Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Linsubaunatacos með kasjúsósu og vegan Wellington Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 17:30 Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Verkefni matgæðinganna var að veganvæða óskarétt hvers heimilis. Hér eru uppskriftir frá tveimur þeirra úr þættinum. Næsti þáttur af Kjötætur óskast! er svo á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19.05 Oddrún Helga Símonardóttir, sem kallar sig Heilsumamman og hefur haldið fjölda matreiðslunámskeiða , heimsótti Önnsku Arndal og Úlf Þór Úlfarsson á Ísafirði. Hún bauð þeim tvo valkosti og Úlfi fannst hvorugur góður. Leist ekkert á linsubaunakássu í taco skeljum, fannst linsubaunir vondar - en hafði þó aldrei smakkað þær. Hann var hins vegar hæstánægður með matinn þegar til kom. Linsubaunakássa í taco skeljum með kasjúsósu LINSUBAUNAFYLLING í taco skeljar: uppskrift fyrir 4-5 1 msk hitaþolin olía 1 laukur 3 hvítlauksrif 2-3 gulrætur 1-2 sellerístönglar 3-4 dl soðnar brúnar eða grænar linsur (1,5-2 dl ósoðnar) 1 dós maukaðir tómatar 2 msk tómatpuré 2 msk Mexíkó kryddblanda 1 tsk kúmin salt og pipar 1 stk grænmetiskraftur Væn lúka fersk steinselja Leggjið linsubaunirnar í bleyti í u.þ.b. 2 klst en má alveg vera yfir nótt líka. Hellið vatninu af þeim, setjið í nýtt vatn og sjóðið í 30 mín. Hitið pönnu og mýjkið lauk í smá olíu, bætið við gulrótum og sellerí og leyfið því að malla aðeins á pönnunni ásamt kryddunum. Bætið tómatmaukinu, kraftinum og steinseljunni á pönnuna og leyfið réttinum að malla við lágan hita í nokkrar mínútur. Bætið linsunum við í lokin og kryddið með salt og pipar. Ef baunirnar fá að liggja í bleyti verða þær mun auðmeltanlegri. Ef þíð eruð tímabundin eða gleymið því þá eru samt 15-20 mín betri en ekkert. Linsubaunakássa GUACAMOLE: 2 avókadó nokkrir vel þroskaðir tómatar smátt skornir vorlaukur safi úr ½ lime salt CHILI KASJÚ SÓSA: 3/4 dl kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 4-6 tíma og síðan skolaðar) – (má líka setja sólblómafræ í staðinn fyrir kasjúhnetur eða blanda þeim saman) Biti af ferskum chili pipar 2-3 sólþurrkaðir tómatar 3 msk safi úr sítrónu 4-5 döðlur 1/2 tsk sjávarsalt 3 msk vatn Salt og svartur pipar eftir smekk Setjið allt í blandara og blandið vel. RISTAÐ FRÆKURL: 1/2 dl sólblómafræ 1/2 dl graskersfræ 1 msk olía Salt Krydd eftir smekk Hitið pönnu Setjið olíuna ásamt fræjunum á pönnuna Leyfið fræjunum að „poppast“ Saltið og kryddið meira ef þið viljið Geymið í lokaðri krukku og notist yfir salöt og grænmetisrétti eða sem snakk Baunatacoið er borið fram með guacamole, chili kasjú sósu, fersku salati, nachos og ristuðu frækurli. EFTIRRÉTTUR - KARAMELLUKUBBAR: Karamellan: 1 dl kókosmjólk 1 -2 msk kókosolía 0,5 dl hlynsýróp (má setja kókospálmasykur í staðinn en hún verður töluvert dekkri) 0,5 dl kókospálmasykur örlítið salt og vanilludropar Í sér skál: 1,5 dl lífrænt kornflex án viðbætts sykurs 1 dl gróft saxaðar hnetur/möndlur - hér má líka brytja niður hrískökur! 50 dökkt súkkulaði eða heimatilbúið – brætt og sett yfir þegar nammið er orðið kalt. Setjið allt karamellu hráefnið í pott og komið upp suðu. Leyfið karamellunni að malla hressilega en passið að hún brenni ekki við. Hún þarf að verða mjög þykk og seig. Verið þolinmóð þangað til hún er orðin létt freyðandi. Lækkið þá hitann og leyfið henni að þykkna, við viljum sjá stórt sleifarfar á botninum. Ef þið takið pottinn of snemma af verður hún klístruð og erfitt að skera bitana niður. Blandið þurrefnunum saman í skál. Blandið svo saman við karamelluna í pottinum. Hellið blöndunni á bökunarpappír og þjappið henni saman. Kælið. Skreytið með smá bræddu súkkulaði (best að setja það yfir þegar búið er að kæla aðeins annars rennur það í gegn í stað þess að sitja ofan á). „Nauta“steik á Litla-Ármóti Í þriðja þætti heimsótti einnig Gústi kokkur kúabændurna Hrafnhildi Baldursdóttur og Ragnar Finn Sigurðsson á Litla-Ármóti sem taka þátt í vegantilrauninni. Þau óskuðu eftir veganvæðingu á uppáhaldsmat fjölskyldunnar: Hægeldaðri nautasteik með piparostarjómasósu og salati með fetaosti. Gústi dó ekki ráðalaus og mætti með vegan Wellington steik frá Jömm og útbjó ýmislegt dýrðarinnar meðlæti. Veganútgáfa af hægeldaðri „nauta“steik með kartöflum og salati með fetaosti Kartöflur Soðnar Settar í ofnfast mót og marðar með gaffli Vegansmjörklípa á hverja kartöflu - kryddaðar með salti og pipar og timjan Piparsósa Toro sósugrunnur vegan rjómaostur pipar saxaður laukur hvítlaukur hafrarjómi Mýkja laukinn og hvítlaukinn, vatn eins og segir á pakkanum. Hella jurtarjómanum út í þegar laukurinn hefur brúnast aðeins. Má bragðbæta með vegansósukrafti og næringargeri. Salatið Salat Tómatar Sultaður rauðlaukur Klípu af steinselju Sultaður rauðlaukur Rauðlaukurinn lagður yfir nótt í lög með hvítvínsediki, sinnepsfræjum og lárviðarlaufum. Maríneraður vegan grískur ostur Grísk vegan blokk ostur Skera í teninga Salta teningana á brettinu með grófu salti Setja rauðlauk, sinnepsfræ, timjan, lárviðarlauf og fínt sneiddan hvítlauk í botninn á skálinni, ostinn ofan á og ólífuolíu yfir Salatolía Dijon sinnep Hvítvínsedik eða annað ljóst edik Ólífuolía salt og pipar Vegan Grænmetisréttir Kjötætur óskast! Uppskriftir Tengdar fréttir Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“ „Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir. 1. febrúar 2021 12:31 Vegan baunaréttur með kólumbísku ívafi „Ég þakka Völu fyrir áskorunina. Það er skemmtileg staðreynd að eldamennska hefur verið mikið í uppáhaldi hjá mér sem barn og eftir að ég varð vegan í maí 2018 þá fór ég að gera meira tilraunir með mat og hráefni,“ segir Davíð Sól Pálsson. 30. janúar 2021 15:01 Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Hoisin önd og spagettí carbonara í veganútgáfu Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19.05 í kvöld. 25. janúar 2021 17:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Næsti þáttur af Kjötætur óskast! er svo á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19.05 Oddrún Helga Símonardóttir, sem kallar sig Heilsumamman og hefur haldið fjölda matreiðslunámskeiða , heimsótti Önnsku Arndal og Úlf Þór Úlfarsson á Ísafirði. Hún bauð þeim tvo valkosti og Úlfi fannst hvorugur góður. Leist ekkert á linsubaunakássu í taco skeljum, fannst linsubaunir vondar - en hafði þó aldrei smakkað þær. Hann var hins vegar hæstánægður með matinn þegar til kom. Linsubaunakássa í taco skeljum með kasjúsósu LINSUBAUNAFYLLING í taco skeljar: uppskrift fyrir 4-5 1 msk hitaþolin olía 1 laukur 3 hvítlauksrif 2-3 gulrætur 1-2 sellerístönglar 3-4 dl soðnar brúnar eða grænar linsur (1,5-2 dl ósoðnar) 1 dós maukaðir tómatar 2 msk tómatpuré 2 msk Mexíkó kryddblanda 1 tsk kúmin salt og pipar 1 stk grænmetiskraftur Væn lúka fersk steinselja Leggjið linsubaunirnar í bleyti í u.þ.b. 2 klst en má alveg vera yfir nótt líka. Hellið vatninu af þeim, setjið í nýtt vatn og sjóðið í 30 mín. Hitið pönnu og mýjkið lauk í smá olíu, bætið við gulrótum og sellerí og leyfið því að malla aðeins á pönnunni ásamt kryddunum. Bætið tómatmaukinu, kraftinum og steinseljunni á pönnuna og leyfið réttinum að malla við lágan hita í nokkrar mínútur. Bætið linsunum við í lokin og kryddið með salt og pipar. Ef baunirnar fá að liggja í bleyti verða þær mun auðmeltanlegri. Ef þíð eruð tímabundin eða gleymið því þá eru samt 15-20 mín betri en ekkert. Linsubaunakássa GUACAMOLE: 2 avókadó nokkrir vel þroskaðir tómatar smátt skornir vorlaukur safi úr ½ lime salt CHILI KASJÚ SÓSA: 3/4 dl kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 4-6 tíma og síðan skolaðar) – (má líka setja sólblómafræ í staðinn fyrir kasjúhnetur eða blanda þeim saman) Biti af ferskum chili pipar 2-3 sólþurrkaðir tómatar 3 msk safi úr sítrónu 4-5 döðlur 1/2 tsk sjávarsalt 3 msk vatn Salt og svartur pipar eftir smekk Setjið allt í blandara og blandið vel. RISTAÐ FRÆKURL: 1/2 dl sólblómafræ 1/2 dl graskersfræ 1 msk olía Salt Krydd eftir smekk Hitið pönnu Setjið olíuna ásamt fræjunum á pönnuna Leyfið fræjunum að „poppast“ Saltið og kryddið meira ef þið viljið Geymið í lokaðri krukku og notist yfir salöt og grænmetisrétti eða sem snakk Baunatacoið er borið fram með guacamole, chili kasjú sósu, fersku salati, nachos og ristuðu frækurli. EFTIRRÉTTUR - KARAMELLUKUBBAR: Karamellan: 1 dl kókosmjólk 1 -2 msk kókosolía 0,5 dl hlynsýróp (má setja kókospálmasykur í staðinn en hún verður töluvert dekkri) 0,5 dl kókospálmasykur örlítið salt og vanilludropar Í sér skál: 1,5 dl lífrænt kornflex án viðbætts sykurs 1 dl gróft saxaðar hnetur/möndlur - hér má líka brytja niður hrískökur! 50 dökkt súkkulaði eða heimatilbúið – brætt og sett yfir þegar nammið er orðið kalt. Setjið allt karamellu hráefnið í pott og komið upp suðu. Leyfið karamellunni að malla hressilega en passið að hún brenni ekki við. Hún þarf að verða mjög þykk og seig. Verið þolinmóð þangað til hún er orðin létt freyðandi. Lækkið þá hitann og leyfið henni að þykkna, við viljum sjá stórt sleifarfar á botninum. Ef þið takið pottinn of snemma af verður hún klístruð og erfitt að skera bitana niður. Blandið þurrefnunum saman í skál. Blandið svo saman við karamelluna í pottinum. Hellið blöndunni á bökunarpappír og þjappið henni saman. Kælið. Skreytið með smá bræddu súkkulaði (best að setja það yfir þegar búið er að kæla aðeins annars rennur það í gegn í stað þess að sitja ofan á). „Nauta“steik á Litla-Ármóti Í þriðja þætti heimsótti einnig Gústi kokkur kúabændurna Hrafnhildi Baldursdóttur og Ragnar Finn Sigurðsson á Litla-Ármóti sem taka þátt í vegantilrauninni. Þau óskuðu eftir veganvæðingu á uppáhaldsmat fjölskyldunnar: Hægeldaðri nautasteik með piparostarjómasósu og salati með fetaosti. Gústi dó ekki ráðalaus og mætti með vegan Wellington steik frá Jömm og útbjó ýmislegt dýrðarinnar meðlæti. Veganútgáfa af hægeldaðri „nauta“steik með kartöflum og salati með fetaosti Kartöflur Soðnar Settar í ofnfast mót og marðar með gaffli Vegansmjörklípa á hverja kartöflu - kryddaðar með salti og pipar og timjan Piparsósa Toro sósugrunnur vegan rjómaostur pipar saxaður laukur hvítlaukur hafrarjómi Mýkja laukinn og hvítlaukinn, vatn eins og segir á pakkanum. Hella jurtarjómanum út í þegar laukurinn hefur brúnast aðeins. Má bragðbæta með vegansósukrafti og næringargeri. Salatið Salat Tómatar Sultaður rauðlaukur Klípu af steinselju Sultaður rauðlaukur Rauðlaukurinn lagður yfir nótt í lög með hvítvínsediki, sinnepsfræjum og lárviðarlaufum. Maríneraður vegan grískur ostur Grísk vegan blokk ostur Skera í teninga Salta teningana á brettinu með grófu salti Setja rauðlauk, sinnepsfræ, timjan, lárviðarlauf og fínt sneiddan hvítlauk í botninn á skálinni, ostinn ofan á og ólífuolíu yfir Salatolía Dijon sinnep Hvítvínsedik eða annað ljóst edik Ólífuolía salt og pipar
Vegan Grænmetisréttir Kjötætur óskast! Uppskriftir Tengdar fréttir Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“ „Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir. 1. febrúar 2021 12:31 Vegan baunaréttur með kólumbísku ívafi „Ég þakka Völu fyrir áskorunina. Það er skemmtileg staðreynd að eldamennska hefur verið mikið í uppáhaldi hjá mér sem barn og eftir að ég varð vegan í maí 2018 þá fór ég að gera meira tilraunir með mat og hráefni,“ segir Davíð Sól Pálsson. 30. janúar 2021 15:01 Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Hoisin önd og spagettí carbonara í veganútgáfu Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19.05 í kvöld. 25. janúar 2021 17:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“ „Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir. 1. febrúar 2021 12:31
Vegan baunaréttur með kólumbísku ívafi „Ég þakka Völu fyrir áskorunina. Það er skemmtileg staðreynd að eldamennska hefur verið mikið í uppáhaldi hjá mér sem barn og eftir að ég varð vegan í maí 2018 þá fór ég að gera meira tilraunir með mat og hráefni,“ segir Davíð Sól Pálsson. 30. janúar 2021 15:01
Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Hoisin önd og spagettí carbonara í veganútgáfu Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19.05 í kvöld. 25. janúar 2021 17:30