Bauð skjólstæðingi hans þrettán milljónir fyrir fimm daga og talaði um að vera hennar „Sugar daddy“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 08:31 Snorri Barón Jónsson með Söru Sigmundsdóttur og Evert Víglundssyni. Instagram/@snorribaron Það fauk í umboðsmanninn Snorra Barón Jónsson þegar hann las tölvupóst frá ríkum manni í Bandaríkjunum sem vildi kynnast íslenskri íþróttakonu betur. Snorri Barón Jónsson, sem er meðal annars umboðsmaður CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, segir frá mjög ósæmilegu tilboði sem skjólstæðingur hans fékk um helgina. Samkvæmt færslu Snorra þá vildi ríkur maður út í heimi fá skjólstæðing hans í heimsókn til sín, annaðhvort yfir helgi eða í fimm daga. Snorri Barón segir ekki frá því hvaða skjólstæðingur þetta var nema að það sé íþróttakona. Tilboðið hljóðaði upp á fimmtíu þúsund Bandaríkjadali fyrir eina helgi, rúmar sex milljónir króna, eða hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir fimm daga, tæpar þrettán milljónir. Viðkomandi ætlaði líka að borga allan ferðakostnað og uppihald og var tilbúinn að hittast bæði í New York og Los Angeles. Hann lýsti enn fremur samskiptunum að hann sæi sig sem svokallaðan „Sugar daddy“ og að hann væri til í að endurtaka leikinn reglulega svona eins og einu sinni í mánuði. „Sá þig á Instagram, stórglæsileg. Geri þér þetta tilboð. Ég er 44 ára gamall, einfaldur og þægilegur í umgengni. Mjög vel stæður. Þetta gæti verið góð leið fyrir þig til að græða góðan pening og þetta telst varla vera vinna. Þú græðir á útlitinu og getur notað tækifærið og safnað pening sem kemur þér í góð mál fyrir framtíðina,“ segir í þessu tilboði mannsins. Snorri birti tölvupóstinn sem má sjá hér fyrir neðan. Í færslu sinni fer Snorri meðal annars yfir það að hann hefði aldrei getað séð fyrir sér hvaða rugl íþróttafólk þarf að þola í málum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Tvískinnungurinn, ófagmennskan, sálfræðileikirnir, sjálfsástin og auðhyggjan sem lifir góðu lífi í þessu heimi. Í ofanálag þá er það virðingarleysið, kynjamismununin og öfuguggahátturinn sem konur sérstaklega þurfa að ganga í gegnum. Þetta gerir mig alveg vitlausan en þetta breytist ekki nema ef við breytum þessu. Hvernig er það, er ekki kominn tími til að byrja á því að opinbera þessa andskota, skrifaði Snorri Barón Jónsson í færslu sinni. Snorri lýsir því líka hvernig hann og skjólstæðingur sinn hafi fyrst hlegið að þessu og hún hafi grínast með það að hafa alltaf viljað eignast „Sugar daddy“. Hann segir hana alltaf hafa getað útilokað svona hluti. Snorra var þó ekki skemmt og sagðist hafa orðið öskureiður. Snorri Barón ákvað því að segja frá þessu á Instagram síðu sinni og gefa heiminum sýn inn í þann veruleika sem sumar íþróttakonur þurfa að upplifa. CrossFit Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Snorri Barón Jónsson, sem er meðal annars umboðsmaður CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, segir frá mjög ósæmilegu tilboði sem skjólstæðingur hans fékk um helgina. Samkvæmt færslu Snorra þá vildi ríkur maður út í heimi fá skjólstæðing hans í heimsókn til sín, annaðhvort yfir helgi eða í fimm daga. Snorri Barón segir ekki frá því hvaða skjólstæðingur þetta var nema að það sé íþróttakona. Tilboðið hljóðaði upp á fimmtíu þúsund Bandaríkjadali fyrir eina helgi, rúmar sex milljónir króna, eða hundrað þúsund Bandaríkjadali fyrir fimm daga, tæpar þrettán milljónir. Viðkomandi ætlaði líka að borga allan ferðakostnað og uppihald og var tilbúinn að hittast bæði í New York og Los Angeles. Hann lýsti enn fremur samskiptunum að hann sæi sig sem svokallaðan „Sugar daddy“ og að hann væri til í að endurtaka leikinn reglulega svona eins og einu sinni í mánuði. „Sá þig á Instagram, stórglæsileg. Geri þér þetta tilboð. Ég er 44 ára gamall, einfaldur og þægilegur í umgengni. Mjög vel stæður. Þetta gæti verið góð leið fyrir þig til að græða góðan pening og þetta telst varla vera vinna. Þú græðir á útlitinu og getur notað tækifærið og safnað pening sem kemur þér í góð mál fyrir framtíðina,“ segir í þessu tilboði mannsins. Snorri birti tölvupóstinn sem má sjá hér fyrir neðan. Í færslu sinni fer Snorri meðal annars yfir það að hann hefði aldrei getað séð fyrir sér hvaða rugl íþróttafólk þarf að þola í málum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Tvískinnungurinn, ófagmennskan, sálfræðileikirnir, sjálfsástin og auðhyggjan sem lifir góðu lífi í þessu heimi. Í ofanálag þá er það virðingarleysið, kynjamismununin og öfuguggahátturinn sem konur sérstaklega þurfa að ganga í gegnum. Þetta gerir mig alveg vitlausan en þetta breytist ekki nema ef við breytum þessu. Hvernig er það, er ekki kominn tími til að byrja á því að opinbera þessa andskota, skrifaði Snorri Barón Jónsson í færslu sinni. Snorri lýsir því líka hvernig hann og skjólstæðingur sinn hafi fyrst hlegið að þessu og hún hafi grínast með það að hafa alltaf viljað eignast „Sugar daddy“. Hann segir hana alltaf hafa getað útilokað svona hluti. Snorra var þó ekki skemmt og sagðist hafa orðið öskureiður. Snorri Barón ákvað því að segja frá þessu á Instagram síðu sinni og gefa heiminum sýn inn í þann veruleika sem sumar íþróttakonur þurfa að upplifa.
CrossFit Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira