Höfum leyft okkur að kalla stjórnmálafólk ónytjunga og aumingja Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 19:28 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir löngu tímabært að taka umræðu um hvað teljist til eðlilegrar orðræðu um stjórnmálafólk. vísir/Vilhelm Forsætisráðherra vonar að hægt verði að taka fyrir dreifingu á kostuðum nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum með nýju frumvarpi. Forrystufólk í stjórnmálum þarf að sammælast um að forðast persónuárásir og ofbeldisfulla umræðu í aðdraganda kosninga, að mati formanns Viðreisnar. „Núna eru átta mánuðir í kosningar og kosningaskjálftinn er að verða harðari og þá eru ýmsir hlutir sagðir og ýmsir hlutir gerðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún telur rétt að forrystufólk í stjórnmálum komi sér saman um leikreglur þannig að forðast megi persónuníð og hatursorðræðu í aðdraganda kosninga. „Það er grunnur núna fyrir ákveðna hatursorðræðu, fyrir ranghugmyndir, fyrir falsfréttir,“ segir Þorgerður og vísar í samfélagsmiðla. Bæði nú og fyrir síðustu kosningar hefur myndum og áróðri verið deilt á samfélagsmiðlum í skjóli nafnleyndar. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna hafa undanfarið unnið að frumvarpi sem tekur á kostaðri nafnlausri tjáningu á þeim vettvangi. „Þar er oft farið mjög rangt með staðreyndir og ég vonast til þess að þessi vinna skili afrakstri og að við fáum slíkt frumvarp í hendurnar á vorþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Því það er eitt af því sem við höfum rætt og höfum verið sammála um, að slík nafnlaus tjáning er ekki til þess að bæta stjórnmálaumræðuna.“ Myndband um Óðinstorg sem framleitt var fyrir aðgerðarhópinn Björgum Miðbænum hefur verið í umræðunni eftir árásina á bíl borgarstjóra - og jafnvel tengt við hana. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, talaði inn á það en myndbandið hefur nú verið fjarlægt af Youtube eftir að beðist var afsökunar á rangfærslum í því. Formaður Miðflokksins segist ekki hafa séð myndbandið en telur þó telur vafasamt að blanda því inn í umræðu um hatursorðræðu í stjórnmálum. „En auðvitað eiga menn alltaf að leiðrétta ef þeir fara rangt með eitthvað,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segist sjálfur hafa þurft að þola persónuárásir í stjórnmálum á eigin skinni og tekur undir að senda eigi skýr skilaboð um að halda umræðu á málefnalegum grunni í aðdraganda kosninga. „Frá því að ég byrjaði í stjórnmálum í miðju bankahruninu, þar sem var nú töluvert um persónuárásir hef ég talað um þessa óheillaþróun, sem mér finnst hafa ágerst. Að stjórnmálin snúist alltaf meira og meira um persónuníð en ekki nógu mikið um rökræðu um málefni.“ „Við höfum dálítið leyft það sem samfélag að stjórnmálafólk sé úthrópað. Að það sé kallað aumingjar og ónytjungar og ýmis slík orð viðhöfð um fólk sem er fyrst og fremst bara að fylgja eftir sínum hugsjónum með því að gefa kost á sér. Mér finnst löngu orðið tímabært að við tökum umræðu um hvað við teljum eðlilegt í þessu samhengi og mér finnst þetta hafa magnast upp allan undanfarinn áratug. Bæði vegna þess að við höfum leyft þessari umræðu að vaxa og með tilkomu tæknibreytinga margfaldast hún.“ Stjórnmálafólk hefur þó ekki einungis þurft að sitja undir árásum sem þessum og kannast margir þeir sem eru áberandi í umræðunni við orðræðuna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRvísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér hafi borist fjölmargar hótanir í gegnum tíðina. „Það hefur í rauninni verið allt frá því að hóta mér atvinnumissi eða hóta mér því að ég eigi ekki möguleika á að framfleyta mér eða fjölskyldunni í framtíðinni vegna skoðana minna. Og síðan alvarlegustu dæmin eru beinar líflátshótanir.“ Eitt málið var svo gróft að fjölskyldan leitaði til lögreglu. „Það var bara einstaklingur sem var kominn að heimilinu okkar og var að skilja eftir handskrifuð bréf sem í lágu mjög alvarlegar hótanir og það fór bara í faglegt ferli hjá lögreglu og við erum þakklát fyrir það.“ Hótunum gegn Ragnari Þór og fjölskyldu var vísað til lögreglu.Vísir/Vilhelm Hann segir annað forrystufólk í verkalýðshreyfingunni eiga svipaðar sögur. Ragnar hefur þó sjálfur í gegnum tíðina gengið hart fram í sinni gagnrýni og tók til að mynda virkan þátt í mótmælum í búsáhaldabyltingunni. Hann segir marga þurfa að líta í eigin barm. „Ég er ekkert undanskilinn því. Ég hef oft verið ansi dómharður og ég viðurkenni það. En ég passa mig á því að skrifa ekki staf án þess að geta staðið fyrir máli mínu augliti til auglits við þann sem ég er að gagnrýna.“ Hann telur gott að draga þessi mál upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vanda okkur. Við þurfum að opna þessa umræðu og eiga hana á dýpri grundvelli en við erum að gera í dag.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Núna eru átta mánuðir í kosningar og kosningaskjálftinn er að verða harðari og þá eru ýmsir hlutir sagðir og ýmsir hlutir gerðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún telur rétt að forrystufólk í stjórnmálum komi sér saman um leikreglur þannig að forðast megi persónuníð og hatursorðræðu í aðdraganda kosninga. „Það er grunnur núna fyrir ákveðna hatursorðræðu, fyrir ranghugmyndir, fyrir falsfréttir,“ segir Þorgerður og vísar í samfélagsmiðla. Bæði nú og fyrir síðustu kosningar hefur myndum og áróðri verið deilt á samfélagsmiðlum í skjóli nafnleyndar. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna hafa undanfarið unnið að frumvarpi sem tekur á kostaðri nafnlausri tjáningu á þeim vettvangi. „Þar er oft farið mjög rangt með staðreyndir og ég vonast til þess að þessi vinna skili afrakstri og að við fáum slíkt frumvarp í hendurnar á vorþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Því það er eitt af því sem við höfum rætt og höfum verið sammála um, að slík nafnlaus tjáning er ekki til þess að bæta stjórnmálaumræðuna.“ Myndband um Óðinstorg sem framleitt var fyrir aðgerðarhópinn Björgum Miðbænum hefur verið í umræðunni eftir árásina á bíl borgarstjóra - og jafnvel tengt við hana. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, talaði inn á það en myndbandið hefur nú verið fjarlægt af Youtube eftir að beðist var afsökunar á rangfærslum í því. Formaður Miðflokksins segist ekki hafa séð myndbandið en telur þó telur vafasamt að blanda því inn í umræðu um hatursorðræðu í stjórnmálum. „En auðvitað eiga menn alltaf að leiðrétta ef þeir fara rangt með eitthvað,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segist sjálfur hafa þurft að þola persónuárásir í stjórnmálum á eigin skinni og tekur undir að senda eigi skýr skilaboð um að halda umræðu á málefnalegum grunni í aðdraganda kosninga. „Frá því að ég byrjaði í stjórnmálum í miðju bankahruninu, þar sem var nú töluvert um persónuárásir hef ég talað um þessa óheillaþróun, sem mér finnst hafa ágerst. Að stjórnmálin snúist alltaf meira og meira um persónuníð en ekki nógu mikið um rökræðu um málefni.“ „Við höfum dálítið leyft það sem samfélag að stjórnmálafólk sé úthrópað. Að það sé kallað aumingjar og ónytjungar og ýmis slík orð viðhöfð um fólk sem er fyrst og fremst bara að fylgja eftir sínum hugsjónum með því að gefa kost á sér. Mér finnst löngu orðið tímabært að við tökum umræðu um hvað við teljum eðlilegt í þessu samhengi og mér finnst þetta hafa magnast upp allan undanfarinn áratug. Bæði vegna þess að við höfum leyft þessari umræðu að vaxa og með tilkomu tæknibreytinga margfaldast hún.“ Stjórnmálafólk hefur þó ekki einungis þurft að sitja undir árásum sem þessum og kannast margir þeir sem eru áberandi í umræðunni við orðræðuna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRvísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér hafi borist fjölmargar hótanir í gegnum tíðina. „Það hefur í rauninni verið allt frá því að hóta mér atvinnumissi eða hóta mér því að ég eigi ekki möguleika á að framfleyta mér eða fjölskyldunni í framtíðinni vegna skoðana minna. Og síðan alvarlegustu dæmin eru beinar líflátshótanir.“ Eitt málið var svo gróft að fjölskyldan leitaði til lögreglu. „Það var bara einstaklingur sem var kominn að heimilinu okkar og var að skilja eftir handskrifuð bréf sem í lágu mjög alvarlegar hótanir og það fór bara í faglegt ferli hjá lögreglu og við erum þakklát fyrir það.“ Hótunum gegn Ragnari Þór og fjölskyldu var vísað til lögreglu.Vísir/Vilhelm Hann segir annað forrystufólk í verkalýðshreyfingunni eiga svipaðar sögur. Ragnar hefur þó sjálfur í gegnum tíðina gengið hart fram í sinni gagnrýni og tók til að mynda virkan þátt í mótmælum í búsáhaldabyltingunni. Hann segir marga þurfa að líta í eigin barm. „Ég er ekkert undanskilinn því. Ég hef oft verið ansi dómharður og ég viðurkenni það. En ég passa mig á því að skrifa ekki staf án þess að geta staðið fyrir máli mínu augliti til auglits við þann sem ég er að gagnrýna.“ Hann telur gott að draga þessi mál upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vanda okkur. Við þurfum að opna þessa umræðu og eiga hana á dýpri grundvelli en við erum að gera í dag.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira