Hellisheiði. Vistaskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
Lára hefur sagt upp á RÚV. Hún er að taka síðustu vaktina á fréttastofunni núna í dag. Henni bauðst óvænt starf sem er of spennandi að hafna. Eitthvað nýtt dæmi, krefjandi og lærdómsríkt. Svo segir í kveðjubréfi hennar og Lára segir að svona sé þetta, nákvæmlega, í samtali við Vísi. Hún segist ekki geta greint frá því að svo stöddu hvað hún er að fara að taka sér fyrir hendur. Hún þurfi að ganga frá einhverjum málum áður en hún getur gert það heyrinkunnugt. Lára hefur nú verið í tólf ár hjá RÚV, bæði á almennum fréttavöktum og í fréttaskýringaþættinum Kveik. „Það er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Lára þar sem hún er á leið uppá Hellisheiði. Sem verður síðasti vettvangur fréttamennsku hennar, í bili í það minnsta kosti. Lára, sem er afar vinsæll sjónvarpsmaður, á að baki langan feril í fjölmiðlum. Sem hófst á hinni sögufrægu NFS-sjónvarpsstöð árið 2005. „Svo þegar NFS var lagt niður var ég áfram á Stöð 2, kom svo aðeins við á Mogganum og 24 stundum. Svo lenti ég inn á RÚV í mars 2009. Og er eiginlega búin að gera allt sem mig hefur langað til þar.“ Gos og læti Spurð um hvað standi uppúr segir Lára það hljóti að vera þættirnir Ferðastiklur. „Að fá að fara um allt land, hitta fólk og vera í íslenskri náttúru. Það held ég að hljóti að standa upp úr. Þó margt annað hafi verið skemmtilegt. Það var svona mitt.“ Lára í Holuhrauni. Hún segir það hafa verið mikið ævintýri, að fjalla um það mikla gos.skáskot Lára segir að allt hafi verið jákvætt við þá dagskrárgerð, henni hafi alls staðar verið ótrúlega vel tekið. Hún nefnir einnig Holuhraunsgosið. Og öll þau skipti sem hún fór þangað. Það var mikið ævintýri. Lára fjallaði um gosið nánast áður en það hófst og þar til yfir lauk sem var um mánaðarmótin febrúar/mars 2015 en gosið hófst seint í ágúst 2014. „Eitt stærsta hraungos síðan land byggðist. Ég fór þangað margoft. Svo endað ég á því að gera með Ragnari Santos heimildarmynd um gosið, einstaklega gaman að vinna þetta allt saman. Svæðið norðan Vatnajökuls er flottasta og fallegasta svæði landsins og mér finnst alltaf gaman að koma þangað. Mikið ævintýri líka.“ Ofboðslega lifandi starf Lára segist vilja nefna það til viðbótar; allt þetta fólk sem hún hefur kynnst, unnið með og kynnst í gegnum þetta starf - ómetanlegt. „Þetta er mjög lifandi starf, ofsalega skemmtilegt fólk og mikið fjör í kringum þetta einhvern veginn, læti og hasar.“ Og þú munt þá væntanlega sakna þess? „Já, þetta verður allaveganna mikil breyting. En, mér finnst þetta samt frábært tækifæri til að prófa eitthvað annað og læra eitthvað nýtt. Ég þarf alltaf að vera að ögra mér. Það þýðir ekkert að vera hrædd við að taka skrefið, stundum bara að kýla á það. Lífið er núna,“ sagði Lára á leið uppá Hellisheiði.
Vistaskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira